Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
Hvolsvöllur | Hjónin Svanfríður Hagvaag og
Bjarni Óskar Pálsson eiga og reka verslunina
Gallerý prjónles sem einnig er vinnustofa
þeirra í sápugerð sem þau kalla í gríni Sápu-
óperuna. Hjónin búa á Velli þar sem ein
frægasta saga íslensk hófst, sjálf Brennu-
Njálssaga. Ekki truflar sú staðreynd þau
hjónin sem eru rósemdin uppmáluð og segj-
ast aðallega vera í þessu til að hafa eitthvað
fyrir stafni en Bjarni er kominn á eftirlaun.
Fyrir þremur til fjórum árum fengu þau
Svanfríður og Bjarni þá hugmynd að fram-
leiða sápu. Í dag framleiða þau tvenns konar
sápu, annars vegar fljótandi sápuna Bjarma
og hins vegar fasta sápu sem þau klæða í ull
og þæfa. Bjarmi er umhverfisvænn sápulögur
sem má nota í hvaðeina á heimilum, við þrif
og einnig í uppþvottavélar og þvottavélar.
„Þegar við fengum þessa hugmynd að fara að
framleiða sápur nutum við ómetanlegrar að-
stoðar og ráðlegginga frá Iðntæknistofnun
sem svo hét þá,“ segir Bjarni og bætir við:
„Bjarma gerum við úr repjuolíu og leysir
hann vel upp fitu, þannig að það er meira að
segja hægt að þrífa með honum úr köldu
vatni; hann meira að segja er svo öflugur að
hann er mjög góður fyrir niðurfallsrörin.
Hann hentar líka vel fyrir þá sem hafa of-
næmi fyrir aukaefnum í sápu.“
Nautamör, birkilauf og þari
En önnur aðferð er notuð í föstu sápuna. „Í
hana notum við nautamör sem við fáum í slát-
urhúsinu á Hellu. Þetta er hráefni sem ann-
ars væri hent. Svo bætum við í hana ólífuolíu
og kókosfeiti og gerum svo þrjár mismunandi
útgáfur, eina með þara, aðra með birkilaufi og
þá þriðju með barrnálum. Þessar sápur eru
vinsælar og seljast vel í túristabúðum víða um
land.“ Bjarni býr einnig til mjög sniðuga
sápubakka úr endurnýttum viði t.d. harðviði
sem notaður er utan um parketstafla.
En í búðinni er fleira til en sápur. Þar má
líta garn í öllum regnbogans litum. Mesta at-
hygli fréttarita vekur yndislega mjúk og litrík
kasmírull sem ekki fæst víða. Svanfríður seg-
ir þau flytja ullina inn frá Kína. „Við flytjum
sjálf inn ull og silkigarn frá Kína og einnig frá
Indlandi. Það er kamelull, silki og kasmírull
en einnig seljum við íslenska ull, lopa sem ég
prjóna líka mikið úr og sel hér í búðinni, það
eru töskur, treflar, húfur og ýmislegt fleira.
Svo flytjum við inn prjóna sem ég get selt á
afar hagstæðu verði þess vegna.“ Aðspurð
segist Svanfríður hafa fundið seljendurna á
netinu, það sé ekkert flóknara en það.
Á einum veggnum getur að líta afar fal-
legar og óvenjulegar glertölur. Um þær segir
Svanfríður: „Við voru á ferð í Tékklandi í
fyrra og komum í lítinn bæ á landmærum
Tékklands og Þýskaland. Í bænum er mikil
kristals- og glermunaframleiðsla og þar er
t.d. tölusafn. Í gömlu húsi sem við komum í
reyndist vera tölugerð. Þar var glerið brætt
yfir opnum eldi og tölur steyptar í 100-200
ára gömul mót. Tölurnar eru síðan skreyttar
með ekta gyllingu. Ég féll alveg fyrir þessum
tölum og flutti dálítið inn af þeim. Margir eru
hrifnir af þeim og búa jafnvel til hluti sem
henta fyrir tölurnar, þannig að þær verða
kveikjan að flíkinni.“
Í búðinni má finna ýmislegt fleira eins og
rennilása, tvinna og blúndur auk föndurvöru
af ýmsu tagi. Litla búðin við Ormsvöllinn á
Hvolsvelli leynir því svo sannarlega á sér og
er vel þess virði að skreppa með budduna í
heimsókn til þeirra Svanfríðar og Bjarna, því
þar er hægt að gera hagstæð innkaup.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Leynir á sér Svanfríður Hagvaag og Bjarni Óskar Pálsson reka Gallerý Prjónles við Ormsvöll.
Líka fallegt Þæfðu sápurnar eru á sápubrettum sem Bjarni smíðar úr endurnýttum viði. Bjarmi er unninn úr repjuolíu en í föstu sápuna er notaður nautamör sem Svanfríður og Bjarni fá í sláturhúsinu.
Sápa úr nautamör á harðviðarbeði
Hún lætur lítið yfir sér litla
verslunin Gallerý prjónles,
sem er við Ormsvöllinn á
Hvolsvelli. Þegar inn er komið
kemur þó í ljós að þar má
kaupa ýmislegt sem ekki fæst
víða eins og dýrindis kasmírull
og handgerðar sápur.
Í HNOTSKURN
»Bjarni og Svanfríður fóru að þróasápugerðina fyrir þremur til fjórum
árum og selja nú þæfðar sápur í túr-
istabúðum um allt land.
» Í Gallerý prjónles má kaupa allskonar prjónavörur sem fluttar eru
beint inn frá Indlandi og Kína.
»Húsnæði verslunarinnar nýta þaueinnig sem vinnustofu.
Eftir Gunnhildi Steinarsdóttur
nema í fjölmiðlun
Í ÖÐRU herberginu var róleg tón-
list, litríkar hjartalaga smákökur,
ilmkerti og hugguleg stemning. Í
hinu var fólki skipað að standa
kyrrt, skammað þegar það hreyfði
sig og sussað á það ef það mótmælti.
Þennan gjörning, sem er jafn-
framt lokaverkefni, fluttu út-
skriftanemar í Prisma-námi.
„Við erum að leika okkur með
fjölmenningu í þessu verki,“ sagði
Hrafnhildur Magnúsdóttir útskrift-
arnemi. „Hjartalaga kökurnar er
mismunandi á litinn og á bragðið og
sýnir það fjölbreytileika mannsins.
Sumar eru fallegar en vondar á
bragðið, aðrar ljótar en bragðast
vel. Þetta er einnig leikur með löng-
un fólks. Hópur fólks fékk að koma
inn í góða herbergið en öðrum var
skipað að bíða fyrir utan. Það tákn-
ar hvernig við flokkum fólk inn í
landið okkar.“ Settir voru merki-
miðar á enni fólks þar sem stóð t.d.
dræsa, krútt, alki og lesbía en með
því var vísað í þá stimpla sem við
setjum hvert á annað.“
Anna Margrét Sigurðardóttir tók
þátt í verkefni þar sem unnið var
með tjáningarfrelsi. Það var unnið
út frá dómi sem er nýfallinn í máli
Bjarkar Eiðsdóttur, blaðamanns
Vikunnar. „Við gerðum stutt mynd-
band í ljósi þessa dóms og þess sem
er að gerast í þjóðfélaginu. Áhersl-
an var á andrými og frelsi ein-
staklingsins,“ sagði Anna Margrét.
Hrafnhildur og Anna Margrét eru
báðar ánægðar með námið og segja
það hafa opnað ýmsar dyr.
Hreiður gegn því neikvæða
Prisma er nýtt diplómanám og
samstarfsverkefni Listaháskóla Ís-
lands, Háskólans á Bifröst og
Reykjavíkurakademíunnar. Hrund
Gunnsteinsdóttir, forstöðumaður
Prisma-námsins, segir þetta ný-
sköpun í námi þar sem nemendur
eru sjálft námsefnið, þeir eru mik-
ilvægasta miðja námsins. „Við höf-
um búið okkur til hreiður sem hlífir
okkur við þeirri neikvæðu umfjöllun
sem hefur verið í samfélaginu síð-
ustu mánuði. Við ræðum um sam-
félagsmálin en látum þau ekki taka
yfir hjá okkur. Við hugsum út fyrir
þetta allt,“ segir Hrund. Hún segir
námið raunverulega vera viðbragð
við ástandinu og að margar góðar
hugmyndir hafi kviknað hjá nem-
endum, svo sem sprotafyrirtæki og
hugsmiðjur.
Vinna með fjölmenningu
Morgunblaðið/Heiddi
Gjörningur Lokaverkefnin sem nemar í Prisma-námi kynntu í gær voru af
ýmsu tagi. Nemendur eru hér með hjartalaga kökur með ólíku bragði.
Útskriftarnemar
í Prisma-námi
trúa á hugsjónir
og sjálfa sig VORHÁTÍÐ KFUM og KFUKverður haldin á morgun, bæði á Ak-
ureyri og í Reykjavík, og verður hún
sérstaklega stór og vegleg í ár þar
sem samtökin eiga 110 ára afmæli.
Hátíðin markar jafnframt upphaf
skráningar í sumarbúðir og á leikja-
námskeið KFUM og KFUK en
ákveðið var að sameina skráninguna
og hátíðina svo foreldrar gætu mætt,
tekið númer og skemmt sér með
börnunum í hoppiköstulum, í veit-
ingasölunni og horft á skemmti-
dagskrá meðan þeir biðu eftir að
verða kallaðir upp til að ganga frá
skráningu.
Sumarbúðirnar alltaf vinsælar
Að sögn Helgu Rutar Guðmunds-
dóttur, stjórnarformanns Vind-
áshlíðar, er búist við góðri skráningu
í ár þrátt fyrir að fólk reyni að spara
meira nú en nokkru sinni áður. „Það
hefur verið mjög góð aðsókn und-
anfarið. Við erum með nokkurn veg-
inn 100% nýtingu í stóru sumarbúð-
unum eins og Vindáshlíð og
Vatnaskógi,“ segir hún. Sumarbúð-
irnar voru stofnaðar 1899, 24 árum
síðar hófst sumarstarf í Vatnaskógi
en sumarstarf í Vindáshlíð hófst
ekki fyrr en 1947. Ljóst er því að
fjöldi Íslendinga hefur einhvern tím-
ann dvalið þar og í tilfelli Helgu Rut-
ar hafa fjórar kynslóðir kvenna eytt
hluta úr sumri í Vindáshlíð. „Elsta
dóttir mín er búin að fara í Vind-
áshlíð frá því hún var lítil. Ég var í
Vindáshlíð, mamma mín sem stelpa
og amma en hún var þar sem sjálf-
boðaliði. Þá var ekki búið að reisa
húsið heldur gistu stelpurnar í tjöld-
um.“
Síðan sumarbúðirnar í Vindáshlíð
voru stofnaðar hafa þær notið mik-
illa vinsælda. „Það eru einhverjir
töfrar í Vindáshlíð, það er alveg
ljóst,“ segir Helga Rut. „Það er eitt-
hvað heilagt við þennan stað og mað-
ur finnur það þegar maður er þar.“
ylfa@mbl.is
„Það eru einhverjir
töfrar í Vindáshlíð“
Morgunblaðið/Golli
Vorhátíð Krökkunum stendur til
boða að fá andlitsmálningu.
Skráning í sumarbúðir hefst á morgun