Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Niðurfærsla á höfuðstól hús- næðislána er nauðsynleg til að draga úr fjölda þeirra sem verða gjaldþrota af völdum fjár- málakreppunnar, segir Lilja Mós- esdóttir, hag- fræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna, í pistli á vefsvæðinu smug- an.is. Lilja bendir á að um 40% hús- næðisskulda landsmanna séu hjá Íbúðalánasjóði sem ekki hefur uppi áætlanir um að afskrifa húsnæð- islán. Því sé ljóst að niðurfelling skulda muni lenda á ríkinu eða landsmönnum. Fyrirtækin á að skoða sér „Ef sanngirni yrði gætt milli lán- takenda og lánveitenda í að dreifa byrðum fjármálakreppunnar ættu höfuðstóll og afborganir verð- tryggðra húsnæðislána ekki að hækka nema um 13,5%. Slík aðgerð myndi í raun fela í sér 13,5% nið- urfellingu skulda eða að meðalupp- hæð fasteignalána hækkaði aðeins um fjórar milljónir í stað átta millj- óna. Hins vegar er ekki réttlátt að þeir sem skulda mest og eiga mest fái mestu niðurfærsluna á húsnæð- isskuldum sínum, þ.e. meira en fjór- ar milljónir,“ segir Lilja sem leggur til að ríkið fjármagni fjögurra millj- óna króna niðurfærslu á höfuðstól allra húsnæðislána. Hvað fyrirtækin varðar segir Lilja ekki hægt að meðhöndla skuldaniðurfellingu þeirra án þess að skoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Lækka um 4 milljónir Lendir á ríkinu eða landsmönnum Lilja Mósesdóttir Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HELGA Sigrún Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Rögnu Árnadótt- ur dómsmálaráð- herra um skipan skiptastjóra yfir þrotabú. Fyrirspurnin er í þrennu lagi og er augljóslega borin upp í fram- haldi af nýlegri skipan skipta- stjóra yfir þrotabú Baugs, sem sætti talsverðri gagnrýni á opinberum vettvangi. Helga Sigrún spyr í fyrsta lagi hvort fordæmi sé fyrir því að skip- aðir séu fleiri en einn skiptastjóri fyrir þrotabú hérlendis, samanber lög um gjaldþrotaskipti, þar sem segir að ef sýnt þyki að störf skipta- stjóra verði umfangsmikil geti hér- aðsdómari skipað tvo menn eða fleiri til að gegna þeim. Og ef svo er, í hvaða tilvikum var það gert? Er hætta á að skiptastjóri sé farinn að dæma í eigin málum? Í öðru lagi spyr þingmaðurinn hvernig hæfi skiptastjóra sé metið innan dómstólanna. „Telur ráðherra í anda reglu 6. tölulið 1. mgr. 75. gr. laga nr. 21/ 1991 að skipa skiptastjóra í þrotabúi mann sem hefur unnið að verkefnum tengdum félaginu sem tekið er til gjaldþrotaskipta eða öðrum verkefnum tengdum því í gegnum sama eignarhald? Telur ráðherra hætt við að slíkur skipta- stjóri sé farinn að dæma í eigin málum?“ segir orðrétt í fyrirspurn- inni. Lagagreinin sem Helga Sigrún vísar til hljóðar þannig: „Engan má skipa í starf skiptastjóra nema hann yrði ekki vanhæfur sem dómari í einkamáli sem þrotamaðurinn eða sá sem á kröfu á hendur þrotabúinu ætti aðild að eða, ef félag eða stofn- un er til gjaldþrotaskipta, í einka- máli sem stjórnarmenn eða starfs- menn sem hafa haft daglega stjórn félagsins eða stofnunarinnar með höndum ættu aðild að.“ Loks spyr Helga Sigrún dóms- málaráðherra hvaða reglur gildi um úthlutun þrotabúa til skiptastjóra hjá héraðsdómstólum og hvort hún telji að þær séu nægjanlega gagn- sæjar. Þingmaðurinn óskar eftir því að dómsmálaráðherra leggi fram skrif- legt svar á Alþingi. Ráðherra spurður um skipan skiptastjóra Helga Sigrún Harðardóttir NOTENDUR mbl.is geta nú skoðað innlend og erlend fréttamyndskeið í GSM-símum sem ráða við slíka þjónustu. Til að virkja þjón- ustuna nægir að setja inn slóðina m.mbl.is/ sjonvarp í síma viðkomandi. Í sjálfvali eru sýndar helstu fréttir, en hægt er að velja á milli þess að skoða innlend eða erlend myndskeið í framhaldi. Nokkrar símgerðir bjóða einnig upp á að hægt sé að snúa símunum til að skoða stærri útgáfur mynd- skeiðanna. Hægt að skoða mynd- skeið mbl.is í gemsum mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is UMRÆÐUR um aðgerðir vegna skuldavanda heimila og fyrir- tækja stigmagn- ast með hverjum deginum. Einna mest hefur verið rætt um 20% nið- urfellingu skulda og sitt sýnist hverjum. Í dag opinberar Seðlabankinn útreikninga sína vegna þeirrar hugmyndar en forsætisráðherra vitnaði í þá um miðja viku, og hafnaði jafnri niður- fellingu skulda. Tryggvi Þór Herbertsson, hag- fræðingur og frambjóðandi Sjálf- stæðisflokks, sem talað hefur fyrir 20% niðurfellingu skulda ritaði ný- verið greinargerð um það sem hann nefnir „Leiðréttinguna“. Ekki liggur fyrir nákvæmt mat á þeim eignum sem færðar voru yfir í nýju bankana úr þeim gömlu. „Nafnverð þeirra var um 6.000 milljarðar króna en bók- fært verð þeirra gæti verið um 3.000 milljarðar – m.ö.o. afskriftir nema um 50% af nafnverði. Lykillinn að „Leiðréttingunni“ felst í þessari staðreynd,“ segir í greinargerðinni. Mætti fara báðar leiðir Jafnframt segir að sú staðreynd að mat á eignasafni bankanna geri ráð fyrir að ekki náist að innheimta nema hluta af skuldabyrði landans leiði af sér að afskriftir þurfi að fara fram. Tryggvi segir tvær leiðir eink- um mögulegar, annars vegar jafna leiðréttingu á öllum fasteignaskuld- um heimilanna og niðurfellingu skulda á einstaklinga sem byggist á mati á greiðslugetu. „Reyndar mætti vel hugsa sér að fara báðar leiðirnar þar sem þær fara vel saman og t.a.m. gerir fyrri leiðin hina síðari mun auð- veldari í framkvæmd.“ „Leiðréttingin“ gerir ráð fyrir að þegar sé búið að gera ráð fyrir afföll- um í lánasafni þegar viðskipti urðu á milli nýju og gömlu bankanna. Þessi afföll verði síðan að hluta til leidd í gegnum fjármálakerfið til viðskipta- vina til að freista þess að fjölga greiðendum svo hver og einn beri minni skuldbindingar og geti staðið í skilum. Með þessu móti yrði meðal- greiðsla hvers og eins til bankans lægri en fjölgun þeirra sem standa í skilum vegur upp lækkaða meðal- greiðslu. Bankinn væri jafnsettur fyrir og eftir aðgerð ef gjaldþrotum fækkar um 25%. Þannig ætti „Leið- réttingin“ að verða án kostnaðar. Rjúfa þarf vítahring Verkefni nýju bankanna, ef fyrr- nefnt afskriftarmat er rétt, er að ganga að heimilum og fyrirtækjum, freista þess að innheimta kröfur. Í greinargerðinni segir að ef að líkum lætur muni um 3.000 milljarðar af nafnvirði skuldanna ekki innheimt- ast. Einnig að mikilvægt sé að hafa í huga að þrátt fyrir að eignirnar séu bókaðar á hálfvirði þá miðast inn- heimtur við að 100% verði rukkuð. „Fyrirtæki munu verða gjaldþrota og þau munu segja upp starfsfólki sínu sem getur þá ekki staðið lengur við skuldbindingar sínar og fleiri heimili þarf að gera upp. Eignir verða settar á uppboð sem lækkar enn eignaverð og eigið fé enn fleiri Íslendinga mun brenna upp. Svona gengur þetta koll af kolli og stöðugt fleiri sogast inn í vítahringinn allt þar til milljarðarnir 3.000 hafa verið afskrifaðir.“ „Leiðréttingin“ ætti að vera til þess fallin að rjúfa þann vítahring. Mikil vinna þarf að fara fram Í greinargerðinni segir að mikil talna- og rannsóknarvinna þurfi að fara fram áður en henni sé hrundið í framkvæmd, og það þurfi að skoða og magnsetja nákvæmlega þau áhrif sem hún hefur í för með sér. Hún sé að auki ekki endilega lausn fyrir öll fyrirtæki og heimili. Burt séð frá því er hún einföld í framkvæmd og hefur merkjanleg áhrif á hagkerfið án tafar, leiðréttir áföllin í haust og komi efnahagslífinu þannig í gang. Því sé full ástæða til að skoða hugmyndina af mikilli al- vöru. Er „Leiðrétt- ing“ lausnin? Fjölgun þeirra sem standa í skilum veg- ur upp á móti lægri meðalgreiðslum Morgunblaðið/Heiddi Lán Um mitt síðasta ár voru um 90 þús. lán hjá Íbúðalánasjóði og 65 þúsund hjá bönkum og sparisjóðum. Sitt sýnist hverjum um 20% niðurfellingu skulda. Tryggvi Þór Herbertsson Hvað um aðra lánveitendur? Í greinargerðinni segir að gæta verði jafnræðis enda gildi sömu rök um viðskiptavini nýju bankanna og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða, spari- sjóða og smærri fjármálastofnana. Ekki sé þó hægt að beita sömu aðferðum. Dæmi er tekið til að sýna hvernig hægt væri að láta alla njóta jafn- ræðis: „Nafnverð íbúðarlána nýju bankanna nemur um 500 millj- örðum króna, eða sem nemur rúm- um 8% af lánasafni þeirra. Íbúða- lánasjóður kaupir íbúðalán bankanna með 20% afföllum af nýju bönkunum. Verðið sem nýju bank- arnir greiddu þeim gömlu fyrir íbúðalánin er ekki enn vitað en talað hefur verið um allt að 15% afföll frá nafnvirði. Það sem upp á vantar, 5%, væri hægt að fjármagna með afföllum annarra lána í nýju bönkunum. Íbúðalánasjóður rukkar síðan við- skiptavini sína um 80% af nafnverði lánanna.“ S&S AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Margir litir Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Kápa kr. 7500 kjóll kr. 6900 leggings kr. 2500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.