Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 EITT af verkefnum Seðlabanka Íslands er að viðhalda fjármála- stöðuleika og er því mikilvægt fyrir bank- ann að vita hversu mörg heimili og ein- staklingar eru líklegir til að eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum. Ef stór hópur fólks lenti í greiðsluerfiðleikum, gæti það leitt til mikils útlánataps bank- anna, ógnað þeim og þar með fjár- málastöðuleika. Í ljósi ofangreinds birti Seðlabankinn nýlega úttekt sem hann gerði á stöðu heimilanna, en bankinn hafði áður kvartað undan skorti á upplýsingum um tekju- og eignadreifingu. Á meðan Þjóðhagsstofnun var við lýði birti hún reglulega upplýsingar um dreifingu tekna, eigna og skulda og hefðu þær eflaust nýst Seðlabank- anum á seinustu árum. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu stofn- unina aftur á móti niður og féll það í hlut Hagstofunnar að birta ofan- greindar upplýsingar en Hagstofan heyrir undir forsætisráðherra. Vald- ið yfir Hagstofunni nýttu formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sér og stöðvuðu birtingu upplýsinga um tekju- og eignadreifingu. Við munum líklegast aldrei vita hvort um- ræddar upplýsingar hefðu nýst við að af- stýra þeirri kreppu sem við erum nú í. Hitt er ljóst að formenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks voru til- búnir til að auka hætt- una á fjármálakreppu til þess að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að vita hversu mikið þeir höfðu aukið ójöfnuð. Þessir flokkar hafa nú lýst því yfir að ekkert sé að stefnu þeirra og vilja þeir enn auka á ójöfnuðinn. Sjálf- stæðismenn með því að fella niður persónuafslátt og framsóknarmenn með því að eyða almannafé í að lækka skuldir þeirra auðugustu og tekjuhæstu, þ.e.a.s. þeirra sem höfðu mestan aðgang að lánsfé. Kostirnir í kosningum hafa sjaldan verið skýrari, bæði með tilliti til sið- ferðis og stefnu. Fjármálakreppan og ójöfnuður Guðmundur Örn Jónsson skrifar um jöfnuð í þjóðfélaginu Guðmundur Örn Jónsson » Formenn Sjálfstæð- is- og Framsókn- arflokks voru tilbúnir til að auka hættuna á fjármálakreppu. Höfundur er verkfræðingur og jafnaðarmaður. FORMAÐUR Sjálf- stæðisflokksins sagði í fjölmiðlum nýlega að óhugsandi væri að halda í íslensku krón- una í því opna alþjóð- lega fjármálaumhverfi sem hér ríkir. Gildis- taka EES-samningsins hafði m.a. í för með sér frjálst flæði fjármagns á milli Íslands og Evrópusambandsríkjanna. Samn- ingurinn færði því Íslendingum það opna alþjóðlega fjármálaumhverfi, sem forsætisráðherrann fyrrverandi talaði um. Það sem hann átti því við með ummælum sínum var að ís- lenska krónan væri ónothæfur gjald- miðill á meðan Íslendingar væru að- ilar að EES. Afstöðu formannsins má túlka á tvo vegu. Annað hvort að tekinn verði upp annar gjaldmiðill, vænt- anlega evra, eða EES- samningnum rift og horfið á ný til þess lok- aða hagkerfis sem hér ríkti fyrir 1994. Formaðurinn hefur oft sagt að upptaka evru sé óhugsandi án inn- göngu í Evrópusam- bandið. Komandi flokksþing sjálfstæð- ismanna þarf því að taka afstöðu til þess hvort gengið skuli í ESB og evra tekin upp sem gjaldmiðill, eða hvort rifta skuli EES-samningnum og hverfa til fyrri tíma. Hætt er við margir þing- fulltrúar hneigist til að velja seinni kostinn. Margir þeirra tilheyra þeim valdaklíkum sem þá stjórnuðu við- skiptalífinu og efnuðust í skjóli þeirr- ar einangrunar, sem þá ríkti í ís- lensku efnahagslífi. Á ráðstefnu á vegum Sambands ís- lenskra banka og verðbréfafyrir- tækja árið 2005 rómaði þáverandi forsætisráðherra einkavæðingu bankanna og sagði: „Ég tel víst að enginn vildi nú snúa aftur til þess tíma þegar fjármálastarfsemin laut pólitískum yfirráðum.“ Núna 4 árum síðar hefur frjálshyggjustefna Sjálf- stæðisflokksins leitt til þess að orð forsætisráðherrans fyrrverandi hafa snúist upp í andhverfu sína. Frjáls- hyggjufárið ásamt því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hefur nú hneppt komandi kynslóðir í ævar- andi skuldaánauð. Helmingaskipta- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks stóð fyrir einkavæðing- unni og í stað þess að tryggja að bankarnir lentu í höndum aðila sem kunna að reka banka voru þeir af- hentir einkavinum þessara flokka. Fyrirhyggjuleysi, græðgi og van- kunnátta þessara aðila leiddi síðar til gjaldþrots bankana m.a. vegna mik- illar erlendrar skuldsetningar þeirra. Í kjölfarið hrundi íslenskt efnahagslíf til grunna. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða leið verður valin til að endurreisa efnahagslífið. Verði ákveðið að halda í krónuna er ljóst að riftun EES samningsins og lokun hagkerfisins er óumflýjanleg. Það mun hafa í för með sér einangrun landsins og stór- fellda skerðingu á möguleikum landsmanna til athafna á alþjóðavett- vangi. Þau pólitísku yfirráð, sem fjármálastarfsemin lýtur núna, munu verða viðvarandi og sérhags- munaklíkur blómstra í skjóli þeirra. Því er nauðsynlegt að nú þegar verði gengið til viðræðna um aðild að Evr- ópusambandinu og upptöku evru. Um annan kost er ekki að ræða ætli Íslendingar að standa undir nafni, sem fullvalda þjóð í hópi evrópskra lýðræðisríkja á komandi tímum. Róbert Hlöðvers- son skrifar um aðild að Evrópu- sambandinu Róbert Hlöðversson » Verði ákveðið að halda í krónuna er ljóst að riftun EES- samningsins og lokun hagkerfisins er óumflýjanleg. Höfundur er sviðsstjóri. ESB-aðild eða riftun EES-samningsins? AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR DAGSKRÁ: • Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. • Kjör formanns, fjögurra stjórnarmanna og þriggja varamanna fer fram til eins og tveggja ára í stað þeirra er hætt hafa eða ljúka stjórnunarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. • Tillaga um umboð til handa stjórn Landssamtakanna Geðhjálpar að taka ákvörðun um mögulega úrsögn úr Öryrkjabandalagi Íslands. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í gegnum heimabanka á netinu, næsta banka, sparisjóði eða póst- húsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 135-26-11801, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík í síma 570 1700. Lög Geðhjálpar er m.a. að finna á vefsíðu félagsins: www.gedhjalp.is Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórn Geðhjálpar. Aðalfundur Geðhjálpar árið 2009 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardaginn 28. mars n.k. og hefst kl. 14:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.