Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 41
Menning 41FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Óhætt er að segja að biðin eftir
næstu breiðskífu Leaves sé búin að
vera löng bæði og ströng. Platan,
þriðja plata sveitarinnar, er búin að
vera í farvatninu í fjögur ár og er
núna loksins, loksins komin með út-
gáfudag. Platan kemur út 11. maí,
kallast We are Shadows og af þessu
gleðilega tilefni ætlar sveitin að gefa
titillagið, en hægt verður að hlaða
því niður af vef Rásar 2 í dag. Sveitin
spilar svo í Popplandi kl. 11.11. Síð-
asta plata Leaves, The Angela Test,
kom út 2005 og fór eiginlega fyrir
ofan garð og neðan hér á landi enda
sveitin þá með svo gott sem alla fæt-
ur erlendis. Í viðtali við blað þetta í
ársbyrjun 2007 hétu þeir félagar því
að næsta plata yrði þess vegna
kynnt fyrir landsmönnum í bak og
fyrir. Um það leyti kom út hið stór-
fenglega „Kingdom Come“ en svo
leið og beið, og leið og beið, og á
tímabili virtist alls óvíst með fram-
haldið.
Það er því gott að geta andað létt-
ar og „We are Shadows“ ber laga-
höfundi Leaves, Arnari Guðjónssyni,
fagurt vitni en um er að ræða
dramatíska ballöðu með ólgandi
undirtónum. Leaves spilar svo á Só-
dómu 15. apríl og stefnt er að frek-
ara tónleikahaldi í framhaldinu.
Loksins, loksins
Fólk
Tónlistarkonan Kira Kira hefur
verið á heljarinnar reisu und-
anfarna mánuði en í byrjun árs hélt
hún hátt í þrjátíu tónleika víðs-
vegar um Evrópu. Sýnileiki þessi
hefur nú heldur betur borgað sig en
búið er að bóka hana inn á hina
virtu Hróarskelduhátíð í sumar.
Í lok apríl heldur hún svo nokkra
tónleika í Wales og Englandi og er
hún reyndar bókuð um veröld víða
út þetta ár. Eftir tónleika hefur hún
svo mokað út plötu sinni, Our Map
to the Monster Olympics, sem
Smekkleysa gaf út í fyrra. Stað-
festa og einurð í listinni borgar sig
greinilega á endanum.
Kira Kira á Hróarskeldu
VEFSÍÐAN Dordingull.com var sett í loftið árið
1999 af Sigvalda Ástríðarsyni og fagnar því tíu
ára afmæli í ár. Síðan var sett upp með það að
markmiði að búa til nokkurs konar fréttaveitu
og samkomustað fyrir áhugasama rokkara og er
síðan afar vinsæl í þeim hópi. Að sögn Sigvalda
hóf fólk þegar að skiptast á skoðunum og tengj-
ast en mörg vináttuböndin hafa verið treyst í
gegnum vefinn auk þess sem ógrynni hljóm-
sveita hafa verið stofnaðar fyrir hans tilstuðlan.
Sigvaldi er að „sjálfsögðu“ launalaus eins og
hann orðar það og heldur vefnum úti af hreinni
hugsjón.
„Þessir tónleikar sem við höfum haldið hafa
dregið smávegis björg í bú. Það er rándýrt að
halda þessu úti, hýsingin er það dýr. Það þolir
enginn venjulegur vefþjónn umferðina þarna og
ég hýsi þetta í vél í Bandaríkjunum.“
Óbilandi trú Sigvalda á íslensku tónlistarlífi
keyrir hann áfram og segist hann sjá fram á
mjög öflugt tónleikaár í ár, sérstaklega séu
yngri sveitir óðar í að spila sem allra mest.
„Starfsemin er síðan margháttaðri, ég hjálpa
fólki við hönnun á diskum, vefsíðum og slíku.
Framundan er svo að koma í gang „pod-casti“ og
vefvarpi.“ Afmælinu verður að sjálfsögðu fagn-
að með tónleikum, og það tvennum. Þeir fyrri
fara fram í Hellinum, TÞM, í kvöld en þar koma
DYS, Andlát, Changer, Beneath og Logn fram.
Þeir síðari fara fram á Sódóma Reykjavík á
morgun en þá spila Brain Police, Skítur, In Siren
og Gordon Riots. arnart@mbl.is
Óbilandi trú er drifkrafturinn
Maðurinn Sigvaldi Ástríðarson, stílfærður og
snyrtur. Síðan hans, Dordingull.com, er tíu ára.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Þetta hús er náttúrulegageðveikt. Og það er svogaman að taka þekktmannvirki í Reykjavík og
breyta því – bjóða áhorfandanum í
eitthvert rými sem hann þekkir,
en samt þannig að það sé búið að
umturna því,“ segir Unnur Gísla-
dóttir, framkvæmdastýra Stúd-
entadansflokksins, sem gengur nú
undir nafninu Spiral-dansflokk-
urinn. Í kvöld frumsýnir flokk-
urinn nýstárlegt dansverk, The
Opening, og er það sýnt á afar
óvenjulegum stað, nefnilega í
Sundhöll Reykjavíkur. „Þetta er
dansleikhúsverk sem byggist á
svokallaðri dansgöngu. Þannig að
áhorfandinn kemur inn í rýmið, og
það er algjörlega búið að umbylta
Sundhöllinni. Þetta á nefnilega að
gerast árið 1937, þegar Sundhöllin
var opnuð,“ segir Unnur, en verk-
ið er eftir Bretann Andreas Con-
stantinou sem stýrt hefur starfi
dansflokksins síðastliðið starfsár.
Allir eiga tilkall
Að sögn Unnar er verkið byggt
upp á andstæðum, svo sem skugg-
um og birtu og hrotta og gleði. „Á
neðri hæðinni er geðsjúkrahús og
uppi er borgaralegt fjör, ef svo má
segja. Áhorfandinn kemur inn og
gengur í gegnum verkið. Hann
getur valið um að sjá það í heild
sinni, gengið í gegnum báða klef-
ana og sundlaugina sjálfa, eða þá
að hann getur fylgt einum leikara
eða einum söguþræði. Þannig að
það er margt að gerast á sama
tíma á mismunandi stöðum í hús-
inu. Maður getur verið niðri með
geðsjúkling hlæjandi framan í
mann, og um leið heyrt hlátur frá
borgarafólkinu að ofan. En svo er
svona „grand finale“ í sundlaug-
inni sjálfri í lokin, þá dansa allir
leikararnir þar,“ útskýrir Unnur.
Þótt verkið sé eftir Constant-
inou segir Unnur að þeir sem eru
í flokknum eigi stóran þátt í að
móta það. „Sjálf leik ég til dæmis
hafmeyju, Andreas gefur mér
bara ákveðna hvatningu og ég sem
svo minn part. Okkur finnst þetta
mikilvægt, að allir sem eru í hópn-
um eigi eitthvert tilkall til verks-
ins. Við búum þetta öll til, þótt
verkið sé eftir hann,“ segir Unnur
að lokum.
Geðsjúkrahús í Sundhöllinni
Spiral-dansflokkurinn frumsýnir The
Opening í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Geggjun Neðri hæð Sundhallarinnar verður breytt í geðsjúkrahús í kvöld.
The Opening verður frumsýnt í
Sundhöll Reykjavíkur í kvöld og
verður svo sýnt aftur á sunnu-
dagskvöld. Báðar sýningar hefjast
kl. 20.30. Miðaverð er 1.800 kr. og
miðasala fer fram á midi.is.
Án hvers geturðu ekki verið?
Esprosso-bollinn á morgnana er alveg lífsnauðsyn.
Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu?
Við Espresso-vélina og uppvaskið. Annars er ég
mest í verkstjórn.
Ætlar þú ekki pottþétt að sjá Þrettándakvöld í
Þjóðleikhúsinu? (spyr síðasti aðalsmaður, Vigdís
Másdóttir leikkona)
Já, ætli það ekki … annars verð ég ekki viðræðu-
hæfur í næstu fermingarveislu.
Hversu pólitískur ertu, á skalanum frá 1-10?
Ég er voðalega pólitískur inni í mér, alveg 7,5 en ég
er ekki flokkspólitískur.
Hvernig myndir þú vilja deyja?
Skyndilega, án tafar og skýringarlaust … rétt eins
og þegar maður kemur í heiminn.
Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari?
Hvar á maður byrja … skapið á knattspyrnuvell-
inum sem dæmi. Ég hef þegar tekið stór skref
fram á við.
Hvaða þekkti Íslendingur fer mest í taugarnar á
þér?
Björn Hlynur og Sveppi. Þeir eru svo miklu betri
en ég í fótbolta.
Með hvorum myndirðu deila sjeik, Megasi eða
Karli Sigurbjörnssyni biskupi?
Megasi, ég held að hann hafi ekki smekk fyrir sjeik
svo ég fengi sennilega meira fyrir vikið.
Hvaða land hefur þig langað til að heimsækja?
Hvergiland með Gretti syni mínum
Er gaman að festast í Sædýrasafni?
Já, svona svipuð innlokunarkennd og að búa á Ís-
landi um þessar mundir.
Kanntu þjóðsönginn?
Já, já, Guð og blóm.
Besta bókin?
Útlendingurinn eftir Camus.
Í hvaða stelpu varstu fyrst skotinn?
Anita úr Abba var held ég sú fyrsta eða var það
hin, ég man það ekki.
Ef þú værir neyddur til þess, gætirðu útskýrt ís-
lenska bankahrunið?
Já, algjörlega, ég er með námskeið í hverri
viku á kaffistofu leikara.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Fortíðin er sorgleg, nútíminn ótryggur –
Guði sé lof að við eigum enga framtíð. Er
þetta Ísland í dag?
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER VALUR FREYR EINARSSON LEIKARI. HANN LEIKUR ÞESSA DAGANA Í SÆDÝRASAFNINU Í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU, VERKI UM TVÆR FJÖLSKYLDUR SEM DVELJAST VIÐ UNDARLEGAR AÐSTÆÐUR Á SÆDÝRASAFNI.
VALUR FREYR EINARSSON