Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 20

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 20
20 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Lítill drengur ljós og fagur Með börnum og barna börnum Á Bali Með Guðjóni Einarssyni, fréttamanni, og Bryndísi, á Bali síðsumars 2007. Stúdent Nýstúdentinn, Jónas Margeir, á milli stoltra foreldra 2007. Leiktjaldasmiðurinn Ásamt Malínu Örlygsdóttur, búningahönnuði, við líkan af sviði, sem ég hannaði og notað var við uppsetningu Herranætur á Betlaraóperunni í Þjóðleikhúsinu 1968. Ingólfur Margeirsson, sagnfræðingur,fjölmiðlamaður og rithöfundur, fæddist íReykjavík 4. maí 1948. Eftir stúdentspróf frá MR 1969 nam hann leiklistar- og kvikmyndafræði, heimspeki og sálfræði í Stokkhólmsháskóla. Samhliða námi var Ingólfur kennari í Svíþjóð, en fluttist til Osló 1975 þar sem hann var blaða- maður um þriggja ára skeið eða þar til hann tók við ritstjórn Sunnudagsblaðs Þjóðviljans. Ingólfur hefur einnig verið ritstjóri Helgarpósts- ins, Alþýðublaðsins og Vesturbæjarblaðsins, sem hann stofnaði, handritshöfundur fyrir útvarp og sjónvarp, kvikmyndagagnrýnandi og blaða- teiknari. Hann hefur skrifað 14 bækur, aðallega ævisögur, og var ein þeirra, Lífsjátning - ævisaga Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1983. Hann kvæntist Jóhönnu Jónasdóttur heimilis- lækni árið 1989 og eiga þau einn son, Jónas, en Ingólfur átti fyrir Lilju og Daníel með Tone Myklebost, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í kjölfar heilablóðfalls 2001 skrifaði Ingólfur bókina Afmörkuð stund um veikindi sín og aðlög- un að nýjum veruleika. Hann lauk BA-prófi í sagn- fræði 2006 og leggur nú stund á mastersnám. Á vef hans ingo.is kemur fram að ein uppáhaldstil- vitnun hans er kínverskt spakmæli: „Heilbrigður maður á sér margar óskir - sjúkur aðeins eina.” Ingólfur Margeirsson Stoltir foreldrar Í Noregi Ásamt Tone, minni fyrrverandi, og Lilju, dóttur okkar, í Slottsparken í Osló. Á Kúbu Við Góa, konan mín, við hús Hemingways á Kúbu sumarið 2005. Góður dagur með Daníel Uppábúin ungmenni Með skólasystur minni, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, á menntaskólaárunum. Rithöfundurinn og viðfangsefnið Við María Guðmunds- dóttir áritum bókina María í desember 1995. Virðulegir vinir Með heimilishundinum Óliver. Barnastúss Skipt um bleiu á Jónasi Margeiri, 1988. Átómistarnir Menningarklúbburinn Átómistarnir þegar við útskrifuðumst sem stúdentar frá MR vorið 1969. F.v. Þorvald- ur Gunnlaugsson, Sigurður Guðmundsson, Þórarinn Eldjárn, Tryggvi Ívarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson og ég. Gamlir félagar Hláturkast með þjáningarbróðurnum, Árna Þórarins- syni, rithöfundi, í Barcelona 2006. Háskólaárin Sungið og leikið í stúdentapartíi á hinum glöðu háskólaárum í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.