Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 41

Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 8 7 9 2 4 8 4 7 6 4 1 2 5 6 3 4 6 2 7 6 8 2 5 2 8 5 3 3 4 5 1 9 3 5 4 8 7 1 5 2 4 6 1 5 7 2 9 7 6 5 1 3 8 3 2 2 1 7 3 4 8 9 6 9 3 5 9 1 3 7 1 5 3 7 6 2 4 9 8 2 9 8 4 5 3 1 6 7 6 7 4 1 8 9 2 5 3 7 4 1 5 9 8 6 3 2 8 6 9 2 3 7 5 1 4 3 2 5 6 1 4 8 7 9 5 8 7 3 4 6 9 2 1 9 3 6 8 2 1 7 4 5 4 1 2 9 7 5 3 8 6 1 3 2 5 4 6 9 8 7 8 7 6 9 2 1 4 5 3 9 4 5 7 8 3 2 1 6 2 6 8 3 1 5 7 4 9 7 1 9 4 6 8 5 3 2 3 5 4 2 9 7 8 6 1 4 8 3 1 7 2 6 9 5 6 2 1 8 5 9 3 7 4 5 9 7 6 3 4 1 2 8 3 1 2 6 8 9 5 7 4 7 6 4 5 2 1 3 8 9 8 5 9 3 7 4 1 6 2 5 7 1 9 4 6 2 3 8 2 9 8 7 5 3 4 1 6 6 4 3 2 1 8 9 5 7 1 3 6 8 9 2 7 4 5 9 8 5 4 3 7 6 2 1 4 2 7 1 6 5 8 9 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 26. apríl, 116. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Víkverji fór í verslun á dögunumtil að kaupa sér ruslafötu. „Hér erum við með eina sem kostar 36.000 krónur,“ sagði afgreiðslukon- an og dró fram ógurlega fínan hlut sem minnti fremur á skúlptúr en ruslafötu. Víkverja setti hljóðan ör- stutta stund en sagði svo: „Þetta er heldur dýrt.“ Afgreiðslukonan horfði á Víkverja umburðarlyndum augum og sagði: „Já, en þetta er líka lífstíðareign.“ Víkverji hafði ekki hugsað sér að hafa ruslafötuna til sýnis á áberandi stað á heimilinu heldur hugðist hann fela hana fyrir fránum augum gesta. Það skipti hann þess vegna litlu máli hvernig ruslafatan liti út. Hann gat ekki hugsað sér að eyða 36.000 krónum í hlut sem enginn sæi. Hann gekk því út úr búðinni. x x x Næst lá leiðin í versluninaBrynju á Laugaveginum. „Eigið þið fallega ruslafötu?“ spurði Víkverji afgreiðslumennina. Það var eins og Víkverji hefði sagt vel heppnaðan brandara því af- greiðslumennirnir hlógu ógurlega og skelltu sér jafnvel á lær. „Falleg ruslafata! Falleg ruslafata!“ stundu þeir upp milli þess sem þeir ráku upp hláturrokur. Það lá við að Vík- verji móðgaðist en svo áttaði hann sig á því að hann var að tala við praktíska menn sem hafa mjög jarðbundið viðhorf þegar kemur að brúkun á hinum göfuga hlut rusla- fötunni. Víkverji gekk út frá hinum kátu afgreiðslumönnum með fremur snotra ruslafötu sem kostaði 3.800 krónur. x x x Víkverji fór í kosningapróf ámbl.is., svaraði þar spurn- ingum um hin ýmsu þjóðfélagsmál og beið með eftirvæntingu eftir því að fá skilgreiningu á sjálfum sér. Víkverji reyndist vera 76 prósent samfylkingarmaður, 76 prósent sjálfstæðismaður og 76 prósent framsóknarmaður. Á kjördag, eftir þó nokkrar vangaveltur, var það sannfæring Víkverja í Evrópu- málum sem réð því að lokum hvar atkvæðið lenti. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sigrar, 4 hug- hreysta, 7 lykkju, 8 dyl- ur, 9 stjórnarumdæmi, 11 skrifaði, 13 mynni, 14 trylltar, 15 mas, 17 óskert, 20 ambátt, 22 bleyða, 23 ilmur, 24 get- ur gert, 25 rýja. Lóðrétt | 1 kroppur, 2 farsæld, 3 blóma, 4 fjöt- ur, 5 málms, 6 nytjalönd, 10 móðir, 12 verkfæri, 13 gruna, 15 ríki dauðra, 16 bylgjan, 18 ládeyðu, 19 áma, 20 skordýr, 21 tarfur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sveimhugi, 8 lítil, 9 megna, 10 uml, 11 tírur, 13 apaði, 15 skegg, 18 sláni, 21 Rán, 22 ruggu, 23 aflar, 24 handlanga. Lóðrétt: 2 vitur, 3 illur, 4 hamla, 5 gagna, 6 flot, 7 hali, 12 ugg, 14 pól, 15 særa, 16 eigra, 17 grund, 18 snaga, 19 áflog, 20 iðra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 0-0 9. Be2 b6 10. 0-0 Bb7 11. d5 Bxc3 12. Bc4 Bg7 13. Bb2 Dc8 14. Bxg7 Kxg7 15. Dd2 Ba6 16. Hfc1 Hd8 17. Hb3 Rd7 18. e5 Rf8 19. Bxa6 Dxa6 20. Rg5 Da4 21. Hf3 f6 22. Hf4 Dd7 23. Dc3 Dxd5 24. exf6+ exf6 25. Dxf6+ Kg8 26. h4 Hd6 27. Re4 Hc6 28. De7 De6 29. Db7 Hac8 30. Rg5 Dxa2 31. Hf7 Re6 32. Hxh7 Hf8 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir nokkru í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Bandaríski stórmeist- arinn Yuri Shulman (2.639) hafði hvítt gegn enska kollega sínum Stuart Con- quest (2.531). 33. Hh8+! og svartur gafst upp enda mát eftir 33. …Kxh8 34. Dh7#. Hvítur á leik og mátar í tveim. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Andartak! Norður ♠D1095 ♥42 ♦Á10942 ♣K5 Vestur Austur ♠K742 ♠ÁG6 ♥975 ♥K1086 ♦6 ♦G873 ♣DG1097 ♣83 Suður ♠83 ♥ÁDG3 ♦KD5 ♣Á642 Suður spilar 3G. Sagnir eru hversdagslegar: gran- dopnun í suður, Stayman 2♣ á móti, hjartasvar og stökk í 3G. Laufdrottning út. Spilið er skothelt ef tígullinn skilar sér upp á fimm slagi og ekki vonlaust þótt austur sé með gosann fjórða. En það er nauðsynlegt að nýta samganginn vel. Fyrsti slagurinn er tekinn heima og tígullinn kannaður með kóng og drottn- ingu. Þegar vestur hendir spaða í ♦D verður að slá hratt á puttana á makker áður en hann dregur til sín tígulhund úr borði. „Andartak, makker minn – ég þarf að hugsa málið.“ En ekki lengi: ♦D er yfirdrepin með ás, innkoman notuð til að svína í hjarta og austri síðan gefinn slagur á ♦G. Innkoma blinds á ♣K nýt- ist loks til að taka tvo slagi tígul og svína aftur í hjarta. Níu slagir: þrír á hjarta, fjórir á tígul og ♣Á-K. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hrúturinn hefur margt til þess að gleðjast yfir. Leitaðu að fegurðinni í lífinu því fagurt umhverfi er raunveruleg heilsu- bót. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert dularfull persóna sem dregst að hinu óvenjulega. Samskiptahæfileikar þínir eru með besta móti og fólki finnst þú hafa góðan húmor. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú lætur þig dreyma glæsta fram- tíðardrauma. Upp á síðkastið hafa tvíburar notið sömu leiðsagnar aftur og aftur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að leggja þig allan fram til þess að ná þeim upplýsingum sem þarf svo þú getir ótrauður haldið áfram starfi þínu. Nú er tími til að gera það sem þig hefur lengi langað til. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hafnaðu ekki heimboði nema þú hafir til þess góðar og gildar ástæður. Gefðu þér tíma til að bæta úr áður en lengra er hald- ið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vinir þínir og maki eru þér mik- ilvægari í dag en alla jafna. Viðkomandi persóna virðist of góð til að vera sönn í þín- um huga. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hugsanlegt er að þú sjáir nýjar leiðir til þess að fá leyfi, aðstöðu, stuðning, fé eða tæki til þess að sinna vinnunni þinni. Láttu ekki mótbyrinn fara í taugarnar á þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú verður þú að bretta upp ermarnar og ganga í þau verk, sem þú hef- ur látið sitja á hakanum. Láttu einskis ófreistað til þess að halda þínum hlut. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það orð liggur á þér að þú ryðj- ist áfram af lítilli fyrirhyggju. Ef þú hugsar eins og sigurvegari berð þú sigur úr být- um. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Margir taka fjölskyldum sínum sem sjálfgefnum hlut. Mundu að mann- gæskan er öllu æðri. Hleyptu engum að þér fyrr en þú veist að þeir séu traustsins verðir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er ákaflega leiðinlegt þegar gamall vinur er í sífellu að segja þér hvern- ig þú eigir að haga lífi þínu. Snertu þó ekki sparifé þitt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst þú þurfa að gera eitthvað en getur ekki nákvæmlega fest fingur á því hvað það er. Treystu lærdómsferlinu. Gættu þess þó að þú gangir ekki of nærri sjálfum þér í þeim efnum. Stjörnuspá 26. apríl 1839 Kvæðið Íslands minni (Þið þekkið fold …) eftir Jónas Hallgrímsson var frumflutt í samsæti til heiðurs Þorgeiri Guðmundssyni í Kaupmanna- höfn. 26. apríl 1906 Tvö skip, Anna Sophia frá Ísa- firði og Kristján frá Stykkis- hólmi, fórust í óveðri og með þeim tuttugu menn. 26. apríl 1944 Gamall öskuhaugur kom í ljós þegar verið var að grafa fyrir húsi við Tjarnargötu í Reykja- vík. Þar fundust bein úr svín- um, geirfugli og fleiri dýrum. Jafnvel var talið að þetta hafi verið öskuhaugur Ingólfs Arn- arsonar. 26. apríl 1966 Akraborg kom í síðasta sinn til Borgarness. Þá hafði áætlunar- ferðum með skipum milli Reykjavíkur og Borgarness verið haldið uppi í hálfan átt- unda áratug. 26. apríl 1979 Ríkisstjórnin samþykkti að heimila umtalsverðar hækk- anir á opinberri þjónustu. Áburður hækkaði um 52%, raf- magn um 30%, heitt vatn um 20-30%, fargjöld strætisvagna um 25% og sement um 23%. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Áttræður er í dag Ögmundur Pétursson frá Malarrifi. Í til- efni dagsins verða Ögmundur og Kristín kona hans með kaffi á könnunni á heim- ili sínu í Hraunbæ 166 í Reykjavík. 80 ára „Ég tek þessu rólega og fer út úr bænum með eig- inkonu minni, börnum og barnabörnum og hef það náðugt í sumarhúsi,“ segir Jón Gröndal kennari, sem fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Ekki ætti að væsa um hann í sveitinni, en þau hjónin eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Hann býst frekar við því að tilstandið verði meira á næsta ári, þegar Dórót- hea Emilsdóttir konan hans á sitt stórafmæli. Jón segir líka ástæðulaust að reyna að toppa fimm- tugsafmælið, þegar haldin var heljarmikil veisla í Grindavík, þar sem hann bjó í rúm þrjátíu ár. Jón byrjaði fyrst að kenna fyrir um fjörutíu ár- um. Hann segir margt breytt í skólastarfinu frá þeim tíma. „Þá voru skólar tvísetnir og ekki þótti tiltökumál að kenna 46 kennslustundir á viku. Það voru mikil viðbrigði þegar farið var að einsetja skólana. Núna er ég með nítján tíma kennsluskyldu á viku!“ Hann sinnir nú sérkennslu í Ölduselsskóla. Jón sat í átta ár í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir Alþýðuflokkinn og var um tíma með vinsælan útvarpsþátt á Rás 2, Tónlistarkrossgátuna. Þá er hann Lions-maður og fyrrverandi fjöl- umdæmisstjóri Lions á Íslandi. „Það hefur farið ómældur tími í að sinna því verkefni,“ segir Jón. onundur@mbl.is Jón Gröndal kennari er sextugur í dag Í bústað með fjölskyldunni Nýirborgarar Reykjavík Rögnvaldur Már fæddist 28. febrúar kl. 11.07. Hann vó 3.865 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Gunn- hildur Rögnvaldsdóttir og Logi Már Sveinarsson. Reykjavík Elvar Snær fæddist 8. apríl kl. 22.48. Hann vó 3.910 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Bryndís Óðins- dóttir og Arnar Bjarki Kristinsson. Reykjavík Svanborgu Þórisdóttur Valen og Stef- áni Páli Jónssyni fæddist sonur 20. mars kl. 0.14. Hann vó 2.960 g og var 51 cm langur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.