Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
KYNNINGAR-
DAGAR
24. apríl - 2. maí
15% AFSLÁTTUR
Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • Sími 562 2862
Stærðir 42-54
andamál
land hefur skorið sig úr öðrum Norð-
urlöndum þar sem hlutfall
atvinnuleysis hefur verið hátt hjá
innflytjendum. Hér hafa allir fengið
vinnu. Nú verður áhugavert að sjá
hvernig málin þróast hjá okkur.“
Edda segir að það hafi komið sér á
óvart hversu fáir hafi í raun áhuga á
málefnum innflytjenda. „Það hefur
ekki verið mikil umræða um innflytj-
endur á síðustu mánuðum. Við höfum
í mesta lagi fengið öðru hverju upp-
lýsingar um stöðuna hvað varðar at-
vinnuleysi,“ segir Edda og ítrekar að
málefni flóttamanna megi ekki verða
útundan.
„Ríkið er búið að ákveða að taka
árlega á móti hópi flóttamanna. Frá
árinu 2005 er búið að taka á móti 90
manna hópi, sem er búsettur hérna á
höfuðborgarsvæðinu. Í þessum hópi
eru um 60 börn. Athyglisvert er að
það hefur enginn fagaðili sett sig sér-
staklega inn í hvað það er að vera
flóttamannabarn á Íslandi. Börnin
koma vissulega hingað í öryggi og
verndað umhverfi en það eru ýmis
sértæk vandamál sem þessir ein-
staklingar þurfa að takast á við,“ seg-
ir Edda sem vill að Íslendingar nýti
sér þekkingu Norðurlandanna.
Þurfum ekki að
finna upp hjólið
„Við þurfum að ná okkur í þekk-
ingu. Þar virðumst við ætla að finna
upp hjólið í stað þess að notfæra okk-
ur reynslu hinna Norðurlandanna,
sem eru búin að taka á móti þús-
undum flóttamanna. Mér finnst það
vera norrænt samstarf í hnotskurn
að deila reynslu og þekkingu,“ segir
Edda sem er nýkomin frá Dan-
mörku, þar sem hún er í námi sam-
hliða vinnu sinni hér.
„Þar hitti ég margt fagfólk, sem er
að finna með flóttamenn. Danir eru
komnir miklu lengra en við, til dæmis
hvað varðar heilsu flóttamanna.
að halda voru þeir velkomnir en svo
þegar veislan er búin heldur fólk að
þeir fari bara heim. Margir eru hins-
vegar búnir að koma sér fyrir hérna,
þeir eru búnir að kaupa íbúð og börn-
in þeirra eru í skóla.“
Ísland hefur skorið sig úr
Hún segir hættu á því að fordómar
magnist í núverandi umhverfi. „Núna
er jarðvegurinn viðkvæmur fyrir því
að það komi upp fordómar. Við verð-
um að gæta okkur á því. Þegar at-
vinnan var næg var oft sagt, bíðið
bara þangað til það kemur atvinnu-
leysi, þá fer eitthvað að gerast. Ís-
‘‘VIÐHORFIÐ HÉR HEFURVERIÐ ÞAÐ AÐ INN-FLYTJENDUR SÉU EIN-HVERS KONAR VARA-
VINNUAFL. ÞEGAR VIÐ
ÞURFTUM Á ÞEIM AÐ
HALDA VORU ÞEIR VEL-
KOMNIR EN SVO ÞEGAR
VEISLAN ER BÚIN HELD-
UR FÓLK AÐ ÞEIR FARI
BARA HEIM.
Þetta er þáttur sem á eftir að fá
meira vægi í framtíðinni,“ segir hún
og bendir á að eitt námskeið í nýja
innflytjendanáminu tengist einmitt
þessum heilsuþætti.
Edda segir að allt fagfólk sem fæst
við málefni innflytjenda þurfi að
hugsa um þetta samband sitt við fólk
frá öðru menningarsvæði. „Hvað
gerist í þessu sambandi? Þetta eru
áhugaverðar áskoranir sem við þurf-
um að takast á við, ekki vandamál.“
Völundarhús Margir vinna að innflytjendamálum,
en á einangruðu sviði. Yfirsýn eða tengingu við
heildina hefur vantað.