Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTEINN HAFÞÓR HREINSSON vélfræðingur, Skeljatanga 42, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ásgerður Pálsdóttir, Páll Þórólfsson, Katrín Rós Gunnarsdóttir, Elísabet Inga Marteinsdóttir, Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Margrét Vala Marteinsdóttir, Hjalti Rafn Gunnarsson, Þórhildur Dana Marteinsdóttir, Aron Dagur Pálsson, Gunnar Hrafn Pálsson, Gyða Stefanía Halldórsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA DÓRA HARÐARDÓTTIR, Austurbergi 6, sem lést sunnudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13.00. Hjörleifur Einarsson, Marta Jónsdóttir, Marta Ríkey Hjörleifsdóttir, Bragi Jónsson, Sigurveig Hjörleifsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 21. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 15.00. Aðalbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Ágústa Gunnarsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Þórlaug Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigríður Guðný Sverrisdóttir, Helga Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ég minnist Gísla Þórs, systursonar míns, sem lítils drengs. Dagurinn, sem þú fæddist, er mér ljóslifandi. Ég var í unglingavinnunni í Heið- mörk að gróðursetja tré. Þótt það væri mitt sumar var norðanátt og kalt, þannig að við Björg vinkona mín fundum það góða ráð að grafa okkur í skarnhauginn til að halda á okkur hita. Þrátt fyrir að vera mol- dugar upp fyrir haus og illa lyktandi eftir veruna í haugnum, hindraði það okkur ekki í að fara beint á Fæðingarheimilið í heimsókn eftir vinnu. Þú varst svo stór og mynd- arlegur og mamma þín og pabbi sýndu þig með svo miklu stolti og hamingju. Það var svo ótrúlega gaman að eignast lítinn frænda og vera móðursystir. Ég passaði þig mikið og fylgdist með hverju spori þínu öll bernskuárin. Þær voru ófá- ar stundirnar sem við teiknuðum saman, hlustuðum á Kardemom- mubæinn og lásum bækur. Þú varst strax svo kraftmikill, uppátektar- samur prakkari. Ég man eftir þér í fallegum útprjónuðum peysum með þykkt, liðað, ljóst hárið, brúnn og skítugur í framan með hlæjandi augun. Viðskiptavitið kom strax. Fjög- urra ára sast þú með pappakassa á horninu fyrir framan Barmahlíð 9 og seldir sælgæti í pokum. Þú varst svo mikill kaupmaður að börnin í götunni grétu ef sælgætið hjá þér seldist upp, þó svo að sama gottið fengist á horninu á móti fyrir miklu minni pening. Það var alltaf her af prökkurum í kringum þig. Hvernig var þegar þú í gagnfræðaskóla bauðst til að koma með veitingar á foreldrakvöld og lagðir á borð glæsilega rjómatertu, fagurlega skreytta jarðarberjum? Fólk tróðst til að ná sneið, en þegar var farið að skera af henni varð alls- herjar hlátur í salnum. Kakan var fyllt með soðinni ýsu, lifrarkæfu og ýmsum innmat. Þú varst alltaf með „fyrirtæki“ af ýmsum gerðum, enda sagðistu strax sem lítill strákur ætla til Ameríku og verða ríkur „business“-maður. Ég man eftir páskum sem þú komst í heimsókn til okkar Þórarins í Sví- þjóð þegar þú varst 15 ára. Þá sner- ist allt um að finna diskóljós og diskókúlur, sem áttu að verða uppi- staðan í einu stórfyrirtækinu þínu. Þú hafðir lag á að virkja alla með. Pabbi þinn og Þórarinn þræddu með þér öll fyrirtæki í Stokkhólmi sem seldu diskóljós. Okkur mömmu þinni fannst ekkert áhugaverðara þá páskana, en hinar ýmsu gerðir diskóljósa. En fyrirtækin áttu bara eftir að verða fleiri og stærri. Þó svo að samverustundirnar yrðu færri með árunum, þar sem við bjuggum árum saman sitt í hvorri heimsálfunni, var alltaf svo hressandi að hitta þig. Ég gladdist svo yfir að þú eignaðist góða, kraft- mikla konu og yndisleg börn sem ég veit að voru þér mest virði af öllu. Alla tíð varstu stolt foreldra þinna, Rósu og Reynis, sem alltaf studdu þig í einu öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst fyrir- mynd systkina þinna. Ingibjörg systir þín og Óli, bestu vinir ykkar Önnu þar að auki. Þín er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Bryndís frænka. Faðmurinn var stór, handtakið þétt og kímni í blikinu í augunum. Þannig minnumst við vinar okkar og frænda Gísla Þórs. Ég minnist endalausrar orku Gísli Þór Reynisson ✝ Gísli Þór Reyn-isson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1965. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 12. apríl sl. Útför Gísla Þórs fór fram 22. apríl sl. frá Grafarvogskirkju. Meira: mbl.is/minningar enda fóru heilu jóla- boðin í að hafa hemil á stráksa en á fullorð- insárum nýttist þessi kraftur í annað eins og við þekkjum. Ég minnist sund- ferðanna okkar í El- liðavatni þegar við vorum í summó hjá ömmu og afa þegar við fleygðum okkur ægilega djarfir í ískalt vatnið þar sem við misstum andann. Ég minnist þess þegar ég var um tvítugt og Gísli bauð mér í flugferð í tveggja sæta rellu sem hann stýrði, nýkominn með flugmannspróf, og steypti vél- inni hvað eftir annað til að hrella frænda sinn. Svo hló hann trölls- legum hlátri þegar ég var hvítur í framan af skelfingu. Ég minnist þess hversu vænt mér þótti um er Gísli og Anna fluttu heim eftir langa fjarveru í útlöndum að hann hringdi í mig til að end- urnýja frændskapinn. Við hjónin minnumst ánægju- legra stunda við veiðar, að njóta góðra veiga og að hlýða á einlægni og húmor í frásögnum hans. Við minnumst ógleymanlegrar siglingar á Bospórussundi þegar við hittumst af tilviljun í Tyrklandi og eyddum deginum saman. Ég minnist þess að hafa látið undan sannfæringarkraftinum í Gísla þegar hann fékk mig til að syngja „Just a gigolo“ í karókí á Strikinu í Kaupmannahöfn í frá- bærri helgarferð. Það hefði engum tekist nema honum. Við hjónin minnumst góðs drengs með stórt hjarta og biðjum góðan Guð að blessa minninu hans. Önnu Möggu, Önnu Fríðu, Gabrí- el, Benna og Kötu, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Haukur Víðisson, Unnur Magnúsdóttir. Elsku Gísli okkar kvaddi í nótt. Þegar þessi skilaboð bárust okkur að morgni páskadags, þess dags þegar við minnumst upprisunnar og hins eilífa lífs, dró fyrir sólu í hjört- um okkar í fjölskyldunni. Vissulega hafði Gísli verið mikið veikur en ein- hvern veginn trúðum við að hann, þessi kraftmikli og glaðværi maður, hefði orku til að hrista svona lagað af sér. En enginn ræður sínum næt- urstað. Gísli sýndi strax í æsku óhemju kraft, dugnað og orku til allra hluta og vilja til að láta hlutina ganga strax fyrir sig. Snemma beygðist krókurinn, hann var ekki gamall þegar hann vildi fá að vera innan- búðar og selja vörur hjá okkur og þurfti þá stundum að bremsa hann af því vinnugleðin var mikil. Viljinn, krafturinn og glæsilegur námsár- angur dró hann til starfa á erlendri grund og haslaði hann sér völl í Evrópu en núna seinni árin höfum við einnig fengið að njóta krafta hans hér á Íslandi. Það sem okkur er minnisstæðast í fari Gísla er geislandi lífskraftur og létt lundar- far. Hann var alltaf kátur, jákvæður og mikill persónuleiki og lét mikið að sér kveða á sínum vettvangi. Við fjölskyldan þökkum honum samfylgdina um leið og við vottum konu hans og börnum og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Víðir Þorgrímsson og fjölskylda. „Við hittumst í „lunch“!“ Svo var hann þotinn að rækta sínar lendur. Gísli Reynisson var alltaf með eitt- hvað á prjónunum. Ég hitti hann fyrst í Ríga á síðustu öld þegar ég var þar starfa minna vegna. Þá leit hann út fyrir að vera eldri en tvæ- vetur, sem var kostur á þeim tíma, og sýslaði í alls konar viðskiptatæki- færum. Út um allar trissur! Áttaði mig fljótt á því að það var aldrei logn nálægt þessum manni. Hann bókstaflega þaut áfram og oft og tíðum áttaði maður sig alls ekki á því hvað hann var að fara fyrr en löngu seinna. Hann sýndi mér einu sinni haug af gömlum, slitnum verk- smiðjubyggingum hvar nú stendur glæsilegur iðngarður með alls konar starfsemi. Ég á vini sem standa þar í rekstri og gengur vel. Þá talaði hann um húsaþyrpingu við flugvöll- inn og seinna átti ég eftir að leigja skrifstofu þar. Öll þjónusta til fyr- irmyndar. Súkkulaði og tertur urðu líka líf hans og yndi á þessum stað. Sam- lokur líka. Svo þegar garðurinn var fullræktaður þá stækkaði hann garðinn eða fann nýjan. Ef hann komst ekki nógu fljótt á milli þá fékk hann sér bara eigin samgöngu- tæki til að leysa það mál og bjó til viðskipti í leiðinni. Gísli hafði líka næmt auga fyrir fegurð. Hann komst yfir íbúð í mið- bænum sem var stórkostleg, öll gerð upp á sama máta og hún var um aldamótin 1900. Hrein unun að koma þar inn. Hann kláraði sín verkefni sem aðalræðismaður Ís- lands fljótt og vel. Hafði gott orð á sér á þeim bæ. Þá reyndist hann mér afskaplega vel í því sem að mér og mínum sneri. Í Lettlandi var hann ekkert að trana sér fram. Þar hefur hann afar fært starfsfólk. Til þess var tekið hvað þau voru stolt af því að vinna með honum í að gera Lettland betra. Vissulega er hans sárt saknað og hann fór allt of fljótt í næstu ferð en það er engum blöðum um það að fletta að hann lifði lífinu og mörg meðallíf á þessari jörð. Gísli er og verður mjög minn- isstæður samferðamaður. Lærði margt af honum. Meira en ég hélt. Votta börnum hans, konu og ætt- ingjum innilegustu samúð. Jóhann Valbjörn Ólafsson. Maður kynnist ekki fólki á hverj- um degi en stundum hittir maður fólk sem sérstaklega auðvelt er að kynnast. Þegar við bjuggum í Dan- mörku um árið vorum við svo lán- söm að kynnast Önnu Möggu og Gísla. Börnin voru á svipuðum aldri, við á svipuðum aldri og fjölskyld- urnar bjuggu stutt hvor frá annarri. Fljótt varð til vinskapur sem aldrei bar skugga á. Hann Gísli vinur okk- ar var stórmenni í orðsins fyllstu merkingu. Stór á alla kanta, hugsaði stórt og það sópaði að honum hvar sem hann kom. Ávallt hrókur alls fagnaðar, mikil félagsvera sem fór ekki í manngreinarálit. Hann hafði sterka nærveru og hafði áhrif á alla sem kynntust honum. Aldrei heyrð- um við hann hallmæla neinum manni og hefði hann ekki eitthvað gott um fólk að segja lét hann vera að láta álit sitt í ljós. Við höfum brallað ýmislegt saman og það er óhætt að segja að það var alltaf glatt á hjalla þegar þau hjón voru annars vegar. Hvílíkir gestgjafar! Örlát og bæði góðir kokkar. Gísli var mikil félagsvera sem hafði gam- an af því að hitta fólk, spjalla um líf- ið og tilveruna, skoða viðskiptatæki- færi, hlæja og fíflast. Anna og Gísli voru flott og sam- stillt par. Þegar við kynntumst þeim vann Anna hörðum höndum að því að gera upp glæsilegt húsið á Ole Olesens Vej í Danmörku á meðan Gísli sinnti störfum sínum í Lett- landi. Anna pússaði flísar og parket, málaði eldhúsinnréttingu og veggi, tók til hendinni í garðinum ásamt því að sinna börnunum, oftast með fullt húsið af gestum. Gísli var stolt- ur af duglegri konunni sinni en hafði stundum orð á því að kraft- urinn væri slíkur að sólarhringurinn dygði henni ekki og að það væri líka hægt að gera hlutina þegar heim- ilisfólkið væri vakandi. Gísli hafði mikla ánægju af alls konar dóti og græjum. Hann átti alltaf nýjustu gerð af flóknum og tæknilegum símum, stoltur var hann af litlu hljómflutningstækjun- um með stóra hljóminn og eitt sinn kom hann heim með grill og fékk Sigga félaga sinn til að aðstoða sig við að koma því saman. Það var auð- sótt mál enda ekki reiknað með því að verkið tæki tvo daga! Við hefðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.