Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 46

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÉG myndi teljast í meðalhófi mikill ísmaður en á tímabili var ég orðinn forfallinn Ben & Jerry’s-neytandi. Á ferðinni er ekkert venjulegt ísfyr- irtæki, það var stofnað af tveimur hippum í Vermont og íssamsetning- arnar eru oft og tíðum æði furðu- legar. Vinsælasti ísinn er t.a.m. van- illuís með kökudeigi úti í (Chocolate Chip Cookie Dough) og á boðstólum eru flippaðir ísar eins og Mission to Marzipan og Chunky Monkey. Það er að sönnu undarlegt að sjá hvern- ig hippíski draumurinn hefur tekið sér bólfestu í ís, t.a.m. kallast ein tegundin Cherry Garcia eftir látn- um leiðtoga Grateful Dead og í fyrra fékk Elton John sinn eigin ís, Good- bye Yellow Brickle Road. Innihaldið súkkulaðiís með smjörhnetukex- deigi og hvítum súkkulaðimolum! Íslendingar kannast við þessa ísa, þeir hafa verið fluttir inn til landsins og seldir á slíku okurverði að mann sundlaði – og það áður en bragðað var. Á tímabili seldi Bónus ísinn á 500-kall og maður var fljótur að hamstra eins og brjálæðingur. Þessi kostaboð eru ekki til staðar lengur, því miður (snökt, snökt). Freðið Í miðju æði var ég orðinn að nokkurs konar aðdáanda. Ég fór að lesa mér til um fyrirtækið sem end- aði óhjákvæmilega með því að ég rataði inn á heimasíðu fyrirtækisins. Síðan er ein af fáum stórfyrirtæk- issíðum, því að stórfyrirtæki er þetta svo sannarlega, sem gaman er að „rölta“ um. Það er svo merkilegt, að Ben & Jerrys tekst (næstum því) að láta líta svo út að öllu batteríinu sé stjórnað af þremur freðnum Kristjaníuhippum. Vefsíðuhönnunin er litrík og næf („naive“) og það er eins og maður sé staddur inni í ein- um af þessum tölvuleikjum fyrir börn. Inni getur þú fræðst um sögu fyrirtækisins, fengið fréttir af nýj- um bragðtegundum, skráð þig á póstlista og meira að segja spilað litla ís-innblásna tölvuleiki. Rótarbjórsís? Fyrirtækið gefur sig vitaskuld út fyrir að vera hápólitískt og um- hverfissinnað, finna má setningar eins og „Peace Love and Icecream“, hin og þessi grasrótarsamtök eru styrkt upp í topp og allt er eins líf- rænt og hugsast getur. Þér á sem- sagt að líða eins og þú sért að lepja hughreinsandi te sem er auðvitað ekkisens kjaftæði. Kaloríubomban sem lendir í iðrum þér er slík að nauðsynlegt er að fara með gát. Annar eigendanna fékk einhverju sinni hjartaslag eftir ofgnótt af „ís- innbyrðslu“. Það sem rak mig hins vegar til að skrifa þennan pistil er ákveðin und- irsíða á heimasíðunni sem kallast Flavor Graveyard eða Grafreitur bragðsins. Þangað inn er kostulegt að fara, en þar má sjá lista yfir alla þá ísa sem einhverju sinni hafa verið á markaði en hefur af einhverjum sökum verið komið fyrir neðan moldu. Grafreiturinn er settur upp á kersknislegan hátt og framleiðand- inn gerir grín að sjálfum sér með örljóðum sem fjalla um eigindi hvers íss. Listinn er að sjá næstum óend- anlegur, hægt er að finna ca. tíu kaffiísa, miður geðslega eplaísa, rót- arbjórsís og kolsvartan súkkulaðiís, gerðan með tilstuðlan belgísks súkkulaðiíss (ái, ég fæ illt í magann bara af því að hugsa um hann). Þá er þarna hunangsís sem kallast að sjálfsögðu „Honey, I’m Home“ og einn kallast Black Russian og er sniðinn eftir kokteilnum eina og sanna!! Aðeins í Ameríku, eins og sagt er. Vááá … fríkaður ís maður! VEFSÍÐA VIKUNNAR: www.benandjerrys.com» Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Frozen River ísl. texti kl. 6 B.i.12 ára Man on Wire enskur texti kl. 10 LEYFÐ Flash of Genius ísl. texti kl. 10 LEYFÐ Sunshine Gleaning ísl. texti kl. 6 B.i.12 ára Young at Heart Ótextuð kl. 4 LEYFÐ Boy A ísl. texti kl. 4 B.i.14 ára Draumalandið kl. 4 - 6 - 8 -10 LEYFÐ State of Play kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára Me and Bobby ísl. texti kl. 8 LEYFÐ Gomorra ísl. texti kl. 5:30 B.i.16 ára Die Welle (The Wave) enskur texti kl. 8 B.i.12 ára Cocaine Cowboys 2 ísl. texti kl. 3:30 B.i.14 ára Fast and Furious kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára I love you man kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Mall Cop kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Dragonball kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Marley and Me kl. 8 - 10:20 LEYFÐ Crank 2: High Voltage kl. 5:50 - 8 - 10 B.i.16 ára 17 Again kl. 4 - 5.50 - 8 LEYFÐ Fast and Furious kl. 10 B.i.12 ára Franklín og fjársjóðurinn kl. 4 LEYFÐ STÆ RST A OP NU NIN Á Á RIN U STÆ RST A OP NU NIN Á Á RIN U 750k r. 750k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ 750k r. OPNU NARM YND Dagskrá og miðasala á Miði.is ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? “ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM TIL AÐ HLÆGJA HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? “ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL 750k r. ÖRYGGI TEKUR SÉR ALDREI FRÍ 750k r. - S.V., MBL JASON STATHAM ER MÆTTUR AFTUR Í HLUTVERKI HINS ÓDREPANLEGA CHEV CHELIOS HÖRKU HASAR! FYRIR2 1 KL. 1 OG 3:20 - Ekkert hlé á góðum myndum GEÐVEIKIN STOPPAR ALDREI, OG VIRÐIST ÞEIM FÉLÖGUM, LEIKSTJÓRUNUM NEVELDINE OG TAYLOR FÁTT VERA ÓMÖGULEGT. - V.J.V., -TOPP5.IS - S.V., MBL - S.V., MBL - S.V., MBL - S.V., MBL - H.J., MBL - ÓHT, RÁS 2 - ÓHT, RÁS 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.