Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 23
síðan. Frá 1996 til 2001 lék félagið í
þriðju deild en þá lá leiðin aftur upp
á við undir stjórn Joes Kinnears.
Vorið 2003 keypti dularfullur hópur
fjárfesta félagið og lét Kinnear og
aðstoðarmann hans, Mike Harford,
taka pokann sinn. Stuðningsmenn
félagsins mótmæltu hástöfum,
stjórnarformaðurinn hrökklaðist frá
og aðaleigandinn, John Guerney, gaf
sig loks fram. Í kjölfarið var honum
steypt af stóli af nýju hlutafélagi. Áð-
ur hafði Guerney þó tekist að ráða
Mike Newell í starf knattspyrnu-
stjóra eftir undarlega símakosningu.
Luton Town bar öll merki óstjórnar.
Newell náði félaginu þó óvænt á
flug og kom því upp í næstefstu deild
árið 2005. Þar náði það til skamms
tíma prýðilegri fótfestu. En fáum er
betur ljóst en áhangendum Luton
Town að það sem fer upp kemur aft-
ur niður og á þremur síðustu árum
hefur félagið leikið í jafn mörgum
deildum. Nú í vetur í þeirri neðstu.
Ekki nóg með það. Fjár-
málaóreiðan hefur verið algjör á
undanförnum árum og fór félagið
m.a. í greiðslustöðvun árið 2007.
Þeim galeiðuróðri lauk með því að fé-
lag sem kallar sig Luton Town Foot-
ball Club 2020 tók við rekstrinum á
síðasta ári. Það kom þó ekki í veg
fyrir að enska knattspyrnu-
sambandið dæmdi tíu stig og deild-
arkeppnin sjálf tuttugu stig til við-
bótar af félaginu vegna óreiðunnar
áður en það svo mikið sem spyrnti
knetti síðastliðið haust. Luton varð
annars vegar uppvíst að því að
greiða umboðsmönnum í gegnum
þriðja aðila og hins vegar þótti félag-
ið ekki hafa staðið rétt að málum
varðandi greiðslustöðvunina.
Það lá því fyrir frá fyrsta degi að
það yrði við ramman reip að draga
fyrir Luton Town á þessum vetri en
botnliðið í neðstu deild verður lögum
samkvæmt að taka hatt sinn og staf
og yfirgefa deildarkeppnina. Leiða
má að því rökum að liðið hafi gert
sitt besta. Það er með 24 stig eftir 43
leiki og hefði það ekki byrjað með 30
stig í mínus væri það á öruggu róli í
fimmtánda sæti deildarinnar. En lög
eru lög og Luton Town er fallið.
Það er kaldhæðni örlaganna að
einungis átta dögum áður en áfallið
dundi yfir fór liðið með sigur af hólmi
í bikarkeppni neðrideilda, lagði
Scunthorpe United 3:2 í fram-
lengdum leik á Wembley. Það stað-
festir að sitthvað býr í Luton Town.
Mick Harford hafði það erfiða
hlutskipti að stýra liðinu í vetur og
staðfest hefur verið að hann muni
verða áfram með það á næstu leiktíð
þegar Luton Town freistar þess að
endurheimta sæti sitt í deild-
arkeppninni. Engan bilbug var á
Harford að finna eftir fallið. Hann
kvaðst sannfærður um að þetta væru
engin endalok – þvert á móti nýtt
upphaf.
fattur
Litríkur Miðvörðurinn Steve Foster
var harður í horn að taka.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Stærsta stundin í sögu Luton
Town var þegar félagið vann deild-
arbikarinn, sem hét um þær mund-
ir Littlewoods-bikarinn, vorið
1988. Luton, undir stjórn Rays
Harfords, lagði þá Arsenal, 3:2, í
sveiflukenndum leik á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum.
Brian Stein kom Luton yfir
snemma leiks og útlitið var gott
þangað til mörk frá Martin Hayes
og Alan Smith sneru gæfunni á
sveif með Arsenal í síðari hálfleik.
Þegar Arsenal fékk svo dæmda
vítaspyrnu héldu „Hattararnir“ að
öll sund væru lokuð. En Andy
Dibble varði spyrnuna frá Nigel
Winterburn og Luton gekk á lagið.
Danny Wilson jafnaði og Brian
Stein skoraði sigurmarkið á elleftu
stundu eftir frábæran undirbúning
Ashleys Grimes. Fyrsti og eini al-
vörubikar Luton Town var í höfn.
„Ég hef verið alla mína tíð hjá
Luton og þetta gerir það þess
virði,“ sagði Stein sigurreifur við
hið gagnmerka knattspyrnutímarit
Shoot eftir leik. Hann stóð þá á
þrítugu.
Stuðningsmenn Arsenal hafa
bara tvö orð um þennan drama-
tíska leik að segja: Gus Caesar.
Ógleymanleg sigur-
stund á Wembley
Dýrð Danny Wilson jafnar leikinn gegn Arsenal á Wembley vorið 1988.
Innritun fatlaðra nemenda
í framhaldsskóla 2009
Ákveðið hefur verið að innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fari fram fyrr en innritun
almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að skólarnir fái meira svigrúm til að vinna úr umsóknum og undirbúa komu viðkomandi
nemenda. Umsóknir um skólavist á starfsbrautum skulu hafa borist viðkomandi framhaldsskóla fyrir 15. maí nk.
Upplýsingar um starfsbrautir er að finna á heimasíðum framhaldsskóla og hjá náms- og starfsráðgjöfum og forsvarsmönnum starfs-
brauta. Einnig má finna upplýsingar í vefritinu Nám að loknum grunnskóla sem aðgengilegt er á vef menntamálaráðuneytisins
www.menntamalaraduneyti.is
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um á eyðublöðum sem skólinn lætur þeim í té. Á umsóknareyðublaði skal einnig tilgreindur
annar skóli til vara. Formleg svör um skólavist berast í júnímánuði.
Menntamálaráðuneyti, 22. apríl 2009
menntamalaraduneyti.is
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ