Morgunblaðið - 26.04.2009, Qupperneq 43
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
H
ún var auglýst sem tónlistarhátíð ald-
arinnar og líkt við ferð á topp ver-
aldar. Alþjóðlega rokk- og raftónlist-
arhátíðin Uxi fór fram á Kleifum við
Kirkjubæjarklaustur um versl-
unarmannahelgina 4.-6. ágúst 1995.
Í gömlum fréttum má lesa að um fimm þúsund
manns sóttu hátíðina í heildina, flestir voru á sunnu-
deginum en tæplega fjögur þúsund dvöldu alla
helgina. Veðurblíðan var með eindæmum og þurftu
nokkrir að leita til heilsugæslunnar á staðnum vegna
sólbruna.
Uxi var alvöru tónlistarhátíð með ýmsum uppá-
komum. Fyrir utan frábær tónlistaratriði var boðið
upp á teygjuskot (svipað og teygjustökk) í fyrsta
skipti á Íslandi og götuleikhópur var með gjörninga á
svæðinu. Í tilefni hátíðarinnar var gefinn út safn-
diskur með lögum nokkurra tónleikagesta sem fylgdi
með fyrstu 3.000 seldu miðunum og sérstakt Uxa-
blað var prentað.
Í frétt í Morgunblaðinu frá 22. júlí 1995 sagði að
hljómsveitin KLF hefði í hyggju að flytja 13 tonna
bryndreka frá 1951, með fimm þúsund vatta söng-
kerfi, með sér til landsins á Uxa. Bryndrekinn kom
þó aldrei.
Mesta klikkunin í kringum hátíðina þótti þó eflaust
sú ráðagerð hátíðarhaldara að ná í Björk á einkaþotu
til Bandaríkjanna og skutla henni aftur til baka með
tilheyrandi 1,7 milljóna króna kostnaði. Eft-
irminnilegt er mörgum tónleikagestum þegar söngv-
ari Prodigy valt um sviðið í plastkúlu eins og hamst-
ur.
Sem dæmi um hvað stórkostlegt framtak hátíðin
þótti gerði Kelvin-kvikmyndafyrirtækið heimild-
armynd um Uxa sem var sýnd í tveimur hlutum í rík-
issjónvarpinu í október 1995.
Almenn ölvun
Þótt aðstandendur hátíðarinnar og gæslumenn
hafi látið vel af hegðun ungmennanna sem hana sóttu
einkenndist umræðan í fjölmiðlum að henni lokinni
nokkuð af þeirri áfengis- og eiturlyfjaneyslu sem átti
sér þar stað.
Ölvun var almenn og landadrykkja þó nokkur sam-
kvæmt gömlum fréttum og á þriðja hundrað lítra af
landa hellt niður yfir helgina. Þrjátíu fíkniefnamál
komu upp og snerust öll um litla skammta ætlaða til
einkaneyslu.
Talsmenn lögreglu sögðu samt að hátíðin hefði far-
ið ákaflega vel fram. Aðstandendur sögðu hátíðina
ungu fólki til sóma og ungir tónleikagestir hefðu
sannað að þeim væri treystandi. Þeir sögðu einnig
reynsluna af hátíðinni sýna að hægt væri að halda
tónleika á Kleifum fyrir 10-15 þúsund manns og yrði
það gert árið eftir. Ekki varð úr því.
Manstu eftir …
Menningarlegt Gjörningaklúbbur var með uppákomur víða á svæðinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Vinsæl Björk umvafin fjölþjóðlegum fjölmiðlamönnum á Uxa.
Uxa ’95
Þeir sem ætluðu eitthvert um verslunarmannahelgina árið
1995 skiptust í tvo hópa; fóru á Uxa eða á Þjóðhátíð. Blaða-
maður valdi síðarnefnda kostinn en sá smá eftir því þeg-
ar hún heyrði krassandi sögur vinanna af Uxa.
Uxagellur Stuðið var mikið
þrátt fyrir fámenni.
UXI var barnið hans Kristins Sæmundssonar,
betur þekktur sem Kiddi kanína, kenndur við
Hljómalind.
„Okkur langaði að halda eina útihátíð að
erlendri fyrirmynd, t.d eins og Hróarskeldu
og Reading. Hugmyndin var að gera hina
pottþéttu útihátíð,“ segir Kristinn. Liður í því
var mikil fyrirhyggjusemi tónleikahaldara.
„Við vorum með mikið af klósettum, ósk-
uðum eftir að Stígamót yrðu á staðnum, vor-
um með mikla gæslu og töluðum við fíkni-
efnalögregluna um eftirlit. Við vildum vera
viðbúnir og ekki þurfa að bregðast við eftir
á. Þessi fyrirhyggjusemi kom í hausinn á
okkur því samtök sem hétu Stöðvum ung-
lingadrykkju stútuðu okkur áður en hátíðin
átti sér stað. Það var að mínu mati ein sví-
virðislegasta fjölmiðlaaftaka sem hefur átt
sér stað. Við áttum að vera kynning á extasí,
þeir kölluðu okkur dóphátíð því við höfðum
haft samband við fíkniefnalögregluna í okkar
fyrirhyggjusemi og fjölmiðlar átu það upp
eftir þeim. Um leið og þessi umræða fór í
gang datt öll miðasala niður og ég frétti af
foreldrum sem stöðvuðu unglingana sína með
lögregluvaldi á BSÍ.
Hátíðin varð síðan glæsileg í alla staði en
hefði getað orðið miklu flottari ef hún hefði
ekki farið svona. Uxi endaði mjög illa fjár-
hagslega, það borguðu sig ekki nærri því allir
inn og þetta varð erfitt í allri framkvæmd.
Þetta var allt eitt helvíti en tónlistarmönn-
unum fannst þetta samt æðislegt enda algjör
töffarahátíð. Ég frétti t.d. af því eftir á að So-
nic Youth hefði verið þarna að djamma ásamt
eiganda Mean Fiddler sem heldur Reading og
fleiri tónlistarhátíðir.
Það sem er mér eftirminnileg-
ast er þegar við leigðum einka-
þotu til að fljúga með Björk og Ap-
hex Twin frá Ameríku. Svo buðum
við einhverjum fimmtíu erlendum
fjölmiðlamönnum, ég ætlaði mér að
gera Ísland heimsfrægt og Uxi var liður í
því.
Hátíðin var barn síns tíma og gerði
margt sem henni var ætlað. Hún var góð
landkynning og það var miklu auðveldara
að fá erlendar hljómsveitir til landsins á
eftir.
Stefnan í upphafi var að hafa þetta ár-
vissan viðburð en svo gátum við það ekki,“
segir Kristinn.
Spurður hvers vegna nafnið Uxi hafi orð-
ið fyrir valinu á hátíðina segir hann það
lítið hafa með nautgripi að gera. „Hug-
myndin var þú og ég, UXI – you x I.“
Fram
komu
Björk
Aphex Twin
The Prodigy
KLF
Drum Club
Technova
Chapterhouse
3toOne
Poppland
Kusur
Atari Teenage Riot
Blue
GCD
Unun
Páll Óskar
J-Pac
Funkstrasse
T-World
Niður
Bandulu
Innersphere
Bubbleflies
SSSól
Olympia
Lhooq
Exem
Plötusnúðar
Charlie Hall, Tony Sapiano, J.Saul Kane, James
Lavelle, Craig Walsh, Sherman, David Hedger,
Chris Needs, Andrew Currley, Jón Atli og Þossi.
Bobbie Gillespie, söngvari Primal Scream, kom
einnig fram sem plötusnúður ásamt Andrew Innes,
gítarleikara sveitarinnar.
Upphaflega stóð til að Underworld kæmi fram en í
hennar stað kom breska sveitin Chapterhouse.
Töffari
Sviðsframkoma söngv-
ara Prodigy þótti eft-
irminnileg.
Einkaflug
Stærsti kostn-
aðarliður hátíð-
arinnar. Úr
Morgunblaðinu
30. júlí 1995.
Ást? Þann 20.
ágúst birtist
þessi auglýsing í
Velvakanda
Morgunblaðsins.
Fals Fleiri reyndu
að græða á Uxa.
Morgunblaðið 1.
ágúst 1995.
Þú og ég