Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 10

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Áætlanir gera ráð fyrir að 75 pró-sent af lánum gömlu bankanna verði afskrifuð, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær.     Það er gríðarlega hátt hlutfall semhægt er að túlka á tvo vegu.     Annars vegar er ljóst að stjórn-endur bankanna voru nánast fífldjarfir í lán- veitingum. Að hluta til var það til að bjarga hlut- um stöðugt fyrir horn þegar í óefni var komið snemma árs 2008. Að öðru leyti var það vegna lélegr- ar áhættustýr- ingar innan bank- anna.     Hins vegar er líka hægt að rekjaþessar tölur til stöðu íslenskra fjárfesta og fyrirtækja í dag. Eign- arhaldsfélög eru flest ónýt og rekstrarfélög berjast í bökkum.     Því er rétt sem Sigmundur DavíðGunnlaugsson segir að þessar upplýsingar gefa mikilvæg skilaboð um stöðuna í dag. Ef þær liggja fyrir á að opinbera þær.     Steingrímur J. Sigfússon réttlættileyndina hins vegar með dulkóð- uðum rökum. Einhvern tíma hefði hann einfaldlega spurt: Hvað með hagsmuni almennings?     Samkvæmt upplýsingum frá fjár-málaráðuneytinu stóð til að birta skýrslu Oliver Wyman um eignir og skuldir bankanna. Að minnsta kosti að hluta til. Blaða- menn Morgunblaðsins höfðu búið sig undir kynningarfund.     Svo var hætt við. Lok, lok og læs.Og almenningur þarf áfram að geta sér til um stöðuna á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innilokaður Oliver Wyman Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og formaður Samfylking- arinnar er ekki lýðskrumari, en hún hefur oft verið einkar „popúlísk“ í málflutningi; verið einfari í pólitík, sem staðið hefur á sínu, hvað sem tautaði, og oft haft sitt fram. Jóhanna nýtur trausts þjóðarinnar, langt umfram aðra stjórnmálamenn þessa lands og langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar. Nú er hún búin að draga Samfylkingarvagninn, alein, alveg frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar hrökklaðist frá völdum í jan- úarlok og ný minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var mynd- uð hinn 1. febrúar sl. Jóhanna og Samfylkingin eru væntanlega að fagna þolanlegri útkomu Samfylkingarinnar einmitt nú, þegar þessi pistill kemur þér fyrir augu, lesandi góður. Líkast til eru Steingrímur J. og Katrín Jak- obsdóttir, sem í sameiningu hafa dregið VG-vagninn undanfarna 84 daga, að gera slíkt hið sama með fé- lögum sínum í VG og líkast til er hamingjan í þeirra herbúðum miklu meiri en hjá Samfylkingu, því það var ekkert sem benti til annars í liðinni viku en að Vinstri græn ynnu stórsigur í þessum kosningum. Og þá kemur nú að hinni skemmtilegu hlið kosninga- niðurstöðunnar. Ef við gefum okkur að hástökkvari kosninganna hafi verið VG og flokkurinn hafi unnið stórsigur, jafnvel tvöfaldað kjörfylgi sitt frá því 2007 og Sam- fylkingin hafi bara náð að halda í horfinu, eða rúm- lega það, eins og skoðanakannanir hafa gefið til kynna undanfarna daga að yrði niðurstaðan, þá væri nú gaman að vera fluga á vegg hjá oddvitum 84 daga ríkisstjórnarinnar, þeim Jóhönnu og Steingrími J., þegar þau setjast niður og semja um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, ef vinstri græn hafa nánast tvöfaldað fylgi sitt á landsvísu, frá því sem var 2007, og Samfylkingin hefur nánast sama fylgi og fyrir tveimur árum, þrátt fyrir óumdeilda of- urstjörnu, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vagnstjóra, er þá ekki eðlileg krafa, af hálfu VG, að skipt verði um vagnstjóra? Er ekki eðlilegt að VG líti svo á, að ótvíræður sigurvegari kosninganna, formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, eigi að vera í forsæti þeirr- ar ríkisstjórnar, sem hið trúlofaða par, Steingrímur J. og Jóhanna, lýsti yfir að flokkarnir hygðust mynda að afloknum kosningum? Hafi niðurstöður kosninganna verið í samræmi við kannanir undanfarinna daga fyndist mér mjög skiljanlegt að þessi krafa kæmi fram af hálfu VG, en hvernig undirtektirnar yrðu við slíkri kröfu hjá Samfylkingu og Jó- hönnu er ekki gott að segja til um. Jóhanna hefur sótt í sig veðrið í kosningabaráttunni. Hún hefur sjóast verulega og komið fram af ákveðni og eindrægni, talað tæpi- tungulaust, án þess þó að segja mikið og ekki lofað miklu upp í ermina á sér. Steingrímur J. hefur ekki sagt neitt meira en Jóhanna og verið óskýr og loðinn í svörum, þeg- ar við frétta- og blaðamenn höfum þjarmað að honum hvar á skera niður, hversu mikið, hvernig og hvaða skatta á að leggja á og hversu háa og á hverja. Allur þessi glaðningur til handa þjóðinni bíður læstur ofan í skúffum í fjármála- og forsætisráðu- neytinu, því hvorugur oddviti flokkanna hefur talið það vera vænlegt til atkvæða að matreiða sannleik- ann ofan í vonlitla og dapra þjóð sína. Er það ekki langlíklegasta skýringin á því að okkur hefur ekk- ert gengið að fá fram raunverulegar upplýsingar um hvað þessi verðandi stjórnvöld okkar hyggjast gera í kjölfar kosninga? Svo verður fróðlegt að fylgjast með því hver verður niðurstaða flokksformannanna í Evrópu- sambandsmálum. Hvort mun Jóhanna eða Steingrímur J. gefa eftir? Útspil Björg- vins G. Sigurðssonar í borgaraþætt- inum í liðinni viku var eitthvert það allra vitlausasta sem heyrst hefur í langan tíma. Hann setti VG afarkosti í beinni útsend- ingu, sem greinilega hefur kostað Samfylkinguna einhver prósentustig í stuðningi. Í þokkabót lýsti hann því yfir að hann myndi sækjast eftir ráð- herraembætti! Vitanlega verð- ur fyrrverandi banka- málaráðherra ekki gerður að ráðherra á ný. Um það hljóta þau Jóhanna og Steingrímur J. að vera sammála og skiptir þá litlu þótt Össur Skarphéð- insson vilji veg Björgvins sem mestan. agnes@mbl.is Agnes segir … Björgvin G. Sigurðsson Hvort þeirra fær stólinn? Traust Jóhanna nýtur trausts þjóðarinnar, langt umfram aðra stjórnmálamenn þessa lands og langt út fyrir raðir Sam- fylkingarinnar.                                                              ! "      #$%                 &         '     (     )*+,,# )*#-,#                 !"   # $  %   &'      " '         .  ' /      (   ) * + ,-  (+%  "  -+ &* .  ,  000  Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -1 léttskýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Algarve 12 heiðskírt Bolungarvík -1 skýjað Brussel 9 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Akureyri 1 skýjað Dublin 8 skýjað Barcelona 13 léttskýjað Egilsstaðir 3 súld Glasgow 7 þoka Mallorca 14 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 4 heiðskírt London 11 heiðskírt Róm 9 heiðskírt Nuuk 1 snjókoma París 9 heiðskírt Aþena 15 heiðskírt Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 12 heiðskírt Winnipeg -3 heiðskírt Ósló 3 heiðskírt Hamborg 10 heiðskírt Montreal 17 skýjað Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt New York 15 heiðskírt Stokkhólmur 11 heiðskírt Vín 11 heiðskírt Chicago 21 skúrir Helsinki 9 heiðskírt Moskva -1 léttskýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 26. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.53 0,2 6.54 3,8 13.05 0,1 19.14 4,2 5:16 21:36 ÍSAFJÖRÐUR 3.02 0,1 8.52 2,0 15.15 -0,0 21.13 2,2 5:07 21:54 SIGLUFJÖRÐUR 5.04 -0,0 11.29 1,2 17.20 0,1 23.34 1,3 4:50 21:38 DJÚPIVOGUR 4.07 2,0 10.11 0,3 16.27 2,3 22.46 0,3 4:42 21:09 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Austlæg átt, yfirleitt á bilinu 3-8 m/s. Víða dálítil úrkoma og hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. Á þriðjudag og miðvikudag Suðaustan strekkingur eða all- hvass vindur og rigning eða súld með köflum. Yfirleitt hæg- ari og þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig. Á fimmtudag og föstudag Austlæg átt með vætu um sunnanvert landið, annars úr- komulítið. Heldur kólanandi. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-10 metrar á sek- úndu og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast sunnanlands. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.