Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 12
12 Stjórnmál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
VERKEFNI RÍKIS
Uppgjör við lánardrottna gömlu
bankanna vegna nýju bankanna
Dregist hefur að ganga frá skilum milli gömlu og
nýju bankanna. Í síðustu viku barst mat á eignum
sem fluttar voru yfir í nýju bankana úr þeim gömlu
og stóðu að því erlendar endurskoðunarskrif-
stofur og alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Oliver
Wyman. Leynd hvílir yfir þeim niðurstöðum, þrátt
fyrir að kallað hafi verið eftir þeim á Alþingi, en
þær verða grundvöllur samninga um skilin við
erlendu bankana. Víst er að þrefað verður um
matið og togast á um það, en stefnt er að því
að ljúka viðræðunum með undirskrift í maí. Svo
kann að fara að lánardrottnar gömlu bankanna
taki yfir þá nýju. Ef af slíkri sameiningu verður er
líklegast að það gerist í nýja og gamla Kaupþingi,
þar sem lánardrottnar hafa tapað minnstum
verðmætum og hafa mest að verja. Einnig getur
orðið af sameiningu hjá Íslandsbanka, en ólíklegt
er að það gerist í Landsbankanum, þar sem lítið
er til skiptanna vegna Icesave-skuldbindinga og
málaferli líkleg út af neyðarlögunum.
Nást samningar um Icesave?
Ekkert hefur þokast í samningaviðræðum Íslendinga og Breta um Icesave-
skuldbindingarnar. Þegar samþykkt var af þinginu að hefja samninga-
viðræður við Breta var lagt til grundvallar að ekki yrði „fallið frá þeim laga-
rökum sem Ísland hefur sett fram“ og jafnframt var forsenda samkomulags
þar að lútandi við ESB að tekið yrði tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi
vegna bankahrunsins. Á bak við það lágu ákveðin atriði, talað var um langan
lánstíma, tímabil þar sem ekki væri greitt af höfuðstólnum, að vextir yrðu
skikkanlegir og endurskoðunarákvæði ef aðstæður breyttust. En fregnir hafa
borist af því að viðræðurnar séu komnar í hnút, meðal annars vegna kröfu
Breta um 6,7% vexti á lán til Íslands vegna Icesave, en það myndi kalla á
tuga milljarða greiðslur í vaxtakostnað á ári.
Samið um krónubréfin?
Það á eftir að ganga frá samningi við eigendur
krónubréfanna, sem hefur áhrif til veikingar á gengi
krónunnar. Á meðan hundruð milljarða í krónu-
bréfum bíða þess að fara úr landi, þá verða menn
tregir að aflétta gjaldeyrishöftum og það hindrar að
milliríkjaviðskipti gangi eðlilega fyrir sig. Seðla-
bankinn var með áætlanir um hvernig semja mætti
um jöklabréfin síðastliðið haust og var Citigroup til
ráðgjafar, en málið stöðvaðist hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Nýverið kom fram hjá viðskiptaráðherra
að óformlegar þreifingar hefðu farið fram við fulltrúa
eigenda krónubréfanna, sem eru fyrst og fremst
þýskir bankar, en enginn botn hefur fengist í það.
Skortur á trúverðugri peningastefnu
Talað hefur verið um það mánuðum saman að
endurskoða þurfi peningastefnu Seðlabankans.
Ráðist var í breytingar á yfirstjórn Seðlabankans
af nýrri ríkisstjórn, en ekki hefur verið hróflað við
peningastefnunni. Það hefur verið gagnrýnt að
krónan hafi farið lækkandi í kjölfarið í andstöðu
við efnahagsspár fyrr í vetur. Seðlabankinn virðist
hafa dregið sig í meira mæli út af gjaldeyris-
markaðnum og það líða dagar þar sem nánast
engin viðskipti eru með krónuna.
Umsókn um aðild að ESB?
Samfylkingin gerði það að forgangs-
atriði að strax eftir kosningar yrði
sótt um aðild að Evrópusambandinu,
en Vinstri grænir segja í landsfundar-
ályktun sinni að hagsmunum Íslands
sé betur borgið utan Evrópusam-
bandsins „og er aðild að Evrópusam-
bandinu því hafnað“.
Nær ómögulegt virðist að samræma
þessi tvö sjónarmið í ríkisstjórnar-
samstarfi. Og jafnvel þótt farið yrði í
aðildarviðræður er afar tvísýnt um að
þjóðin samþykki aðildarsamning ef í
því felst að hún afsali sér forræði yfir
fiskimiðunum. Hver sem niðurstaðan
verður, þá blasir við það erfiða
verkefni að móta stefnu til framtíðar í
gjaldmiðilsmálum, hvort stuðst verði
áfram við íslenska krónu eða skipt
yfir í annan gjaldmiðil.
Breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu?
Ef farin verður fyrningarleið í
sjávarútvegi, þar sem stjórnvöld
leysa til sín aflaheimildir, má búast
við að það verði eitt af stóru átaka-
málunum á komandi kjörtímabili. Víst
er að það grefur undan skuldsettum
útgerðum í landinu, smáum sem
stórum.
Ný stjórnarskrá?
Ef Alþingi samþykkir stjórnarskrárbreytingar eftir
kosningarnar, þá þarf að boða til nýrra kosninga
eftir gömlu aðferðinni og síðan þarf nýtt Alþingi
að samþykkja breytingarnar eftir þær kosningar.
Það verður því að teljast hæpið, að nýr þing-
meirihluti ráðist í breytingar á stjórnarskránni,
fyrr en hillir undir lok kjörtímabilsins. Ljóst er
að ekki verður efnt til stjórnlagaþings með lög-
gjafarvald, án þess að blása aftur til kosninga.
En ef vilji er til, þá gefst svigrúm til þess að efna
til ráðgefandi stjórnlagaþings.
Álver í Helguvík og á Bakka?
Álversframkvæmdir í Helguvík fóru í gegn á síðustu
dögum þingsins. Enn getur þó reynt á úrskurði
í umhverfismálum áður en sú framkvæmd og
nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir ganga endan-
lega í gegn. Ólíklegt er að álver verði reist á Bakka
ef ríkisstjórnin situr áfram, enda voru þingmenn
Vinstri grænna andvígir álveri í Helguvík, og auk
þess hefur iðnaðarráðherra lýst því yfir að nóg sé
komið af áli í landinu og hann vilji nýta orkuna til
annarra hluta.
Uppfylla skilyrði fyrir næsta hluta af
láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?
Það hefur dregist að fá viðbótarlán frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Skýringin felst meðal annars í
þeirri óvissu sem ríkt hefur í stjórnmálunum. Einnig
hafa vaknað spurningar um það, hvort ríkisstjórnin
standi við þær áætlanir í ríkisfjármálum sem kynntar
hafa verið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Öðru Evrópu-
ríki, Lettlandi, hefur verið neitað um viðbótarlán og
þar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert kröfu um
að staðið verði við 40% niðurskurð í ríkisfjármálum.
Lækkun stýrivaxta?
Ef til vill er ekkert eins brýnt fyrir
atvinnulífið í landinu og vaxtalækkun.
Lítið hefur orðið úr lækkun stýrivaxta
Seðlabankans vegna óvissunnar sem
fylgdi stjórnarskiptunum og kosningunum
sem fram fóru í gær. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn ræður ferðinni í þeim efnum og
hefur viljað lækka vextina í litlum skrefum
til þess að skekkja ekki markaðinn. Flest
bendir því til að lækkunarferlið hafi nú
þegar lengst verulega.
Afnám gjaldeyrishafta?
Aflétta þarf gjaldeyrishöftum til
þess að milliríkjaviðskipti geti
farið fram með eðlilegum hætti og
jafnframt til að greiða fyrir erlendri
fjárfestingu hér á landi og tryggja
lífsgæði almennings.
Bankamál, skattar, atvinna landsmanna, afkoma ríkissjóðs, niðurskurður og uppbygging. Allt þetta og