Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 42
Oft gætir angurværðar í kveðskap Ólínu, en rnargar vísur henn-
ar eru samt gæddar ríkri kímnigáfu og græskulausri glettni. Á
meðan hún bíður eftir útvarpinu, flýgur þessi vísa af vörum
hennar:
Ekki er klukkan orðin sjö,
ennþá hefur birtan völdin.
Mikið þrái ég Þorstein Ö,
þegar fer að skyggja á kvöldin.
Þegar roskin og ráðsettur kvenmaður verður ástfanginn, kveður
Ólína:
Ást ei fipast enn sitt starf,
úr þér hripar gigtin,
og í svipan einni hvarf
árans piparlyktin.
Rtiða l)rotnaði úr glugga hjá Ólínu, og gekk henni illa að fá
mann til að setja í aðra nýja. Þá kvað Inin:
Mér finnst eitt og annað bresta
á það, sem ég frekast kaus;
en eitthvað með því allra versta
er að vera karlmannslaus.
Ráðsettur maður varð ástfanginn af tildursmey. Heyrði Ólína
einhvern segja, að furða væri, að maðurinn skyldi sækjast el'tir
þessum stelpubleðli. Þá varð henni að orði:
Þó að hneigist öll hans ást
að einum litlum hleðli,
þá er ekki um það að fást,
þetta er mannlegt eðli.
ÓI ína kom einhverju sinni á útiskemmtun, var þar dansað á
palli, fánaskreyttum, og þröng mikil. Hún kvað:
Á því finnst mér enginn glans,
þó yfir blakti landsins flagg.
•10