Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 77

Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 77
ar. En þær áttu lífsþrá í augunum, þó þær bæru dauðann í brjósti. Þær voru mér góðar, og reyndu að fá mig til að gleyma leiðindurium. Stundum voru þær svo kátar og skemmtilegar, að mér fannst þær eins ungar og ég. En heilsa þeirra var blakt- andi, þær gátu fengið sting, háan hita eða rauðan hráka, þá varð hvíta, Itjarta stofan þunglynd, og skuggi dauðans hvíldi yfir lienni. Einn slíkan dag, þegar stofan var brosvana og dimm, kynnt- ist ég Stínu í Glaðheimi, og lílið fékk nýjan svip. Glaðheimur var stofa, þar sem 8 ungar stúlkur bjuggu. Stína var óvenju skemmtileg stúlka, alltaf kát og glaðlynd og virtist ótæmandi af lífsfjöri. Hún liafði borið mikil veikindi með þrautseigju og þolinmæði, án þess að glata gleði sinni, og var talin á örugg- urn batavegi. Hún sagði, að veikindi væru ómetanleg lífsreynsla. ,,Eg trúi á lífið, þessvegna batnar tnér,“ sagði hún. Stúlkurnar í Glaðheimi voru ungar, kátar og indælar, mér leiddist aldrei, eftir að ég kynntist þeim. En Stína var langbezt og skemmti- legust. Hún var hagorð. Vísur hennar geisluðu af fífsþrá og bjartsýni. ,,Ég ætla að yrkja lolkvæði til lífsins, þegar ég út- skrifast," sagði hún. En dag nokkurn var hún dáin. Unga stúlkan, sem hafði trúað á lífið og ætlað að syngja því lof, lá stirðnað lík. Smávegis las- leiki. Hún lá nokkra daga, fékk hóstakast og spýtti rauðu. í örvitahræðslu missti hún trúna á lífið. Hún var að deyja, þeg- ar læknirinn kom. Daginn eftir var ég kölluð fyrir yfirlækninn. Ég hélt, að eitt- hvað af smásyndum rnínuni hefði komizt upp, og ég ætti nú að skammast mín. En hann vildi, að ég flytti í Glaðheim, þurfti að nota rúm mitt handa konu, sem ekki þoldi margmenni. .,Og yður er alltaf að batna,“ bætti hann við og klappaði á koll- inn minn, eins og ég væri krakki. Hann ætlaði víst að gleðja mig, en trúin á batann hafði lamazt við dauða Stínu. Seinna þennan sama dag fluttist ég í Glaðheim, sem nú var gleðivana. En á heilsuhæli er dauðinn hversdagslegur, og tár yfir horfnum vini þorna fljótt. Stína hafði ekki hvílt lengi í móðurmoldinni, þegar Glaðheimur hafði aftur fengið sinn forna svip. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.