Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 81

Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 81
bústjórn. Ég ætlaði að stækka túnið, flæma það út um holt og móa. Bú mitt skyldi vera stærst á íslandi. Eitt haustið ofkældist ég í eftirleit. Þrjózkufullur neitaði ég að fara í rúmið, þangað til ég var orðinn fárveikur.. Strax og mér skánaði eitthvað, rauk ég á fætur og reyndi að vinna, en sló J^á jafnan niður aftur. Þannig leið veturinn. Ég trúði ekki, að veikindi gætu sigrað mig. Næsta sumar slæptist ég við vinnu, máttfarinn og aumur. Ég vildi ekki leita læknis, sólin átti að gefa mér kraftana aftur. Eg var hálfnakinn við orfið eða í sólbaði. En sólin megnaði ekki að lækna mig, svo ég fór loks til læknis um haustið, nauðugur þó. Ég bað hann að láta mig hafa eitthvert gutl til að lækna í mér slenið. En Joá átti heim- urinn ekki til neitt gutl, sem læknað gæti slen mitt eða von- brigði. Ég var með sár í báðum lungum og bullandi smit, stór- hættulegur maður. Ég, sem elskaði vinnu og vildi strita, Jnar til svitinn perlaði af mér, var nú dæmdur í æfilangt iðjuleysi. Eg hálf brjálaðist, steytti hnefann framan í lækninn og sagði hann ljúga. Síðan Jreysti ég heim og ofbauð eftirlætis hestinum mínum. Ég var máttfarinn og veikur, þegar lieim kom, annars hefði ég unnið eittlivert óhappaverk. Svo fluttist ég hingað. Ég hafði enga batamöguleika og vonaði að biðin yrði ekki löng. Mér fannst líl'ið búið. En berklarnir eru lengi að vinna á svona sterkum skrokk. Eg var búinn að Jneyja hér í 10 ár og eiga marga samferðamenn. Sumir fengu heilsu og héldu út í lífið á ný, hina tók dauðinn, en ég var alltaf kyrr. Þá kom hún um vorið. Þegar fyrstu blómin voru að springa út, sá ég hana. Ég hélt, að guð hefði sent mér hana til að bæta fyrir mótlæti mitt. Hún var fallegust, bezt og yndis- legust af öllu, sem heimurinn og himininn áttu til. Hún hét ,Þórdís eins og þú. Fólkið kallaði hana Dídí, en ég nefndi liana Dísdís, og Jaað nafn festist við hana. Við elskuðum liana allir og urðum betri menn. Það gat enginn elskað hana án Jress að verða góður. En ég var hamingjusamastur allra, Jjví hún elsk- aði mig einan. l hin var ekki mikið veik, og læknarnir, setn alltaf segja meira en Jreir vita, fullyrtu, að hún fengi heilsu. Hún hafði smitazt af deyjandi föður sínum, sem í látækt sinni stritaði fár- veikur fram í andládð. Þegar söngfuglarnir voru að byrja að 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.