Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 13
mannahafnar og' Jiélt áfram námi. Lrlnttist síðan til Reykjavíkur
og kenndi þar ungum stúlkum.
29 ára gömul giftist Torfliildur (akobi Hólm, verzlunarstjóra á
Skagaströnd, en liann andaðist ári síðar. Fluttist liún þá að Hiisk-
uldsstöðum í Skagafirði og dvaldi þar árlangt, hjá Eggerti ().
Brím, mági sínum. (Hann var kvæntur Ragnhildi, systur Torf-
hildar). Þaðan fluttist Torfhildur svo til Vesturlieims og dvaldi í
Kanada næstu 13 ár. Þar lærði hún að rnála, en byrjaði þá jafn-
fram að skrifa skáldsögur og gefa þær út. Síðustu æfiár sín átti
Torfhildur heima í Reykjavík og andaðist þar 18. nóv. 1918.
Torfhildur var fjölmenntuð og gáfuð dugnaðarkona, enda ligg-
ur mikið eftir hana af rituðu máli. Öll hin stærri verk hennar eru
um söguleg efni. Fyrsta sagan, Brynjólfur Sveinsson, biskup, kom
tit 1882, og vakti lnin þegar mikla athygli. Elding, saga frá 10. öld,
kom út 1889; er það veigamesta verk hennar. Jón bisk'up Vídalín
(1892—3) og Jón biskup Arason (1902—8) komu báðar út í
Draupni, tímariti, sem hún gaf út 1891—1908. Dvöl hét annað
tímarit, sem hún gaf út og helgaði bókménntum. Birti hún í því
sögur, frumsamdar og þýddar. Ennfremur gaf hún út Sögur og
ævintýri, barnasögur o. fl.
Torfhildur var.daði til heimilda í sögur sínar og náði vel bl;e
og aldaranda þeirrar tíðar, sem hún lýsir. Efni sagnanna var nrönn-
um hugstætt, enda urðu sögurnar brátt vinsælar af alþýðu manna.
Stíll hennar er e. t. v. full orðmargur á stundum, en meira mega
íslenzkar konur taka á við ritstörfin en liingað til, ef jrær eiga að
marka merkari spor en hún á þeirri braut, sem hún ruddi af svo
miklum dugnaði og kjarki.
Torfhildur lagði svo fyrir, að útgáfuréttur hennar skyldi seld-
ur og andvirðinu varið til líknarmála. Nú hefur þetta verið gjört,
og mun væntanlega á næstunni hafin útgáfa á ritum hennar.
Kaflinn, sem hér birtist, er tekinn úr skáldsögunni Jón biskup
Arason. Hann er úr síðari hluta sögunnar, í 12. árg. Draupnis
(1908). Greinamerki og stafsetning er eins og í frumritinu.