Embla - 01.01.1945, Síða 77
ar. En þær áttu lífsþrá í augunum, þó þær bæru dauðann í
brjósti. Þær voru mér góðar, og reyndu að fá mig til að gleyma
leiðindurium. Stundum voru þær svo kátar og skemmtilegar,
að mér fannst þær eins ungar og ég. En heilsa þeirra var blakt-
andi, þær gátu fengið sting, háan hita eða rauðan hráka, þá
varð hvíta, Itjarta stofan þunglynd, og skuggi dauðans hvíldi
yfir lienni.
Einn slíkan dag, þegar stofan var brosvana og dimm, kynnt-
ist ég Stínu í Glaðheimi, og lílið fékk nýjan svip. Glaðheimur
var stofa, þar sem 8 ungar stúlkur bjuggu. Stína var óvenju
skemmtileg stúlka, alltaf kát og glaðlynd og virtist ótæmandi
af lífsfjöri. Hún liafði borið mikil veikindi með þrautseigju
og þolinmæði, án þess að glata gleði sinni, og var talin á örugg-
urn batavegi. Hún sagði, að veikindi væru ómetanleg lífsreynsla.
,,Eg trúi á lífið, þessvegna batnar tnér,“ sagði hún. Stúlkurnar
í Glaðheimi voru ungar, kátar og indælar, mér leiddist aldrei,
eftir að ég kynntist þeim. En Stína var langbezt og skemmti-
legust. Hún var hagorð. Vísur hennar geisluðu af fífsþrá og
bjartsýni. ,,Ég ætla að yrkja lolkvæði til lífsins, þegar ég út-
skrifast," sagði hún.
En dag nokkurn var hún dáin. Unga stúlkan, sem hafði trúað
á lífið og ætlað að syngja því lof, lá stirðnað lík. Smávegis las-
leiki. Hún lá nokkra daga, fékk hóstakast og spýtti rauðu. í
örvitahræðslu missti hún trúna á lífið. Hún var að deyja, þeg-
ar læknirinn kom.
Daginn eftir var ég kölluð fyrir yfirlækninn. Ég hélt, að eitt-
hvað af smásyndum rnínuni hefði komizt upp, og ég ætti nú að
skammast mín. En hann vildi, að ég flytti í Glaðheim, þurfti
að nota rúm mitt handa konu, sem ekki þoldi margmenni.
.,Og yður er alltaf að batna,“ bætti hann við og klappaði á koll-
inn minn, eins og ég væri krakki. Hann ætlaði víst að gleðja
mig, en trúin á batann hafði lamazt við dauða Stínu.
Seinna þennan sama dag fluttist ég í Glaðheim, sem nú var
gleðivana. En á heilsuhæli er dauðinn hversdagslegur, og tár
yfir horfnum vini þorna fljótt. Stína hafði ekki hvílt lengi í
móðurmoldinni, þegar Glaðheimur hafði aftur fengið sinn forna
svip.
75