Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 30
30 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 S vandís Svavarsdóttir er nýr um- hverfisráðherra landsins. Líkt og faðir hennar, Svavar Gestsson, verður hún ráðherra um leið og hún sest í fyrsta sinn inn á Al- þingi. Svavar og Svandís eru fyrstu feðgin Íslandssögunnar sem gegna ráðherraemb- ættum á Íslandi. „Ég hef aldrei skilið spurninguna: „Hvern- ig er að vera komin í pólitík?“ því mér hefur alltaf fundist lífið vera pólitík,“ segir Svandís. „Ég hef alltaf litið svo á að það væri mik- ilvægt að beina kröftum sínum í að að breyta heiminum. Það er hægt að gera það á svo margan hátt. Til dæmis með því að vera blaðamaður eða með því að vinna á Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra eins og ég gerði um tíma. Svo er líka hægt að breyta heim- inum með því að fara í stjórnmál. Ég byrjaði reyndar óvenjuseint, var orðin fjörutíu og eins árs þegar ég sneri mér að stjórn- málum.“ Þú ólst upp í mjög pólitísku umhverfi og faðir þinn var umdeildur og áberandi stjórn- málamaður. Hafði pólitísk umræða á heim- ilinu mótandi áhrif á þig? „Þegar ég var barn var pabbi blaðamaður og ritstjóri á Þjóðviljanum. Það var mikil umræða um stjórnmál á heimilinu, þar var pólitíkin daglegt líf en hún líka greind utan frá í heild, eins og blaðamenn og fjölmiðla- menn gera. Öll sú umræða var nesti inn í mitt pólitíska líf síðar meir, fremur en það tímabil þegar pabbi var ráðherra. Pabbi var fyrirferðarmikill stjórn- málamaður og þess vegna umdeildur en ég man ekki eftir að það hafi truflað mig að hann var milli tannanna á fólki. Hann var alltaf tvennt fyrir mér: annars vegar stjórn- málamaður og hins vegar pabbi minn. Ég réð alveg ágætlega við þá aðgreiningu. Ég er afskaplega glöð að eiga pabba minn að vini af því hann er svo góður í því að vera vinur. Pabbi hefur einlægan áhuga á mann- eskjum og ég vona að ég hafi erft eitthvað af þeim áhuga hans. Hann hefur ekki bara áhuga á fólki á miðjum aldri og þeim sem vinna með honum heldur hefur hann líka mjög mikinn áhuga á því hvað börnum finnst. Þess vegna fannst mér ég strax á unga aldri vera fullgildur viðmælandi hans í umræðum um stjórnmál. Ég þakka honum ekki síst það hvað ég hef verið óhrædd við að hafa skoð- anir og leggja eigið mat á hlutina. Mamma hafði líka mikil áhrif á mig. Hún var óskaplega skemmtileg kona, mikill lífs- spekingur og algjörlega laus við dómhörku. Hún hafði mikinn áhuga á listum og lífinu öllu, kúnstugu fólki, sérkennilegheitum og sérvisku. Bóhemískur mannkærleikur ein- kenndi hana.“ Samkomulag um tengsl Foreldrar þínir skildu, hafði sá skilnaður mikil áhrif á þig? „Þegar foreldrar mínir skildu var ég tutt- ugu og fimm ára, átti tvö börn og var löngu flutt að heiman en við skilnaðinn fannst mér fyrst eins og Akrafjall og Skarðsheiði hefðu farið í sundur og himnarnir hrunið. En ég eignaðist við skilnaðinn tvo nýja vini, pabba og mömmu sem einstaklinga en ekki sem par. Svo eignaðist ég fóstru mína, Guðrúnu Ágústsdóttur, sem er fítonskona, skemmtileg, klár og greinandi og einn af mínum mestu stuðningsmönnum í pólitík. Þannig að þetta var kafli sem var snúinn en leiddi svo til góðs.“ Móðir þín, Jónína Benediktsdóttir, dó fyrir nokkrum árum. Dauði hennar hlýtur að hafa verið skelfilegt áfall fyrir þig. „Hún dó langt fyrir aldur fram og það var mér mjög mikill missir af því að við vorum afar nánar vinkonur, sérstaklega eftir að þau pabbi skildu. Hún greindist með krabbamein sem dró hana til dauða á skömmum tíma. Það var stutt og snörp barátta. Mamma var flink í að lifa og hún var líka flink í að deyja – hún gerði það ótrúlega vel. Rétt áður en mamma dó gerðum við með okkur samkomulag um að vera í tengslum þrátt fyrir móðuna miklu. Það samkomulag varð til þegar ég sagði henni að ég gæti ekki hugsað mér lífið án hennar. Þá sagði hún: „Þá finnum við leið.“ Og við fundum okkar leið. Mamma sagði: „Kannski er best að við tengjumst á þann hátt að eitthvað sem þú sérð minnir þig á mig. Kannski planta eða ský?“ Við veltum upp ýmsum möguleikum. Svo ákváðum við að þetta ætti að vera fugl af því að fuglar koma og fara og minna mann á eitt og annað. Við sammæltumst loks um að velja maríuerlu. Við völdum hana vegna þess að maríuerlan er sjálfstæð, vill vera innan um fólk en hafa samt sitt í friði og er þannig lík mömmu. Og svo heitir hún eftir Maríu guðsmóður sem er móðir allra. Við mamma vorum ákaflega sáttar við þetta val. Og síðan hefur það verið þannig að ég sé hana iðulega – á sumrin.“ Ást við fyrstu sýn Þú ert lærður táknmálsfræðingur. Af hverju lærðirðu táknmál? „Í mastersnámi mínu í málfræði í Háskóla Íslands var kynningarnámskeið um íslenska táknmálið. Það var ást við fyrstu sýn, ég féll gjörsamlega fyrir því. Þarna var mál sem var algjörlega órannsakað. Mál sem tvö hundruð manns eiga sem sitt móðurmál og þjónar öllu því sem fullskapað tungumál gerir, er leið til að tjá hugsanir og hugmyndir, væntingar og vonbrigði. Mér fannst þetta stórkostleg upp- götvun. Ég vann um tíma hjá Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og tók síðan þátt í því mikla brautryðjendaverkefni að búa til náms- braut í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þátt í að búa þetta fag til á Íslandi því lykill heyrnarlausra inn í samfélagið er í gegnum sterka, faglega túlkaþjónustu. Svo tóku stjórnmálin við. Eitt leiddi af öðru og hér sit ég.“ Þú ert í erfiðu ráðuneyti og umhverf- isráðherrar hafa ekki slegið nein vinsælda- met. „Umhverfisráðuneytið getur verið flagg- skip grænna stjórnmála. Umhverfismál snerta daglegt líf allra og það er viðfangsefni mitt að styrkja þau í sessi gagnvart almenn- ingi. Það er afar mikilvægt að fólk átti sig á því að hugmyndafræðin sem kennd er við sjálfbæra þróun snýst um það að ákvarðanir séu alltaf teknar með hagsmuni barnanna og framtíðarinnar að leiðarljósi. Það að ganga ekki á gæðin, þannig að næstu kynslóðir lendi í vanda, er aðferðin við að takast á við 21. öldina.“ Þýðir þetta að þú sért á móti álverum? „Mér finnst ekki skynsamlegt að vera með svarthvítar yfirlýsingar í þeim efnum. Álver er eitt af því sem nútíminn hefur fært okkur en álvers- og stóðiðjuvæðing síðustu ára gekk alltof langt. Við þurfum að staldra við, ekki bara af umhverfisástæðum heldur ekki síður af efnahagsástæðum. Stóriðjustefnan leiddi til mikillar þenslu sem hefur að hluta til leitt okkur þangað sem við erum núna. Svo er vitanlega ekki skynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfu. Við eigum að leggja áherslu á fjölbreytt, lítil og meðalstór fyr- irtæki. Ísland er að mörgu leyti viðkvæmt samfélag vegna smæðarinnar og stór fyr- irtæki geta komið með harkaleg inngrip í litl- ar byggðir.“ Ríkisstjórnin stefnir að því að minnka gróðurhúsaáhrif um 50-75 prósent, er það ekki algjörlega óraunhæft? „Það held ég ekki. Hér í ráðuneytinu hefur lengi staðið yfir fagleg og metnaðarfull vinna hvað varðar loftlagsmálin. Við Íslendingar erum í alþjóðlegri samvinnu um loftslagsmál og um þau verður fundur í Kaupmannahöfn seinna á þessu ári. Ekkert land getur ætlast til þess að njóta sérmeðferðar í þessum mál- um. Við verðum að axla okkar ábyrgð og að mörgu leyti þýðir það breytingar á lifn- aðarháttum. En um leið getum við lagt enn meiri áherslu á sjálfbæra nýtingu orkuauð- lindanna. Ef einhverjir hafa tækifæri til að stíga metnaðarfull skref í orku- og loftslags- málum eru það Íslendingar.“ Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna við ESB? „Það er mín eindregna skoðun að það sé ekki skynsamlegt fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ég er hins vegar jafnframt þeirrar skoðunar að almenningur eigi að fá að taka upplýsta afstöðu til að- ildar.“ Muntu greiða atkvæði með þingsályktun- artillögu um viðræður við sambandið? „Ég ætla ekki að tjá mig um atkvæða- greiðsluna í þinginu á þessu stigi en ég tel að það sé lýðræðislegur réttur alls almennings að taka afstöðu til þessa máls. Reyndar finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að innleiða í miklu ríkara mæli en gert hefur verið. Á hinu nýja Íslandi eiga stjórn- málamenn ekki að leysa málin bak við luktar dyr heldur á að hafa opið samráð við almenn- ing.“ Frábær bandamaður Nú ertu orðin ráðherra með tilheyrandi vinnuskyldu og álagi. Finnurðu fyrir því að hafa minni tíma fyrir fjölskylduna? „Ennþá er þetta eins og ævintýri líkast. Ég er endalaust þakklát og auðmjúk að vera trúað fyrir þessu verkefni. Það eru mikil verkefni framundan og það þarf mikla sam- stöðu meðal þjóðarinnar til að allt gangi upp. Ég er búin að vera í pólitísku ati í nokkur ár og það er þeirrar gerðar að maður ræður ekki tíma sínum. Það koma mikil álagstímabil og svo minna að gera þar á milli. Maður þarf á umburðarlyndi fjölskyldunnar að halda og þess nýt ég. Maðurinn minn, Torfi Hjart- arson, er lektor í kennslufræði og upplýs- Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Ekki upptekin af frama Ráðherra Ennþá er þetta eins og ævintýri líkast. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.