Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Þegar tíminn skiptir máli Eimskip býður hagkvæma, trausta og hraðvirka flugfraktþjónustu í samvinnu við DB Schenker. EIMSKIP FLUGFRAKT P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 Frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar í síma 525-7260 og viðskiptaþjónusta í síma 525-7800, eða sendið fyrirspurnir á flugfrakt@eimskip.is ingatækni. Hann er helsti ráðgjafi minn og besti vinur minn. Gæddur ótrúlega miklu innsæi, réttsýnn og sanngjarn maður, ein- lægur vinstrimaður, kröfuharður femínisti og umhverfissinni. Frábær bandamaður.“ Torfi er seinni maðurinn þinn. Var skiln- aðurinn við fyrri mann þinn erfiður, eins og skilnaðir eru oftast? „Einn af lærdómsríkustu köflunum í lífi mínu var að ganga í gegnum skilnað. Ég nýt þess hins vegar að fyrrverandi maðurinn minn, Ástráður Haraldsson, er vinur minn, alveg einstakur maður. Hann syngur með mér og Torfa í Dómkórnum og það gerir líka konan hans Ástráðs. Við fjögur gætum auð- veldlega myndað blandaðan kvartett. Það er mjög langt síðan við Ástráður skildum, fimm- tán ár. Okkur lánaðist að setja hagsmuni barnanna okkar í forgrunn eftir skilnaðinn. Við gerðum það vel og vönduðum okkur gagnvart þeim. Svo hafa okkar seinni makar verið frábær liðsauki í uppeldinu. Ég á fjögur börn en tvö þeirra eru orðin nokkur stór og svo er ég að verða amma í haust og það finnst mér dásamlegt.“ Ætlarðu að horfa á Evróvisjón? „Ekki spurning! Mér finnst Jóhanna Guð- rún syngja íslenska lagið mjög vel. Öll fjöl- skyldan hoppaði hæð sína í loft upp þegar lagið komst áfram. Allir segja mér að Nor- egur vinni og mér finnst það lag hressilegt og skemmtilegt. Ég fell ekki fyrir flytjand- anum sem söngvara en hann er sjarmör og hefur flotta útgeislun á sviðinu. Annars gæti Una dóttir mín, sem er átta ára, svarað spurningunni um væntanlegan sigurvegara betur en ég.“ Margir sjá þig sem sigurvegara í pólitík og framtíðarleiðtoga Vinstri grænna. Þú hlýtur að stefna hátt í pólitík? „Ég hef aldrei verið upptekin af því að ná frama. Ég er uppteknari af pólitískum og persónulegum leiðarljósum, því að heildar- hugsun sé á bak við verk mín. Nú sit ég í þessu ráðuneyti og þarf að læra mjög margt. Svo hef ég ekki áður setið á þingi þannig að ég þarf líka að læra það. Ég er með fangið fullt af verkefnum. Þegar ég var unglingur og var að fara á böll sagði mamma: „Vertu sjálfri þér til sóma.“ Mér finnst hún allt eins hafa getað sagt þetta við mig núna þegar ég er orðin umhverfisráðherra.“ Morgunblaðið/Kristinn » „Pabbi hefur einlæganáhuga á manneskjum og ég vona að ég hafi erft eitthvað af þeim áhuga hans. Hann hef- ur ekki bara áhuga á fólki á miðjum aldri og þeim sem vinna með honum heldur hefur hann líka mjög mikinn áhuga á því hvað börnum finnst. Þess vegna fannst mér ég strax á unga aldri vera fullgildur við- mælandi hans í umræðum um stjórnmál. Ég þakka honum ekki síst það hvað ég hef verið óhrædd við að hafa skoðanir og leggja eigið mat á hlutina. Mamma hafði líka mikil áhrif á mig. Hún var óskaplega skemmtileg kona, mikill lífs- spekingur og algjörlega laus við dómhörku. “ » „Ég ætla ekki að tjá migum atkvæðagreiðsluna í þinginu á þessu stigi en ég tel að það sé lýðræðislegur réttur alls almennings að taka afstöðu til þessa máls. Reyndar finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að innleiða í miklu ríkara mæli en gert hefur verið. Á hinu nýja Íslandi eiga stjórn- málamenn ekki að leysa málin bak við luktar dyr heldur á að hafa opið samráð við almenn- ing.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.