Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 37

Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 37
umræðan 37BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Grand hóteli Reykjavík á þriðjudaginn kemur, 19. maí, kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og tillögur að breytingum á samþykktum sem hægt er að kynna sér á stafir.is. Stafir boða jafnframt til sjóðfélagafundar kvöldið fyrir ársfund, mánudaginn 18. maí, kl. 20:00. Stjórnendur Stafa ætla þar að „rýna í stöðuna“ með fundargestum og svara fyrirspurnum um afleiðingar hrunsins og um niðurstöður ársreiknings 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og afla upplýsinga eða leita svara við spurningum. Allir sjóðfélagar eru hjartanlega velkomnir á báða fundina! Stórhöfða 31 | 110 Reyk jav ík | S ími 569 3000 | www.staf i r . i s Sjóðfélagafundur 18. maí Ársfundur 19. maí Stjórn Stafa lífeyrissjóðs st of a1 08 Marokkó - Atlasfjöllin Gönguferð á færi flestra Mikil þægindi (farangri trússað) Hæsti tindur Norður-Afríku Heillandi menning og landslag Nánast allt innifalið (sjá vefsíðu) * V ið m ið un ar ge ng ie vr u 6 . m aí 22. - 30. september Verð 194.900 kr.* Nánari upplýsingar í s. 587 9999 eða á FJALLALEIDSOGUMENN.IS Í HAUST voru málaðir svo kallaðir hjólavísar á nokkrar götur í Reykja- vík. Það var á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og Einarsnes í póst- númeri 107 og Langholtsveg og Laugarásveg í póstnúmeri 104. Hvað eru hjólavísar? Á ensku heita hjólavísar „Bike- and-chevron“. Þeir hafa verið notaðir víða um heim. T.d. í San Francisco og fleiri borgum í BNA, París í Frakk- landi, Brisbane í Ástralíu, Zürich í Sviss og Buenos Aires í Argentínu. Hjólavísar eiga að gefa bæði hjól- reiðamönnum og ökumönnum skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra. Gagnsemi hjólavísa Það hefur sýnt sig að þar sem hjólavísar eru notaðir finnst hjól- reiðafólki það örugg- ara í umferðinni og ökumenn víkja betur frá hjólreiðafólki. Sum- arið 2003 var gerð rannsókn í San Franc- isco á gagnsemi hjólav- ísa og voru niðurstöð- urnar afgerandi. Þar sem hjólavísar voru á götum hélt hjólafólk sig 20 cm lengra frá kyrrstæðum bílum og var þannig í minni hættu á að lenda á bílhurð sem opnaðist skyndilega. Þegar bílar fóru fram úr hélt hjólafólk sig um 10 cm lengra frá kyrrstæðum bílum en bílar sem fóru fram úr juku fjarlægð sína frá hjólreiðamanninum um 60 cm. Ef enginn hjólreiðamaður var á ferð höfðu hjólavísarnir samt þau áhrif að umferðin hélst um 30 cm lengra frá kyrrstæðum bílum. Hjólavísar eru mjög ódýr lausn ef menn ætla að bæta umferðaröryggi og öryggis- tilfinningu hjólreiðafólks og fjölga þar með þeim sem hjóla. Það þarf ekki alltaf að breyta skipulagi og ráð- ast í umfangsmiklar og dýrar fram- kvæmdir eins og breikkun gatna, lagningu hjólareina eða hjólastíga. Markmiðið með hjólavísum Að minna bílstjóra á að búast við umferð hjólandi á götunni. Að minna bílstjóra á að hjólreiða- menn mega hjóla lengra inni á ak- braut, jafnvel þó að þeir teppi aðra umferð ef það er nauðsynlegt vegna þrengsla. Að minna bílstjóra á að víkja vel til hliðar þegar þeir taka fram úr hjól- reiðamanni. Að upplýsa hjólreiðamenn um hvar best er að staðsetja sig á götunni með hliðsjón af kantinum eða kyrrstæðum bílum til að auka öryggi sitt. Að fjölga hjólreiðamönnum því mörgum finnst betra að hjóla á sér- merktum götum. Á hvernig götum henta hjólavísar? Hjólavísar henta fremur á götum þar sem fjöldi bíla og umferð- arhraði er hóflegur, eins og á mörgum safn- og tengibrautum. Sér- staklega vel reynast hjó- lavísar á eldri húsagöt- um sem nú flokkast sem safn- eða tengibrautir þar sem margar inn- keyrslur eru beint frá götu og bílum er lagt við gangstéttarbrún. Hjól- reiðamaður sem freistast til að vera á gangstétt er við þessi skilyrði í meiri hættu en hjólreiðamaður sem er vel sýnilegur úti á götu. En að hjóla á götum? Það er ein af þversögnunum í ör- yggismálum hjólreiðafólks að það er í raun öruggara að hjóla á götum borg- arinnar en á gangstéttum eða stígum sem þvera götur og innkeyrslur. Ef stutt er á milli gatnamóta og inn- keyrslna eru fleiri punktar á ferð hjól- reiðamanns þar sem árekstur getur orðið milli ökumanns og hjólreiða- manns. Til að koma í veg fyrir árekst- ur þarf hjólreiðamaður á gangstétt eða stíg að gæta sín við hver gatna- mót og við hverja innkeyrslu. Hraði hans verður minni og gildi hjólsins sem samgöngutækis rýrnar. Að auki þarf hjólreiðamaður að taka tillit til gangandi umferðar enda er hann gestur á mannvirki sem er hannað fyrir hraða gangandi manns. Hætt er við að ökumaður sjái ekki gangandi eða hjólandi sem eru utan sjónsviðs hans á stígum og gangstéttum. Flest- ar rannsóknir á raunverulegum slysa- tölum víðsvegar um heim sýna að þeir sem hjóla eftir gangstéttum og stíg- um og þvera götur og innkeyrslur eru í meiri hættu á að lenda í árekstri en þeir sem deila akbrautum með bílum og eru þar innan sjónsviðs ökumanna. Hjólavísarnir eru einmitt málaðir á götuna þar sem hjólreiðamaður á að staðsetja sig til að vera innan sjón- sviðs ökumanns. Á fáförnum húsagöt- um er mestan part óþarfi að mála hjó- lavísa enda henta þær götur vel til hjólreiða eins og þær eru nú. Landssamtök hjólreiðamanna mæla með því að meðfram stofn- brautum verði byggðar brautir fyrir hjól til að tengja saman hverfi og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem nú eru sundurskorin af umferð- aræðum. Þessar stofnbrautir þarf að byggja samkvæmt stöðlum þannig að þær henti til hjólreiða á 30 km hraða. Þær eru því öruggari sem færri gatnamót eru þar sem umferð hjól- andi skarast við bílaumferð. Flestir stígar höfuðborgarsvæðisins uppfylla því miður ekki reglur fyrir hönnun hjólreiðabrauta og eru þar að auki með blandaðri umferð gangandi og hjólandi. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í að nota hjólavísa á Íslandi. Eins og með margar nýjungar er eitt og ann- að sem má lagfæra. Meðal þess er að kynna hjólavísana betur og þróa við- mið varðandi staðsetningu hjólavísa á gatnamótum. Ítarefni: Landssamtök hjólreiðamanna: www.lhm.is Fjallahjólaklúbburinn: www.ifhk.is Þversagnir í öryggismálum hjólreiða- fólks: http://tiny.cc/d9aCE Samgönguhjólreiðar: http://tiny.cc/ YOcxO Brýnustu aðgerðir í málefnum hjólreiða- manna: http://tiny.cc/PwSAW Skýrsla um hjólavísa San Fransisco (pdf;1,2mb): http://tiny.cc/reKai Eftir Árna Davíðsson Árni Davíðsson Höfundur er félagi í Fjallahjólaklúbbnum. Hjólavísar við þrengingu í Einarsnesi Hjólavísar á götum Reykjavíkur » Þar sem hjólavísar eru notaðir finnst hjólreiðafólki það öruggara í umferðinni og ökumenn víkja betur frá hjólreiðafólki. UNG VINSTRI græn og nokkrir einstaklingar innan VG hafa sett fram nokkuð harðorða gagnrýni á forystu flokksins þar sem henni er legið á hálsi að virða ekki kvenfrels- isstefnu flokksins við ráðherraskip- an ríkisstjórnarinnar. Þessi gagn- rýni er ekki allskostar sanngjörn. Ekki er hægt að segja annað en að kvenfrelsisstefnu flokksins sé fylgt í hvívetna og erfitt að sjá að halli á konur. Það sést vel þegar rýnt er í stærstu stofnanir og stöður flokks- ins. Af 30 manna flokksráði eru sautján konur og þrettán karlar. Í ellefu manna stjórn flokksins eru átta konur og þrír karlar. Emb- ætti varaformanns, ritara og gjald- kera eru öll skipuð konum. Í þingflokknum eru sjö konur og sjö karlar. Framkvæmdastýra flokksins er kona. Þingflokksformaðurinn er kona. Í nýafstöðnum kosningunum leiddu konur þrjá lista og karlar þrjá. Á fjórum listanna af sex voru fleiri konur en karlar í efstu fimm sætunum. Í stjórn UVG eru hins vegar fimm karlar en fjórar konur í stjórn sem er samskonar staða og í landstjórn- inni þar sem flokkurinn hefur fimm ráðherra, þrjá karla og tvær konur. Það er erfitt að skipta oddatölu í tvennt. Hvað landstjórn- ina varðar liggur hinsvegar fyrir að uppstokkun verður á kjörtímabilinu þegar ráðherrum verður fækkað úr tólf í níu. HEAFNKELL TUMI KOLBEINSSON kennari. Öndum með nefinu Frá Hrafnkeli Tuma Kolbeinssyni: Tumi Kolbeinsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.