Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 ✝ Magnús Finn-bogason fæddist á Lágafelli 13. mars 1933. Hann lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli 5. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Finnbogi Magn- ússon, f. 26.2. 1903, d. 22.6. 1959, og Vil- borg Sæmundsdóttir, f. 30.1. 1902, d. 1.8. 1990. Systir Magn- úsar er Hólmfríður, f. 1.7. 1931, maður Reynir Jóhannsson, f. 14.2. 1927. Þau eiga eina dóttur. Fóstursystir Magnúsar er Guðrún Árnadóttir, f. 16.8. 1927, maður Jónas Helgason, f. 5.10. 1924. Þau eignuðust þrjú 20.7. 1991, Guðný Helgadóttir, f. 23.9. 1994. 3) Ragnhildur, f. 3.7. 1975, maður Guðmundur Erlends- son, f. 16.8. 1965. Börn Guð- mundar: Erlendur Jón, f. 9.8. 1990, og Helga Rut, f. 28.7. 1992. Magnús ólst upp á Lágafelli og stundaði nám í farskóla Austur- Landeyja og lauk síðan gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1951. Auk hefðbund- inna sveitastarfa stundaði Magnús vetrarvertíðir á yngri árum. Við fráfall föður síns árið 1959 tók Magnús við búi á Lágafelli, í byrj- un í félagsbúi með móður sinni. Hann bjó á Lágafelli ásamt konu sinni til 2001 er þau hjón fluttu á Hvolsvöll. Félagsmál voru Magnúsi hugleikin og var hann öflugur þátttakandi í starfi ýmissa félaga og nefnda. Útför Magnúsar fer fram frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum í dag kl. 14. börn. Magnús kvænt- ist 1.4. 1961 Auði Hermannsdóttur, f. 27.8. 1935. Foreldrar hennar voru Her- mann Björnsson, f. 21.8. 1898, d. 7.10. 1984, og Una Jóns- dóttir, f. 16.6. 1903, d. 10.6. 1991 Börn Magnúsar og Auðar eru: 1) Vilborg, f. 4.3. 1962, maður Gunnar Hermannsson, f. 6.2. 1956. Börn: Almar, f. 17.3. 1988, Andri, f. 17.3. 1988, og Magnús, f. 17.5. 1995. 2) Finnbogi, f .24.2. 1971, kona Þórey Pálsdóttir, f. 5.9 1966. Börn: Pálmi Hólm Halldórsson, f. 17.10. 1985, Laufey Helgadóttir, f. Fallinn er frá vinur minn, Magnús Finnbogason, fyrrum bóndi á Lága- felli. Liðin eru 62 ár frá því við kynnt- umst. Gunnlaugur, föðurbróðir minn, deildi stofu á Landspítala í upphafi árs 1947, ásamt Sæmundi Ólafssyni, bændahöfðingja á Lágafelli, afa Magnúsar. Faðir minn var duglegur að heimsækja bróður sinn á spítal- ann. Kynntist hann þá Sæmundi vel. Sæmundur var þá orðinn ekkjumað- ur og við búrekstri hafði tekið dóttir Sæmundar, Vilborg, og maður henn- ar Finnbogi, frá Reynisdal í Mýrdal. Ákveðið var, að ég yrði sveita- drengur á Lágafelli næsta sumar. Síðari hluta maí 1947 var haldið aust- ur. Bíll föður míns fullpakkaður, öku- maður Hafsteinn Björnsson, starfs- maður föður míns; aftur í móðir mín, Björn Jóhannesson, forseti bæjar- stjórnar, vinur pabba frá bæjarpóli- tíkinni í Hafnarfirði, og Friðfinnur, föðurbróðir minn, fyrrum múrara- meistari en þá bóndi í Hafnarfirði. Vel var tekið á móti okkur á Lága- felli og þegar komið var að því að kveðja úti á hlaði, sé ég föður minn taka undir handlegginn á Finnboga og leiða hann út á tún. Pabbi vildi ekki segja mér, hvað þeim Finnboga hefði farið á milli. 2 árum síðar sátum við Vilborg í eldhúsinu á Lágafelli og segir hún þá við mig. „Hrafnkell, ég vil segja þér hvað honum pabba þín- um og Boga fór á milli úti á túni, þeg- ar þú komst fyrst hingað austur. Pabbi þinn sagði þá: Finnbogi, þú manst eftir að láta drenginn vinna nógu mikið. „Þegar ég heyrði þetta, var ég ákveðin í því að koma í veg fyr- ir, að karlmennirnir myndu útjaska þér í vinnu, 8 ára gömlum“! Ég átti 6 góð sumur á Lágafelli og minnist hjónanna og barna þeirra Hólmfríðar og Magnúsar með virðingu og þakk- læti. Ég fylgdist með miklum fram- kvæmdum á jörðinni og skógrækt var innleidd. Ég heimsótti fólkið á Lága- felli næstum því hvert sumar, nú síð- ustu árin á Hvolsvöll. Oft voru fleiri með í bílnum og öllum var vel og rausnarlega tekið. Um miðjan átt- unda áratug síðustu aldar komu tengdaforeldrar mínir með, þau Kristín og Ragnar Ólafsson hrl. Magnús var mikill samvinnumaður, stjórnarmaður í Kaupfélagi Rang- æinga og Sláturfélagi Suðurlands. Ragnar var stjórnarformaður KRON og í stjórn SÍS. Ólafur, faðir Ragnars var einn af stofnendum Su. Umræðu- efnið var ærið hjá Magnúsi og Ragn- ari. Í júní 2008 ákváðum við hjónin að aka á Hvolsvöll og kynna dótturson okkar, Höskuld Hrafn Valbjörnsson, 9 mánaða gamlan, sem var þá staddur hjá okkur, fyrir „Lágafellsfólkinu“. Þrátt fyrir erfið veikindi sýndi Magn- ús okkur útskurð og silfursmíði sem hann vann við. Oddný fékk hjá honum eyrnalokka og hálsmen, gerð úr hrútshorni. Hann sagði mér þá, að hann hefði flaggað í heila stöng daginn sem am- eríski herinn yfirgaf Ísland. Hann hefði verið sá eini á Hvolsvelli, sem hefði flaggað. Ég vissi alltaf, að hann var mikill herstöðvarandstæðingur. Ég var annarrar skoðunar og höfðum við oft rætt þau mál áður án niður- stöðu. Veikindi Magnúsar ágerðust en hann tók því með sömu karlmennsku og einkenndi hann. Kveðjur frá okkur Oddnýju til Auðar og fjölskyldu. Hrafnkell Ásgeirsson Þegar foreldrar mínir fluttu úr A- Landeyjum á 5. áratug síðustu aldar héldust lengi sterk tengsl á milli for- eldra minna og gömlu Landeying- anna og maður fékk það á tilfinn- inguna að sveitin væri ein stór fjölskylda. Margir af næstu kynslóð treystu vinaböndin og gera enn þó sú kynslóð sé líka farin að týna tölunni. Þetta stórkostlega fólk úr minni gömlu fæðingarsveit á auðvitað stór- an sess í geymd minninganna. Magn- ús frá Lágafelli var einn af þessum tryggðatröllum sem ég skulda þakk- ir. Vilborg móðir hans og mamma voru frænkur og vinkonur alla tíð og eftir að Villa dó tók Magnús upp þann hátt að hringja reglulega í mömmu og fylgjast með líðan hennar og heim- sótti hana amk. árlega og eftir að mamma var öll hélt hann sama sam- bandi við Kalla bróðir á meðan hann lifði, svona var artin og tryggðin. Magnús var glæsilegur maður í sjón og raun, stórhuga athafnamaður fylginn sér í orði og verki. Stórbóndinn á Lágafelli lætur eftir sig gróinn og gildan sjóð í ræktun lands og lýðs með áratuga löngu og farsælu forystustarfi í margþættum félags- og menningarmálum. Þennan þátt í lífshlaupi Magnúsar þekkja amk. allir Sunnlendingar og ætla ég ekki að víkja frekar að því hér en þess í stað að enda þessi kveðjuorð með minningu um þegar við Kalli bróðir komum að Lágafelli sumarið 1996 en þá voru 50 ár liðin frá því foreldrar okkar fluttu frá Önundarstöðum. Magnús vissi af þessu og keyrði okk- ur eins og fært var að gamla bæj- arstæðinu. Eftir að hafa svipast um á fornum slóðum nutum við gestrisni Magnúsar og Auðar og sýndi Magnús okkur m.a. gróðurreit skógræktar sem hann var stoltur af og eins korn- rækt og alla þá umsetningu sem henni fylgdi í byggingum og tækjum. Höfðinginn var þarna farinn að reskj- ast en áhuginn á verkefnunum var eins og eldmóður ungs manns sem er að hefja lífsgönguna. Vænt þykir mér um að eiga þessa minningu um Magn- ús þar sem hann blómstraði í sínu ríki fullur lífsgleði og sjálfstrausts, eins og hann reyndar var alltaf. Í öllum sínum umsvifum naut Magnús stuðn- ings sinnar góðu og atorkusömu konu sem nú lifir mann sinn. Kæra Auður, ég votta þér og börn- unum mína innilegustu samúð og bið aðstandendum öllum Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Elsku pabbi minn, mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum orð- um. Ég var yngst af okkur systkinun- um og var langt fram eftir aldri titluð sem litla barnið. Ég var nú ekki endi- lega alltaf sátt við það. Ég var líka pabbastelpa langt fram eftir aldri og þótti fátt betra en að sitja í fanginu á þér við morgunverð- arborðið. Ég sóttist líka lengi vel eftir því að leiða þig. Það var eitthvað svo öruggt. Mér þótti notalegt að fara með þér í gegningarnar og hjálpa til þótt ég hafi nú aldrei verið neitt sér- staklega liðtæk í sveitastörfum. Mér fannst þú nú heldur ekki alltaf sann- gjarn þegar ég var að hjálpa til. Þeg- ar ég lít til baka held ég þó að þú hafir haft sterka tilfinningu fyrir hvað ég gat og gat ekki. Þótt ég reyndi að vera hörð af mér, þá held ég að þú hafir oftast séð í gegnum það. Þegar ég varð eldri áttum við margar góðar stundir saman í sauðburðinum. Þegar vel gekk hafðir þú stundum á orði að ég ætti að læra að verða ljósmóðir. Það var þín leið til að hrósa mér fyrir vel heppnaða fæðingarhjálp. Þú settir ekki mörg orð á tilfinningar en maður vissi samt sem áður hvað þér líkaði og mislíkaði. Ég bar mikla virðingu fyrir þér og það skipti mig miklu máli að standa mig vel í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú hafðir marga eiginleika sem ég vona að ég bæði hafi lært af eða komi til með að gera það. Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þú bæði beint og óbeint hefur mótað mig á mörgum sviðum. Eitt af því sem ég hef alltaf dáðst að er hversu óbilandi trú þú hafðir á hugmyndum þínum. Ef þú fékkst góða hugmynd, þá skipti engu hversu mikilli vantrú þú mættir frá öðrum. Þú hrintir þeim í framkvæmd. Það sem þú ætlaðir þér að gera, það gerðir þú. Þú hafðir sterkar skoðanir og stóðst fast á þínu. Þú varst heldur ekki hræddur við að prófa nýja hluti og komst oft á óvart í þeim efnum. Gott dæmi um það er þegar þið mamma hættuð búskap, þá byrjaðir þú að gera ýmis listaverk í skúrnum og fékkst sífellt nýjar hugmyndir. Ég man að ég átti mjög erfitt að með trúa þessu, þar sem ég vissi ekki til að þú hefðir áhuga á slíku föndri. Ég átti sérstaklega erfitt með að ímynda mér þig með þínar stóru hendur vinna að einhverju svona fínlegu. En þú gerðir það bara á þinn hátt. Þú byrjaðir líka að syngja í kór, nokkuð sem ég heldur ekki hefði getað ímyndað mér að þú myndir gera. Ég hafði ekki hugmynd um að þú hefðir gaman af að syngja. Eftir að þú veiktist hefur mér þótt mjög erfitt að vera svona langt í burtu, en þú barðist af ótrúlegri hörku við veikindin og komst sífellt á óvart. Mér þykir sárt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að sjá ófætt barna- barn þitt, eða leiða mig upp að alt- arinu þegar að því kemur, en ég veit Magnús Finnbogason Elsku afi okkar. Þú sem bjóst með okkur svo lengi sem við munum. Þú sem varst okkur sem faðir þegar pabbi var á sjó. Þú sem stalst af nafna þínum húfu sem á stóð „Pearl Jam“ og gekkst með hana í heilan vetur án þess að vita hvað það táknaði og fékkst viður- nefnið „gamli rokk“. Þú sem fórst með okkur í berjamó á „Súðinni“ sem kom yfirleitt einni dæld eða rispu ríkari heim. Þú sem ætlaðir að dunda þér við að fella gráslepp- unet í bílskúrnum en dundið var aldrei til staðar heldur stóðstu nán- ast við þar til allt var búið. Þú sem klæddir þig upp á í smóking og blankskó og smelltir á þig Old Spice fyrir gömludansaböllin. Þú sem varst í kartöfluræktinni með afa Óa. Þú sem sigldir með okkur í Flatey á sumrin á Örinni. Þú sem prjónaðir sjálfur alla þína ullarsokka. Þú sem hélst alltaf í hornið á Mogganum þegar við vorum að fletta honum til að verða örugglega næstur til að lesa hann. Þú sem talaðir alltaf um „blessað gamla fólkið“, þó umrætt fólk væri 20 árum yngra en þú. Þú sem lást aldrei á þínum skoðunum Ragnar Hermannsson ✝ Ragnar Her-mannsson fæddist á Bjargi í Flatey á Skjálfanda 11. febr- úar 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 29. apríl síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Húsavíkurkirkju 9. maí. Meira: mbl.is/minningar heldur sagðir þær hátt og stóðst við þín- ar meiningar. Þú sem tókst upp á því að spila „pool“ heilu og hálfu dagana eftir að þú fluttir á Hvamm. Þú sem slóst um þig með ensku þegar vel lá á þér, „goodfine“ heyrðist oft þegar þér líkaði eitthvað. Þú sem varst orðinn þekktur á Húsavík fyrir hatt þinn og staf því án þeirra fórstu aldrei í göngutúrana niður á bryggju. Þú sem varst listamaður. Elsku afi, við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og ert án efa kominn í félagsskap ömmu aftur eftir allan þennan tíma. Við munum aldrei gleyma þér og kveðjum þig með þakklæti í huga fyrir allt það sem þú varst okkur systkinunum. Nú sýnist okkur svefn og ró þig sveipa í friðarlín, þú hverfur ei til okkar heim, en eitt sinn við til þín. Við fylgjum þér svo langt á leið, sem leyfir mátturinn, og biðjum okkar ættarmold, að annast beðinn þinn. (Hulda) Þín barnabörn, Þorbjörg, Ragnar og Ásta. Elsku afi minn, þó þú hafir ekki verið hár í loftinu þá hef ég alla tíð litið mjög mikið upp til þín. Þú varst hress, kröftugur og lést ekk- ert stoppa þig. Komst í gegnum öll veikindin þín og fórst sáttur. Nú þegar þú ert farinn kemur upp í huga mér ótal margar minningar. En aðeins lítið brot af þeim komast hér fyrir. Þegar ég rifja upp þessar minn- ingar detta mér fyrst í hug allir þeir gömlu góðu tímar sem við áttum saman í Flatey. Daginn sem við löbbuðum tvö saman meðfram bjarginu og þú endurtókst ótal sinnum milli þess sem þú hélst í peysuna mína að ég ætti að passa mig á lundaholunum og detta ekki framaf. Og þú, elsku afi, dast með annan fótinn ofaní eina holuna sem náði þér uppá mitti. Daginn sem við stóðum tvö saman við vitann og tveir útlendir ferðamenn löbbuðu til okkar og spurðu á ensku hvar væri best að líta til að sjá hvali. Ég kunni ekkert frekar en þú að svara á ensku, en þú bentir strax og ég sagði þér hvað þeir höfðu sagt, eitt- hvert út á haf og sagðir „good, fi- ne,yes“. Daginn sem við vorum í Flatey og þú ákvaðst að þú skyldir ekki koma þangað aftur, þá gafstu mér vinnugallann þinn, eldgamla húfu og vettlinga. Og spurðir, af því að ég hef alltaf viljað eiga hluti sem þú hefur átt, hvort ég vildi ekki eiga gamlar slitnar buxur af þér. Síðan hlóstu eins og vitlaus værir og við röltum saman með þær á bálið. Síðustu jólin sem þú varst hjá okkur, og ég gaf þér nýjan farsíma í jólagjöf. Mikið var gaman að sjá hvað þú varst ánægður með páfa- gaukana tvo sem voru á skjánum. Við sátum lengi saman og ég kenndi þér á símann. Mér dettur líka í hug sá tími þegar mamma var á spít- alanum og þú varst heima að passa okkur. Þú varst þá að byrja að skera út listaverk og varst alltaf með perubrjóstsykur í töskunni. Minningin þegar við komum norður og þú fórst með mig og Hrönn á rúntinn, uppá kartöfluskemmu, eða eitthvað um bæinn. Þú keyrðir allt- af fram hjá elliheimilinu Hvammi og sagðir „jæja, hér býr víst blessað gamla fólkið“. Þegar ég rifja upp þessar minningar veit ég ekki hvort ég á að gráta eða hlæja. Ég á svo margar æðislegar minningar og mér fannst yndislegt að geta komið til þín og kvatt þig almennilega. En ég mun samt sakna þín svo sárt. Það síðasta sem þú sagðir við mig var „Auðvitað áttu eftir að koma aftur“. Þú varst svo jákvæður, þér leið vel og varst svo sáttur með lífið. Guð blessi þig, elsku afi, við sjáumst síðar. Kristín og Ragnar Valur. Það var tilviljun að við kynnt- umst Ragnari Hermannssyni og verkum hans. Við litum við hjá hag- leiksmanni á Húsavík árið 2002 og spurðum í lok heimsóknar hvort einhver annar á staðnum ynni í tré. Maður á stigapalli í Dvalarheim- ilinu Hvammi tjáði okkur að Ragn- ar væri á göngu í plássinu og óvíst hvenær hann kæmi aftur, en son- ardóttir hans sem vann þarna leyfði okkur að kíkja snöggvast inn í stof- una hans. Við stóðum steini lostin í gættinni því við blasti röð af stór- fenglegum flokki manna og kvenna í gluggakistunni. Við vorum ekki fyrr komin heim en ég settist niður og skrifaði listamanninum bréf þar sem ég lét í ljós hrifningu okkar á verkum hans og löngun til að koma þeim á framfæri. Stuttu síðar ókum við aftur til Húsavíkur og hittum Ragnar í faðmi fjölskyldunnar; var þar fastsett að safnið keypti 25 verk og setti upp sýningu á þeim 2003. Sú sýning var að vonum lítil, en áhrifarík, stór glerskápur á miðju gólfi. Síðar gerðum við munnlegan samning við Ragnar sem fól í sér kaup á verkum hans og veglega sér- sýningu við fyrsta tækifæri. Ég sagði við hann að í fjöldanum fælist karlmannlegur styrkur hans og per- sónuleiki, gagnrýn hugsun, yfirsýn og umburðarlyndi, vitnisburður um fjölbreytileg viðfangsefni og hagleik sem ætti sér vart hliðstæðu í menn- ingarsögu okkar Íslendinga. Honum fannst þetta oflof. Ég bætti því við að safninu væri heiður að því að eiga verk eftir hann. Þá hló hann. Sýning Ragnars Hermannssonar í nýjum húsakynnum Safnasafnsins 2007 vakti fádæma hrifningu enda var hún flott og sterk. Samning- urinn við hann rann síðan út haustið 2008 með uppgjöri, en um leið var nefnt að safnið fengi nýrri verk sem höfðu farið til kynnis syðra, og hætta væri á að yrðu seld úr landi, en það mál var óafgreitt er hann lést. Nokkrum vikum áður hafði ég sett upp litla sýningu á veiðimönn- um Ragnars honum til heiðurs og varð hann glaður við þær fréttir. Það er fengur fyrir Safnasafnið að eiga glæsilegt úrval af verkum eftir Ragnar Hermannsson, geta sett upp sýningu á þeim og borið hróður hans áfram kynslóð eftir kynslóð. Við erum þakklát fyrir bið- lund og traust sem Ragnar sýndi okkur í viðskiptum og stolt yfir því að hafa öðlast trúnað hans, einlæga vináttu sem aldrei bar skugga á og andríkar samverustundir sem leiftra í minni. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðj- ur á sorgarstundu. Níels Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.