Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 21
jafnólíklegt og að sólin kæmi einn dag upp í vestri en ekki austri. Það var þá. Síðan breyttist allt – árið 2003. Sex árum síðar hefur Ro- wayda upplifað meira ofbeldi en hún vill vita af. Sex árum síðar er hún flúin frá Bagdad og flutt inn í tjald. Lífið í Al Waleed er þrautaganga en allt er betra en ofsóknirnar í Bagdad. Of margir hafa verið drepnir í kringum Rowaydu til að hún treysti sér til að dvelja áfram á heimili sínu. Sumu er erfitt að gleyma – sumt verður ef til vill aldr- ei hægt að komast yfir. Staðfastar þjóðir fjarlægðu Sadd- am Hussein vorið 2003 án þess að hafa úthugsaða áætlun um hvað ætti að koma í staðinn. Vopnaðir öfgahópar fylltu fljótlega tómarúm- ið – hópar sem sumir hverju vildu palestínska flóttafólkið í burtu, þetta væri ekki þeirra land. Saddam var farinn, hann hafði verndað þau í Írak – nú skyldu þau í burtu sömu- leiðis. Áður en lögleysan og ring- ulreiðin hófst höfðu þau hins vegar átt ágætis líf í Írak. Fjögurra daga gömul Daginn sem ég smeygi mér inn í tjaldið hennar Rowaydu með bréf og myndir frá Línu systur hennar á Íslandi, situr hún og gefur ungbarni brjóst. Undan hvítu teppi glittir í agnarsmátt höfuð með mikið svart hár. Þetta er lítil stúlka, fædd fjór- um dögum áður. Móðirin situr á fallegu rúmteppi skreyttu gulum og bláum blómum. Við hliðina á rúminu er vagga. Á tjaldstöng hanga bleik plastblóm en á tjaldvegginn hefur verið saumað plakat með mynd af strönd og pálmatrjám. Litla fjölskyldan hefur lagt sig í líma við að gera líf í tjaldi Föst Flóttafólkið er strand í eyðimörkinni við landamæri Íraks og Sýrlands og næsta sjúkrahús er 400 km í burtu. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Systur Rasha, Rowayda og Ronda eru systur Línu Falah á Skaga. Í fangi Rowaydu er nýfædd dóttir hennar. Heitt Stúlka í Al Waleed þar sem steikjandi sumarhitarnir eru framundan. 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009  Takk fyrir stuðninginn! Álfasala SÁÁ í lok síðasta mánaðar tókst vel og gerir okkur kleift að halda áfram stuðningi við unga vímuefnaneytendur í vanda og uppbyggingu unglingadeildar SÁÁ á Vogi. Fyrir það viljum við þakka þeim mikla fjölda fólks sem tók þátt í Álfasölunni og þeim nærri 28.000 Íslendingum sem keyptu Álfinn – fyrir unga fólkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.