Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 21
jafnólíklegt og að sólin kæmi einn dag upp í vestri en ekki austri. Það var þá. Síðan breyttist allt – árið 2003. Sex árum síðar hefur Ro- wayda upplifað meira ofbeldi en hún vill vita af. Sex árum síðar er hún flúin frá Bagdad og flutt inn í tjald. Lífið í Al Waleed er þrautaganga en allt er betra en ofsóknirnar í Bagdad. Of margir hafa verið drepnir í kringum Rowaydu til að hún treysti sér til að dvelja áfram á heimili sínu. Sumu er erfitt að gleyma – sumt verður ef til vill aldr- ei hægt að komast yfir. Staðfastar þjóðir fjarlægðu Sadd- am Hussein vorið 2003 án þess að hafa úthugsaða áætlun um hvað ætti að koma í staðinn. Vopnaðir öfgahópar fylltu fljótlega tómarúm- ið – hópar sem sumir hverju vildu palestínska flóttafólkið í burtu, þetta væri ekki þeirra land. Saddam var farinn, hann hafði verndað þau í Írak – nú skyldu þau í burtu sömu- leiðis. Áður en lögleysan og ring- ulreiðin hófst höfðu þau hins vegar átt ágætis líf í Írak. Fjögurra daga gömul Daginn sem ég smeygi mér inn í tjaldið hennar Rowaydu með bréf og myndir frá Línu systur hennar á Íslandi, situr hún og gefur ungbarni brjóst. Undan hvítu teppi glittir í agnarsmátt höfuð með mikið svart hár. Þetta er lítil stúlka, fædd fjór- um dögum áður. Móðirin situr á fallegu rúmteppi skreyttu gulum og bláum blómum. Við hliðina á rúminu er vagga. Á tjaldstöng hanga bleik plastblóm en á tjaldvegginn hefur verið saumað plakat með mynd af strönd og pálmatrjám. Litla fjölskyldan hefur lagt sig í líma við að gera líf í tjaldi Föst Flóttafólkið er strand í eyðimörkinni við landamæri Íraks og Sýrlands og næsta sjúkrahús er 400 km í burtu. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Systur Rasha, Rowayda og Ronda eru systur Línu Falah á Skaga. Í fangi Rowaydu er nýfædd dóttir hennar. Heitt Stúlka í Al Waleed þar sem steikjandi sumarhitarnir eru framundan. 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009  Takk fyrir stuðninginn! Álfasala SÁÁ í lok síðasta mánaðar tókst vel og gerir okkur kleift að halda áfram stuðningi við unga vímuefnaneytendur í vanda og uppbyggingu unglingadeildar SÁÁ á Vogi. Fyrir það viljum við þakka þeim mikla fjölda fólks sem tók þátt í Álfasölunni og þeim nærri 28.000 Íslendingum sem keyptu Álfinn – fyrir unga fólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.