Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 56

Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK JENNIFER ANISTON ER FRÁBÆR Í ÞESSARI RÓMANTÍSKU GAMANMYND ÞAR SEM WOODY HARRELSON OG STEVE ZAHN FARA Á KOSTUM SEM TVEIR ÁSTFANGIR MENN SEM ERU REIÐUBÚNIR AÐ BERJAST UM ÁST HENNAR MEÐ EINKAR FYNDNUM AFLEIÐINGUM. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHH “... FÍNASTA SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM HASARATRIÐUM...” - V.J.V., FBL á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ ath. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Wes Craven er mættur aftur með einhvern ROSALEGASTA THRILLER SÍÐARI ÁRA SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI HHH „STÓRBROTINN HASAR.“ SV MBL TERMINATOR SALVATION kl. 8D - 10:30D 12 DIGTAL STAR TREK XI kl. 8 - 10:30 10 MANAGEMENT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 10 STAR TREK XI LÚXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 2 - 4 L CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L 3D DIGTAL BEVERLY HILLS CHIHUAHUA kl. 1:30 L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10:30 16 MONSTERS VS. ALIENS kl. 1:30 L HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L NEW IN TOWN kl. 5:50 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI THE HANGOVER Forsýning kl. 10 12 MANAGEMENT kl. 6 - 8:10 - 10:20 10 GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 6:10D - 8D L DIGITAL ADVENTURELAND kl. 8:10 - 10:20 12 CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L 3D DIGTAL CORALINE 3D m. ensku tali, ótextuð kl. 63D L 3D DIGTAL HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 L ALFREÐ ELÍASS. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 3:30D (síðasta sýn.) L DIGITAL STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 1:30D L DIGITAL Eins og nafnið gefur tilkynna fjallar heimild-armyndin Gott silfur gullibetra um glæsilegustu frammistöðu íslenskra hópíþrótta- manna á stórmóti; silfurverðlauna- hafana, handboltakempurnar okkar á Ólympíuleikunum í Beijing sumarið 2008. Myndin byrjar á slæmu gengi „strákanna okkar“ í síðasta Evr- ópumóti og undankeppninni fyrir Ól- ympíuleikana þar sem við börðumst um laust sæti og unnum það. Síðan hefst þessi ótrúlega sigurganga í Kína, sem byrjar á rosalegum nótum; sigri á Rússum og Þjóðverjum og í framhaldinu slátrum við hverri stór- þjóðinni á fætur annarri uns komið er í úrslitaleikinn og eina tapleikinn – á móti heimsmeisturum Frakka. Kvikmyndafólkið fylgist náið með keppendunum, þjálfaranum og að- stoðarfólkinu, þessum firna vel sam- valda hópi sem ruddi hverri hindr- uninni á eftir annarri úr vegi í markvissri átt að glæsilegasta árangri okkar manna og vakti athygli um heimsbyggðina. Reynt er að kom- ast að leyndarmálinu á bak við árang- urinn, þar sem allt og allir lögðust á eitt um að við berðumst um gullið, nokkuð sem enginn gat ímyndað sér á undirbúningstímanum. Það er ljóst að Guðmundur og að- stoðarmenn hans höfðu getuna og kunnáttuna til að laða fram (mótív- era) allt það besta í leikmannahópn- um og láta hann toppa á réttum tíma. Farið er vel og vandlega yfir mynd- bönd af leikjum andstæðinganna, hópurinn geymdur í hálfgerðri ein- angrun til að forðast truflanir frá um- hverfinu. Guðmundur og co. sömdu skotheldar hernaðaráætlanir, leituðu uppi veikleika andstæðinganna og hinn heimspekilega sinnaði fyrirliði og stórmenni í íþróttinni, Ólafur Stef- ánsson, sá um andlega uppbyggingu sem skilaði mikilvægum árangri. Keppnin fór fram síðsumars, rétt fyrir fallið mikla, bankahrunið, heimskreppuna. Það lék allt í lyndi og ráðamenn enn steinblindir á að við vorum að hrapa fram af brúninni fá- einum dögum síðar. Síðan „strák- arnir okkar“ þjöppuðu saman þjóð- inni og fylltu hjarta okkar gleði og stolti hefur lítið jákvætt gerst til að hressa upp á þjóðarsálina. En minn- ingin um ævintýralegan árangur snillinganna sem lyftu merki lands og þjóðar í hæstu hæðir í Beijing verður aldrei frá okkur tekin og nú er komin þessi fína mynd, vel gerð, frábærlega klippt og skorin, sem við getum glatt okkur yfir um ókomin ár. Handbolta- landsliðið sýndi og sannaði, líkt og Vilhjálmur Einarsson og fleiri góðir menn, að við eigum jafnan að taka þátt í stórmótum, minnast Davíðs og Golíats, Guðmundar og hetjanna hans. Myndin Gott silfur gulli betra, með sínum jákvæða boðskap og trú á að ekkert sé útilokað, á að vera til á hverju heimili. Þá getum við upplifað hrifningarölduna sem umlék lands- menn á þessum dýrðardögum fyrir ósköpin. saebjorn@heimsnet.is Sambíóin Gott silfur gulli betra bbbmn Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Þór Elís Pálsson. Handrit: Þór Elís og Anna Þóra Steinþórsdóttir. Kvikmyndataka: Guðbergur Davíðsson. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Hljóð: Gunnar Árnason. Tónlist: Valtýr Guðjónsson. Þulur: Hilmir Snær Guðnason. Fram- leiðandi: Guðbergur Davíðsson. Helstu viðmælendur: Guðmundur Þ. Guð- mundsson og íslenska handbolta- landsliðið. Hvíta fjallið, HSÍ og RÚV, með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. 81 mín. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silfurdrengirnir „Myndin, með sínum jákvæða boðskap og trú á að ekkert sé útilokað, á að vera til á hverju heimili.“ Að gera betur en síðast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.