Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK JENNIFER ANISTON ER FRÁBÆR Í ÞESSARI RÓMANTÍSKU GAMANMYND ÞAR SEM WOODY HARRELSON OG STEVE ZAHN FARA Á KOSTUM SEM TVEIR ÁSTFANGIR MENN SEM ERU REIÐUBÚNIR AÐ BERJAST UM ÁST HENNAR MEÐ EINKAR FYNDNUM AFLEIÐINGUM. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHH “... FÍNASTA SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM HASARATRIÐUM...” - V.J.V., FBL á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ ath. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Wes Craven er mættur aftur með einhvern ROSALEGASTA THRILLER SÍÐARI ÁRA SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI HHH „STÓRBROTINN HASAR.“ SV MBL TERMINATOR SALVATION kl. 8D - 10:30D 12 DIGTAL STAR TREK XI kl. 8 - 10:30 10 MANAGEMENT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 10 STAR TREK XI LÚXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 2 - 4 L CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L 3D DIGTAL BEVERLY HILLS CHIHUAHUA kl. 1:30 L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10:30 16 MONSTERS VS. ALIENS kl. 1:30 L HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L NEW IN TOWN kl. 5:50 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI THE HANGOVER Forsýning kl. 10 12 MANAGEMENT kl. 6 - 8:10 - 10:20 10 GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 6:10D - 8D L DIGITAL ADVENTURELAND kl. 8:10 - 10:20 12 CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L 3D DIGTAL CORALINE 3D m. ensku tali, ótextuð kl. 63D L 3D DIGTAL HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 L ALFREÐ ELÍASS. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 3:30D (síðasta sýn.) L DIGITAL STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 1:30D L DIGITAL Eins og nafnið gefur tilkynna fjallar heimild-armyndin Gott silfur gullibetra um glæsilegustu frammistöðu íslenskra hópíþrótta- manna á stórmóti; silfurverðlauna- hafana, handboltakempurnar okkar á Ólympíuleikunum í Beijing sumarið 2008. Myndin byrjar á slæmu gengi „strákanna okkar“ í síðasta Evr- ópumóti og undankeppninni fyrir Ól- ympíuleikana þar sem við börðumst um laust sæti og unnum það. Síðan hefst þessi ótrúlega sigurganga í Kína, sem byrjar á rosalegum nótum; sigri á Rússum og Þjóðverjum og í framhaldinu slátrum við hverri stór- þjóðinni á fætur annarri uns komið er í úrslitaleikinn og eina tapleikinn – á móti heimsmeisturum Frakka. Kvikmyndafólkið fylgist náið með keppendunum, þjálfaranum og að- stoðarfólkinu, þessum firna vel sam- valda hópi sem ruddi hverri hindr- uninni á eftir annarri úr vegi í markvissri átt að glæsilegasta árangri okkar manna og vakti athygli um heimsbyggðina. Reynt er að kom- ast að leyndarmálinu á bak við árang- urinn, þar sem allt og allir lögðust á eitt um að við berðumst um gullið, nokkuð sem enginn gat ímyndað sér á undirbúningstímanum. Það er ljóst að Guðmundur og að- stoðarmenn hans höfðu getuna og kunnáttuna til að laða fram (mótív- era) allt það besta í leikmannahópn- um og láta hann toppa á réttum tíma. Farið er vel og vandlega yfir mynd- bönd af leikjum andstæðinganna, hópurinn geymdur í hálfgerðri ein- angrun til að forðast truflanir frá um- hverfinu. Guðmundur og co. sömdu skotheldar hernaðaráætlanir, leituðu uppi veikleika andstæðinganna og hinn heimspekilega sinnaði fyrirliði og stórmenni í íþróttinni, Ólafur Stef- ánsson, sá um andlega uppbyggingu sem skilaði mikilvægum árangri. Keppnin fór fram síðsumars, rétt fyrir fallið mikla, bankahrunið, heimskreppuna. Það lék allt í lyndi og ráðamenn enn steinblindir á að við vorum að hrapa fram af brúninni fá- einum dögum síðar. Síðan „strák- arnir okkar“ þjöppuðu saman þjóð- inni og fylltu hjarta okkar gleði og stolti hefur lítið jákvætt gerst til að hressa upp á þjóðarsálina. En minn- ingin um ævintýralegan árangur snillinganna sem lyftu merki lands og þjóðar í hæstu hæðir í Beijing verður aldrei frá okkur tekin og nú er komin þessi fína mynd, vel gerð, frábærlega klippt og skorin, sem við getum glatt okkur yfir um ókomin ár. Handbolta- landsliðið sýndi og sannaði, líkt og Vilhjálmur Einarsson og fleiri góðir menn, að við eigum jafnan að taka þátt í stórmótum, minnast Davíðs og Golíats, Guðmundar og hetjanna hans. Myndin Gott silfur gulli betra, með sínum jákvæða boðskap og trú á að ekkert sé útilokað, á að vera til á hverju heimili. Þá getum við upplifað hrifningarölduna sem umlék lands- menn á þessum dýrðardögum fyrir ósköpin. saebjorn@heimsnet.is Sambíóin Gott silfur gulli betra bbbmn Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Þór Elís Pálsson. Handrit: Þór Elís og Anna Þóra Steinþórsdóttir. Kvikmyndataka: Guðbergur Davíðsson. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Hljóð: Gunnar Árnason. Tónlist: Valtýr Guðjónsson. Þulur: Hilmir Snær Guðnason. Fram- leiðandi: Guðbergur Davíðsson. Helstu viðmælendur: Guðmundur Þ. Guð- mundsson og íslenska handbolta- landsliðið. Hvíta fjallið, HSÍ og RÚV, með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. 81 mín. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silfurdrengirnir „Myndin, með sínum jákvæða boðskap og trú á að ekkert sé útilokað, á að vera til á hverju heimili.“ Að gera betur en síðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.