Morgunblaðið - 25.06.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
170. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«CROSSFIT HEIMSLEIKAR
BÚA SIG UNDIR
HIÐ ÓÞEKKTA
«STEFÁN KARL
Grínplata og leikur í
tveimur bíómyndum
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigð-
isráðherra neitar að láta bæjarstjóra
Reykjanesbæjar stilla sér upp við
vegg, en Heilsufélag Reykjaness,
Salt Investments og norræna heil-
brigðisfyrirtækið Nordhus medical
bíða svara um hvort leigja megi van-
nýttar skurðstofur Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja til þeirra.
Nordhus vill, í samstarfi við Salt,
skera norræna sjúklinga á biðlistum
heima fyrir upp á skurðstofunum og
hefur þegar trygga samninga við
norsk og sænsk stjórnvöld um nið-
urgreiðslu. Erindið var fyrst borið
upp við Ögmund í febrúar.
Ögmundur lofar að Árni Sigfússon,
bæjarstjóri og stjórnarformaður
Heilsufélagsins, heyri í sér í vikunni:
„En við skipuleggjum heilbrigðis-
þjónustuna út frá langtímahags-
munum hennar en ekki skammtíma-
viðskiptahagsmunum, það er alveg
ljóst.“ Hann endurskipuleggi nú
rekstur heilbrigðisstofnana ríkisins.
„Ef menn geta ekki haldið í sér þær
vikur sem þessu vindur fram verða
menn að eiga það við sjálfa sig.“
Ögmundur bendir á að landsmenn
horfi nú upp á stóra viðskiptadrauma
verða að engu, nú síðast þegar Sjóvá
tapaði milljörðum í Hong Kong: „Ég
er ekki að segja að þetta séu sam-
bærileg dæmi en þá er það okkur víti
til varnaðar að verða vitni að því aftur
og aftur hve fallvalt er að gera grunn-
þjónustu háða viðskiptahagsmunum.
Þess vegna vil ég stíga varlega til
jarðar í þeim efnum fyrir hönd skatt-
greiðenda og samfélagsins.“
Árni segir að í bréfi frá Heilbrigðis-
stofnuninni til Heilsufélagsins 5. júní
komi fram að hún hefði áhuga á sam-
starfinu en ráðuneytið legðist gegn
því. Nýting skurðstofanna sé um 10%
og heilsutengd þjónusta geti skapað
300 störf innan sveitarfélagsins:
„Verði svarið neikvætt er verið að
skemma hér stórt atvinnutækifæri.“
Otto Nordhus, stofnandi Nordhus
medical, er undrandi á biðinni: „Ís-
lensk stjórnvöld leituðu til norrænu
samherja sinna í leit að lánum. Þau
voru veitt en þegar þeim býðst að
fjölga störfum segja þau nei!“
Gáttaður á aðgerðaleysinu | 12
Ögmundi stillt upp við vegg?
» Bæjarstjóri segir nóg að VG sé á móti álveri
» Norsk og sænsk stjórnvöld hafa gefið jáyrði
» Ögmundur vill ekki rasa um ráð fram
Skurðlæknir með samninga við norræn stjórnvöld vill skera upp í samvinnu
við Salt Investments Hugsanlega fallvaltir viðskiptadraumar, spyr ráðherra
„HÖNGUM saman í sumar!“ er yfirskrift sumarátaks SAMAN-hópsins, sem
kynnt var og hleypt af stokkunum við Kjarvalsstaði í gær. Þar hengdu ung-
menni upp sólir og unglingahljómsveitir spiluðu. Með átakinu vill hópurinn
hvetja foreldra og börn til samveru yfir sumartímann. Yfirskriftin hefur þá
skírskotun að samveran þarf ekki að kosta neitt, vera skipulögð eða hafa
skemmtanagildi, en skilar engu að síður árangri. halldorath@mbl.is
„HÖNGUM SAMAN Í SUMAR!“ KOMIÐ AF STAÐ
Morgunblaðið/Eggert
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
STEFNT er að undirritun stöðug-
leikasáttmála aðila vinnumarkaðar-
ins, BSRB, ríkisstjórnarinnar og
sveitarfélaga kl. 13 í dag. Um hríð í
gær leit út fyrir að opinberir starfs-
menn (BSRB) heltust úr lestinni, en
eftir langan fund í stjórnarráðinu,
með forsætisráðherra, sneru fulltrú-
ar þeirra aftur að samningaborðinu.
Áður höfðu fulltrúar BSRB neitað að
sætta sig við það hlutfall í niðurskurði
á útgjöldum hins opinbera á árinu
2011, sem ASÍ og SA höfðu sam-
þykkt. Ríkisstjórnin var tilbúin til
þess að fallast á þá tillögu ASÍ og SA
að tekjuöflun í formi skatta árið 2011
til þess að loka gati ríkisfjármála á því
ári, yrði ekki hærri en 45% og nið-
urskurður ríkisútgjalda næmi 55%,
en hafði á mánudagskvöldinu gert til-
lögur um umtalsvert hærra hlutfall
skatta, eða sem svaraði um 13 millj-
örðum króna hærri skatta árið 2011,
og þar af leiðandi minni niðurskurð í
útgjöldum hins opinbera en árið 2010.
Að loknum fundi í stjórnarráðinu
hittust aðilar á nýjan leik í Karphús-
inu í gærkvöld og var búist við að
texti stöðugleikasáttmálans yrði fín-
pússaður og samræmdur fram á nótt.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er þannig komin sátt á milli allra
aðila um hvernig tekið verður á rík-
isfjármálum út árið 2011. Árin 2012
og 2013 bíða seinni tíma úrlausna og
samninga. Sáttmálinn tekur, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
til atriða sem snúa að heimilunum í
landinu, opinberum framkvæmdum,
endurreisn bankakerfisins, gjaldeyr-
isviðskiptum, fjárframlögum til
Starfsendurhæfingarsjóðs, málefn-
um sveitarfélagana og síðast en ekki
síst markmiðum í sambandi við þróun
vaxtastigs.
„Hvassar“ viðræður | 6
Ekki meira en 45% skattar
» Ríkisstjórnin féllst á að lækka skattahlutfallið
» SA og ASÍ sammála um að skera þurfi niður
» Ríkisfjármálin á árinu 2011 ágreiningsefnið
Verðmat Deloitte á eignum bank-
anna hefur ekki nýst sem skyldi.
Úttektin var afar kostnaðarsöm.
Því var haldið fram að hún væri
lykilforsenda uppgjörs bankanna.
VIÐSKIPTI
Fokdýrt verðmat
Deloitte nýtist lítið
Búið er að yfirheyra bæði Hreiðar
Má Sigurðsson og Ólaf Ólafsson í
tengslum við rannsókn sérstaks
saksóknara á kaupum sjeiks Al-
Thani á hlutabréfum í Kaupþingi.
Ólafur og Hreiðar
Már yfirheyrðir
Lánshæfi ríkissjóðs er í sögulegu
lágmarki um þessar mundir. Afdrif
lánshæfisins haldast í hendur við
úrlausn Icesave-skuldbindinga og
fylgni við áætlun IMF.
Lánshæfi Íslands
stefnir á ruslið
„ÉG er fyrst og
fremst þakklátur
fyrir að þessu
sérkennilega
máli er lokið,“
segir Gunnar
Stefán Wathne
Möller. Fallið
hefur verið frá
ákærum á hend-
ur honum vegna
gruns um að
hann tengdist peningaþvætti fíkni-
efnaframleiðanda. Honum var gert
að greiða 25 dollara og getur ekki
farið í mál við bandaríska ríkið.
„Þetta hefur verið erfið lífs-
reynsla. Sáttin felst í sekt uppá 25
dollara sem segir heilmikið um
þennan málatilbúnað. Þetta er sekt
fyrir að hafa ekki skráð fyrirtækið
mitt í Bandaríkjunum á tilskilinn
hátt. Aðalatriðið fyrir ákæruvaldið
var að ég afsalaði rétti mínum til
málshöfðunar vegna þess tjóns sem
ég hef orðið fyrir.“ | 4
Erfiðu máli lokið
Sektin nam alls
25 dollurum.