Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
MÁLI sem saksóknari í Bandaríkjunum
höfðaði gegn Gunnari Stefáni Wathne Möll-
er, íslenskum stjórnmálafræðingi sem bú-
settur hefur verið í Bandaríkjunum og Rúss-
landi um árabil, hefur verið lokið með sátt.
Gunnar Stefán þarf að greiða 25 dollara í
fullnaðarsátt, gegn því skilyrði að hann fari
ekki mál við bandaríska ríkið vegna málsins.
Byggist sektargreiðslan á því að Gunnar
Stefán hafi ekki skráð um 140 þúsund doll-
ara greiðslu sem framlag til velgjörðarmála
árið 1996. Niðurstaða málsins er þó sú að
fyrrnefnd upphæð hafi óumdeilanlega farið
til velgjörðarmála en ekki í eitthvað annað,
eins og rannsókn málsins í upphafi bar með
sér.
Lögmaður Gunnars Stefáns, Cristina C.
Arguedas hjá lögfræðistofunni Cassman &
Headley í Kalifornínu, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að það væri léttir fyrir
skjólstæðing sinn að málinu væri lokið með
þessum hætti. „Málinu í heild var vísað frá
og því lokið með 25 dollara greiðslu, vegna
þess sem kallað er smávægilegra tæknilegra
misfærslna. Þessi niðurstaða er ekki algeng í
málum, og í henni felst viðurkenning á því að
ásakanir á hendur skjólstæðingi mínum áttu
ekki við rök að styðjast,“ sagði Aguedas.
Sakaður um peningaþvætti
Gunnar Stefán var sakaður um að hafa
tengst umsvifamikilli LSD-fíkniefnafram-
leiðslu með peningaþvætti, samkvæmt frá-
sögnum bandarískra fjölmiðla, þar á meðal
New York Post. Á meðan rannsókn málsins
stóð yfir var Gunnar Stefán m.a. í haldi lög-
reglu í Indlandi við skelfilegar aðstæður, eft-
ir að hafa verið handtekinn á flugvelli þar í
landi. Hann gaf sig síðan fram við yfirvöld í
Bandaríkjunum en áður hafði hann verið eft-
irlýstur á alþjóðavettvangi vegna málsins.
Gunnar Stefán lauk námi í stjórnmála-
fræði við Harvard-háskóla, með afburðaein-
kunn, og lagði þar sérstaka áherslu á Sovét-
ríkin gömlu og Rússland. Eftir að námi lauk
flutti hann síðar til Rússlands, þar sem hann
starfaði m.a. á sviði viðskipta.
Þungar refsingar eru í Bandaríkjunum
vegna þeirra sem glæpa sem Gunnar Stefán
var sakaður um að eiga aðild að. Í mála-
rekstri fyrir dómi í Bandaríkjunum kom
fram að Gunnar Stefán kynni að hafa brotið
lög þar sem hámarksrefsingin er 20 ára
óskilorðsbundið fangelsi.
Eftir margra ára rannsókn og síðar mála-
rekstur lauk málinu með fyrrnefndum hætti.
Frávísun á málinu í heild og 25 dollara sekt.
Máli vísað frá gegn 25 dollurum
Máli saksóknara í Bandaríkjunum gegn Gunnari Stefáni Wathne Möller hefur verið vísað frá, gegn
greiðslu 25 dollara Með sáttinni var útilokað að Gunnar Stefán gæti farið í mál við bandaríska ríkið
Morgunblaðið/Reuters
Hæstiréttur Bandaríkjanna Gunnar Stefán
getur ekki farið í mál við bandaríska ríkið.
Í HNOTSKURN
» Maðurinn sem Gunnar Stefán vargrunaður um að tengjast hét Leon-
ard W. Pikard en hann var sakfelldur
fyrir þátttöku í stórfelldri fíkniefna-
starfsemi árið 2003. Hann afplánar nú
lífstíðardóm í fangelsi.
» Gunnari Stefáni var haldið í fang-elsi við skelfilegar aðstæður í Ind-
landi haustið 2007. Málið kom til kasta
utanríkisráðuneytis Íslands þar sem
Gunnar Stefán er íslenskur ríkisborg-
ari.
» Gunnar Stefán var handtekinn áflugvelli í Indlandi og umsviflaust
færður í varðhald haustið 2007. Síðar
var handtakan dæmd ólögmæt.
Máli íslensks ríkisborgara, Gunnars Stef-
áns Wathne Möller, í Bandaríkjunum hefur
verið vísað frá gegn greiðslu 25 dollara.
Hann var grunaður um peningaþvætti.
MÝS þykja mikill herramannsmatur í augum branduglna og
þær eiga sér jafnan litla möguleika á undankomu þegar uglan
steypir sér í lágflug og hremmir þær.
Þessi tiltekna brandugla var í fæðuleit á Mýrdalssandi þeg-
ar ljósmyndari átti leið hjá. Lúpína hefur sótt mjög í sig veðr-
ið á Skógasandi og Mýrdalssandi að undanförnu. Auknum
vexti hennar fylgir meira lífríki í umhverfinu og þá fer mús-
um ekki síst fjölgandi.
Þær eru í miklu uppáhaldi hjá branduglum og eru þær því
tíðir gestir á svæðinu í leit að mat. Þær nærast þó einnig á
smáfuglum.
haa@mbl.is
Fæðukeðjan fest á filmu á Mýrdalssandi
Ljósmynd/Þórir Kjartansson
Branduglan fær sér gómsæta mús í gogginn
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir
með sköttum. Sértilboð 26. júní.
Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með
sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 26. júní.
Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði.
Allra síðustu sætin!
Barcelona
26. júní
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona 26. júní. Gríptu þetta frábæra
tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menn-
ingu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og endalausu úrvali veitingastaða
og verslana.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VIÐ erum orðnir ýmsu vanir, en þetta er enn eitt reið-
arslagið fyrir hópinn,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmunds-
son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Jó-
hannes segir atvinnuöryggi flugmanna ekki vera neitt.
Icelandair hefur boðað uppsagnir 32 flugmanna sem
voru starfandi á síðasta vetri, því dregið hafi mjög úr
verkefnum í alþjóðlegu leiguflugi. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Birkir Hólm Guðnason, segist í tilkynn-
ingu vonast til að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi.
Jóhannes bendir á að þegar boðaðar uppsagnir taki
gildi og þegar sumarvertíðinni með sínum 33 flugmönn-
um ljúki, muni flugmönnum hjá Icelandair hafa fækkað
um hátt í 130 manns frá síðasta sumri. Þegar betur áraði
hafi verið yfir 300 flugmenn við störf hjá félaginu. Margir
þeirra sem missa vinnuna nú hafa um tíu ára starfsaldur.
Vona að hluti hópsins fái störf hjá systurfélögum
Icelandair er langstærsti vinnustaður flugmanna á Ís-
landi. Jóhannes segir fyrirtækið hafa viðrað hugmyndir
um að bjóða hlutastörf í meiri mæli til að deyfa höggið.
„Við hljótum að skoða það. En menn sem eru að upp-
lifa það núna, enn eitt haustið, að missa vinnuna, þeir
hljóta að huga að öðru ef það býðst.“ Því miður sé ekki
um auðugan garð að gresja, hvorki innanlands né utan.
„Það er sáralítið sem við getum gert, stéttarfélagið býr
ekki til vinnuna. Við vonumst til þess að stjórnendur
grúppunnar leiti leiða til að sjá hluta af hópnum fyrir
vinnu hjá systurfélögum sínum. Hingað til hefur engin
viðleitni verið í þá átt.“
„Atvinnuöryggi flug-
manna er ekki neitt“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Flugmenn Áætlunarflug Icelandair verður óbreytt
næsta vetur en verkefnum í leiguflugi hefur fækkað.