Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 10

Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 10
Stjórn Lögmannafélags Íslandshefur sent dómsmálaráðuneyt- inu ályktun „vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða banka- hruns“ eins og segir í ályktuninni.     Hvers vegna orðalagið „svokallaðabankahruns“? Fer eitthvað á milli mála að bankakerfi landsins hrundi til grunna í október í fyrra?     Það er eins ogLögmanna- félagið vilji gefa í skyn að hver sá sem tjáir sig um grun, grunsemdir eða rökstuddan grun, sé þar með orðinn vanhæfur rannsakandi.     Í ályktuninni segir m.a.: „Að gefnutilefni má í þessu samhengi nefna álitaefni um hæfi einstakra embætt- ismanna. Um hæfi gilda settar laga- reglur sem ber að virða. Varhuga- vert er að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn í álitaefni af því tagi með málflutningi í fjöl- miðlum.“     Hvers konar ofurviðkvæmni ogtaugaveiklun er þetta hjá Lög- mannafélaginu?     Fáum er betur gefið að tala undirrós en lögmönnum. Þótt engin nöfn séu nefnd á nafn í þessari „að gefnu tilefni“-ályktun lögmannanna, fer ekkert á milli mála að hér eru þeir að beina spjótum sínum að ráð- gjafa sérstaks saksóknara, Evu Joly, og Sigríði Benediktsdóttur hagfræð- ingi, sem á sæti í rannsóknarnefnd Alþingis.     Vitanlega eiga rannsakendur aðtjá sig um störf sín. Þeir eiga að gera það á ábyrgan hátt og það hafa þeir gert. Þjóðin krefst upplýsinga um gang rannsókna og hún á fullan rétt á þeim upplýsingum. Eva Joly Taugaveiklun lögmanna 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 léttskýjað Lúxemborg 24 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Bolungarvík 5 rigning Brussel 24 léttskýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 14 léttskýjað Dublin 19 léttskýjað Barcelona 24 léttskýjað Egilsstaðir 12 heiðskírt Glasgow 21 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 16 léttskýjað London 22 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Nuuk 4 alskýjað París 24 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Þórshöfn 13 þoka Amsterdam 22 léttskýjað Winnipeg 26 léttskýjað Ósló 26 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Montreal 25 léttskýjað Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Berlín 22 léttskýjað New York 23 alskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Vín 17 skúrir Chicago 34 léttskýjað Helsinki 21 heiðskírt Moskva 17 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 25. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.04 0,2 8.10 3,8 14.14 0,2 20.30 4,2 2:58 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 4.14 0,1 10.10 2,1 16.20 0,2 22.23 2,5 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 0.02 1,4 6.28 -0,0 12.53 1,3 18.34 0,2 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 5.08 2,1 11.19 0,2 17.44 2,5 2:13 23:48 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri, en líkur á síð- degisskúrum, einkum til lands- ins. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag og sunnudag Hægviðri eða hafgola. Skýjað með köflum eða bjartviðri og þurrt að kalla. Hiti allvíða um 20 stig yfir daginn, en heldur svalara við sjóinn. Á mánudag Austlæg átt. Skýjað með köfl- um og úrkomulítið sunn- anlands, annars yfirleitt bjart- viðri. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag Útlit fyrir svipað veður áfram. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast suðaustanlands og fer að rigna þar og einnig víða annars stað- ar um og uppúr hádegi. Hiti yf- irleitt á bilinu 7 til 16 stig. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann á sextugsaldri, Jón Sverri Bragason, í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kyn- ferðisbrot gegn þroskaskertum ungum pilti. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljón króna í miskabætur. Brotin áttu sér stað þegar pilturinn var þrettán til fimmtán ára. Jón Sverrir var sakfelldur fyrir að hafa í mörg skipti munnmök við piltinn og fjórum eða fimm sinnum fengið hann til að hafa við sig endaþarms- mök. Sannað þótti að hann hafi tælt piltinn til kyn- makanna með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans og tölvufíkn. Oftast greiddi hann fyrir kyn- mökin með tölvuleikjum eða peningum. Málið komst upp þegar móðir piltsins varð vör við að hann fór óvænt að heiman frá sér eftir kvöldmat og sagðist ætla í gönguferð. Henni þótti grunsamlegt að hann færi í slíkar gönguferðir og fékk á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu. Hún fékk grun sinn staðfestan þegar hún skoðaði tölvu piltsins. Þar voru vistuð samskipti hans við Jón Sverri, sem kallaði sig Nonna, þar sem þeir mæltu sér mót. Kom fram í samskiptum þeirra, að pilturinn fengi fimm þúsund krónur ef hann hefði endaþarmsmök við Nonna. Jón Sverrir kannaðist við að hafa hitt piltinn en sagði ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað. Hafi þeir setið saman í nokkrar mínútur, keyrt stutta stund og að lokum fékk pilturinn tölvuleik. Fjölskipaður héraðsdómur taldi hafið yfir skyn- samlegan vafa að Jón Sverrir hefði brotið af sér. Brot hans hafi verið alvarleg og beinst að ungum, þroskaskertum pilti með áráttukennda hegðun. Braut gegn þroskaskertum pilti  Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir að tæla piltinn til kynmaka með tölvuleikjum Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla MEÐ TUDOR fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossi og Barðanum Skútuvogi @

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.