Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
ÞRÖSTUR Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins
Cosamajo, sem er meðal annars í ráð-
gjöf og fasteignaviðskiptum í Hong
Kong, er athafnamaður sem búið hef-
ur í Hong Kong í 13 ár. Hann hefur
miklar efasemdir um að Sjóvá og
Glitnir hafi gert rétt í því að rjúfa
kaupsamninginn sem Sjóvá gerði við
Shun Tek í október 2006, eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
Tap Sjóvár af samningsslitunum er
yfir 3,2 milljarðar króna.
„Það bendir allt til þess að það
hefði verið einfalt mál fyrir þá sem
voru að semja fyrir hönd Sjóvár hér í
Hong Kong að ná mun hagstæðari
samningum en þeir gerðu, einfald-
lega vegna þess að markaðsverð á
sambærilegum fasteignum í Macau
er um 4.500 HK dollarar fyrir hvert
ferfet. Sjóvá samdi sig út úr samn-
ingnum á verði til Shun Tak sem mér
sýnist vera um 3.300 HK dollarar fyr-
ir ferfetið, þannig að þeir eru að
semja langt undir markaðsverði. Þeir
keyptu haustið 2006 á 4.400 HK doll-
ara ferfetið, þannig að miðað við
markaðsverð í dag, hefðu þeir átt að
geta sloppið frá samningnum á sléttu,
en ekki með yfir þriggja milljarða
króna tapi,“ sagði Þröstur þegar
Morgunblaðið náði tali af honum í
Hong Kong í gær.
Meðalverð 4.500 HK dollarar
Þröstur segir að sambærilegar
fasteignir séu núna að seljast í Macau
á 4.000 til 5.000 HK dollara ferfetið
Hann segist hafa upplýsingar um að
eign í Turni III, í Macau, sem er sam-
bærileg bygging og Turn IV, sem
Sjóvá átti, hafi í aprílmánuði verið
seld á 6.200 HK dollara fyrir ferfetið,
sem sé nánast tvöfalt það verð sem
Sjóvá samdi sig út úr samningnum á.
„Það hefði nú munað miklu, ekki satt,
fyrir Glitni að fara út úr samningnum
með umtalsverðum hagnaði í stað 3,2
milljarða taps?
Mér er þetta í raun og veru óskilj-
anlegt. Eins og ég og félagar mínir
hér í Hong Kong, sem eru líka í fast-
eignaviðskiptum, höfum skoðað þetta
mál, þá sýnist okkur að því fari fjarri
að reynt hafi verið til þrautar að ná
hámarksvirði út úr samningnum. Þá
liggur það fyrir, að þegar verið er að
selja heilan turn, eins og Turn IV, þá
er hægt að fá hærra meðalverð en
þegar verið er að selja einstakar ein-
ingar í turninum, vegna þess að það
er auðveldara fyrir fjárfesta og
stærri fjárfestingarsjóði að kaupa
heila turna en að kaupa eina og eina
íbúð, því þannig eignir gefa þeim
meiri möguleika á að hafa áhrif á
verðþróun í framtíðinni. Það var allur
Turn IV sem Sjóvá keypti og því
hefði sú regla átt að gilda í þeirra til-
viki um hærra meðalverð,“ sagði
Þröstur.
Aðrir fjárfestar með áhuga
Hann kveðst vita að annað fjárfest-
ingarfélag, sem hafi keypt Turn VI í
One Central Residence í Macau og 26
aðrar íbúðir á víð og dreif í öðrum
turnum, hafi haft mikinn áhuga á
þessu verkefni.
Þröstur segir að Glitnir og þeir
sem hafi verið að vinna á hans vegum
í þessu verkefni hafi vitað í marga
mánuði, að hægt væri að ná mun betri
samningum en nú hafi verið gerður.
Hann og félagar hans hjá Cosamajo,
hafi ítrekað sent Glitni upplýsingar
og ábendingar um það, að mikilvægt
væri að finna fjárfesta sem gætu
komið að verkefninu.
Aðspurður hvort hann og ráðgjaf-
arfyrirtæki hans Cosamajo hafi átt
einhverra hagsmuna að gæta í þess-
um efnum, sagði Þröstur: „Ég og fé-
lagi minn vorum að reyna að aðstoða
Glitni við að koma samningnum í
verð, gott verð. Við sendum þeim fullt
af upplýsingum í tölvupósti, áætlanir
og útfærða valmöguleika á því hvern-
ig lausnir væri hægt að vinna með.
Aðkoma míns fyrirtækis, ef af hefði
orðið, hefði verið sú, að við hefðum
fengið greidda ákveðna þóknun, ef
okkur hefði tekist það sem við töldum
okkur geta gert, að selja kaupsamn-
inginn á verði yfir markaðsverði.
Þannig hefði hagur Glitnis vænkast
sem því næmi. Þrátt fyrir allar þessar
tilraunir og ábendingar okkar, feng-
um við aldrei neitt svar frá Glitni.
Aldrei,“ sagði Þröstur Jóhannsson.
Sjóvá gat fengið mun betra verð
Þröstur Jóhannsson, ráðgjafi í Hong Kong, telur að Sjóvá hafi samið af sér Hægt hafi verið að fá
10% til 15% yfir markaðsverði fyrir Turn IV í Macau Reyndi ítrekað að ráða Glitni heilt um söluna
Turnarnir One Central Residences í Macau. Turn IV er fyrir miðju.
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Gróflega áætlað eru eigendur
Sjóvár, þ.e. Glitnir, að verða af
svona 40 milljónum US$, eða
um 5 millj-
örðum króna,
að mati Þrastar
Jóhannssonar.
Hann telur mið-
að við markaðs-
aðstæður í Ma-
cau nú að hægt
hefði verið að
semja um verð
á turni IV sem
væri 10% til 15% yfir markaðs-
verði í stað þess að semja við
Shun Tak um verð sem sé ná-
lægt því að vera 25% undir
markaðsverði.
Þröstur segir að markaðurinn
hafi verið mikið að taka við sér í
Macau síðan snemma á þessu
ári. Það hafi því verið nægur
tími til stefnu fyrir Sjóvá til að
semja betur en gert hafi verið,
því svigrúm hafi verið til loka
þessa árs.
Hann bendir á að það hafi ver-
ið yfirlýst fjárfestingarstefna
hjá þeim sem stofnuðu til þess-
ara viðskipta, að selja frá sér
verkefnið fyrir árslok 2008, þ.e.
að selja fyrir verklok og leysa til
sín hagnað. Það hafi komið fram
hjá Askar Capital á sínum tíma
og einnig hjá Milestone.
Fimm milljarðar
Þröstur
Jóhannsson
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
UNDANFARIN ár hafa komið fram
upplýsingar um að þorskur hafi á ný
tekið að hrygna við Austur-
Grænland eftir áratuga lægð. Þessar
niðurstöður byggjast einkum á veið-
um fiskiskipa á takmörkuðum svæð-
um, með góðum afla af stórum og til-
tölulega gömlum fiski. Ekki liggur
fyrir um hversu mikið magn er
þarna að ræða. Vaxandi þorskgengd
við Austur-Grænland, á sama tíma
og hlýnun sjávar á sér stað á norð-
urslóðum, kann að vera til marks um
að þorskstofninn á þessum slóðum
sé að rétta úr kútnum, segir á vef
Hafrannsóknastofnunar.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson RE 30 var við rannsóknir
við Austur-Grænland 28. apríl til 8.
maí sl. Helsta markmið þessa leið-
angurs, sem var í samvinnu við
grænlensku Hafrannsóknastofn-
unina í Nuuk, var að kanna tilvist og
útbreiðslu hrygningar hjá þorski á
þessum slóðum og auka þekkingu á
tengslum þorsks við Austur-
Grænland við önnur hafsvæði, t.d.
Íslandsmið og Vestur-Grænland.
Rannsóknirnar fóru einkum fram á
nokkrum afmörkuðum grunnmiðum
á landgrunni Austur-Grænlands,
þar sem helst var talið að þorsk væri
að fá á þessum árstíma og hafís væri
ekki til trafala. Þessi mið, Jónsmið,
Fylkismið, Heimlandshryggur og
Mösting-grunn, voru þekkt fiskimið
íslenskra togara um og upp úr miðri
síðustu öld. Gögnum var einkum
safnað með botnvörpu. Fiskurinn
reyndist vera í mjög takmörkuðu æti
og var horaður fiskur algengur.
Eitt helsta verkefni leiðangursins
var að merkja þorsk og voru merktir
allt að 1000 þorskar á hverju grunni.
Aðstæður til merkinga voru mjög
góðar og standa vonir til að heimtur
merkja á næstu mánuðum og árum
muni varpa ljósi á göngur þessa
fisks, t.d. á fiskimið við Ísland. Segir
Hafró því mikilvægt að sjómenn
fylgist vel með merkjum á þorski og
sendi endurheimt merki til Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Fundarlaun
eru veitt fyrir hvert merki sem skil-
að er.
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Merktur þorskur Þannig líta þeir út þorskarnir sem merktir voru við Græn-
land. Það eru rauðir sívalningar, sem sjómenn eiga að skila til Hafró.
Þorskur merkt-
ur við Grænland
Sjómenn beðnir að skila merkjunum
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
frá kr. 69.990 – 2 vikur
– með eða án fæðis
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Costa del Sol þann 30. júní og 14. júlí í 2 vikur. Í boði
er stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Bjóðum einnig frábært sértilboð, með eða án fæðis, á Aguamarina íbúðahótelinu, einu af okkar allra vinsælasta
gististað á Costa del Sol. Ath. aðeins örfáar íbúðir í boði.
Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumarfríinu
á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga á ótrúlegum kjörum.
Verð kr. 69.900 – 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur.
Stökktu tilboð 30. júní. Brottför 14. júlí kr. 69.990 m.v. 2 full-
orðna og 2 börn í íbúð í 2 vikur. Verð m.v. 2 saman kr. 79.990.
Aukalega fyrir hálft fæði í 2 vikur kr. 44.000 fyrir fullorðna og
kr. 22.000 fyrir börn.
Ótrúlegt sértilboð - Aparthotel Aguamarina ***
Verð kr. 79.900 – 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2-4 í stúdíó / íbúð í 2 vikur. Sértilboð 30.
júní. Brottför 14. júlí kr. 79.990 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð
í 2 vikur. Aukalega fyrir hálft fæði í 2 vikur kr. 44.000 fyrir
fullorðna og kr. 22.000 fyrir börn.
30. júní og 14. júlí
Aðeins örfá sæti & íbúðir á þessu kjörum!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
M
bl
11
21
53
5