Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Page 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Page 12
8 NÝTT KVENNABLAÐ íiámsnianna i Noregi. Þessi nöfn eru votlur um fagrar og góðar tilfinningar, sem við ætt- um að liafa vit á að meta. Hænuvík finnst greinarhöfundi lilægilegt nafn, en mér finnsl ])að engu síðra en önnur þau nöfn, sem dregin eru af dýranöfnum. Tumsa virðist mér vera stytting sbr. t. d. Herriðarból í Holtum, sem venjulega er kallaður Herra. Roðgúll er lat- mæli og heitir vízt að réttu lagi Rauðkuhóll, eða það hef ég látið segja mér. Hvað kotin snertir, þá finnst mér réttara að við endurskoðuðum bugarþel okkar til kol- anna, en að við förum að strika svo æfafornl orð út úr málinu og það er sýnt, að þetta orð er eins og mörg önnur orð eftir því, hvernig á því er baldið. í ensku t. d. hefir þetta orð cot eða cotlage, hlýlegan og vistlegan blæ, en ])ýðir nákvæmlega það sama og hér, smábýli eða bjáleigu. Um Simbakot er ])að að segja, að ef Simbi karlinn í kotinu sínu er fyrirlitinn, ])á verður nafnið Ijótt, en ef bann er vinur, sem menn gera'sér dálítið dælt við fyrir vin- áttu sakir, þá getur nafnið verið gott og vina- legt. Hinu ætla ég ekki að neita, að ýms af þeim nöfnum, sem böf. nefnir, eru sennilega sprottin af ])ví, að stórbændurnir hafa litið smáum augum á kotbændurna og gefið býlum þeirra lítilsvirðandi nöfn og þessum nöfnum mætti vel breyta, en ég álít að þeir, sem það eiga að gera, verði að bafa málfræðilega og sögulega þekkingu til að bera, svo að alll verði ekki „reiknað jafn fánýtt“. Þá kem ég að Gröfunum. Sununn kann að þykja þau nöfn óviðkunnanleg, af ]>ví að þau minna á „holuna okkar“, sem við eiguni öll að lenda i á endanum. En ég kann ekki illa við ]>au, bæði vegna þess að margir verða fegnir bvíldinni, þegar þar að kemur, en saml miklu fremur af því að ég bef komið á marga bæi, sem bera þessi nöfn og bafa þar oft ver- ið falleg og viðkunnanleg bæjarstæði, svo að það hefir vafalaust áhrif á mat mitt á þessum nöfnum. T. d. þykir mér miklu fall- egra bæjarstæði í Gröf í Mosfellssveit, en i Grafarholti. En Björn bóndi befir að líkindum séð sér bag í að flytja bæ sinn nær veginum og ]>á átti nafnið ekki lengur við og Iieitir þar þvi Grafarholt síðan. En ég lek það fram, að þelta er aðeins tilgáta, þvi að ég veit ekkert um, bvað þarna hefir ráðið. Ég man eftir því að annar stórbóndi bér Sigurbjörg Hjálmarsdóttir frá Húsabakka: r I Aðaldalshrauni. Blær og sól um brjóst mér fellur, brosir land í vorsins þey. Bjart er yfir byggð og fjöllum, blikar dögg á gleym-mér-ei. Hér í björtu vorsins veldi vonablómin lifna öll. Við bjarkarilm og breiðar elfur byggð er fegurst draumahöll. Lít ég út til hafs og heiða, heyri þungan strauma nið gegnum loftsins ljósu bárur lóu ómar kveða við Þarna flýgur þröstur ungur, þráin ber hann langt í geim. Kvak hans heyrist víða vegu. Varmt af ljúfum gleðihreim. Þarna út hjá vatnsins veldi vakir dýrðleg silfurbrá, skyggð af eldi sumarsólar síung eins og vorsins þrá. Mikla hraun með hrika borgir, hrjóstur ber af kaldri glóð. Gegn um raðir allra alda ertu tímans stærsta ljóð. Björk og reynir barr sitt hafa borið dýrst við hraunsins arm. Sorta og vetri sá ei kvíðir, sem á skjól við slíkan barm; Þegar sorgir sinni hrella, sál mín þráir vorsins nið. Við þessa gráu kyngi kletta krýp ég ein og bið um frið. nærlendis, breytti nafni á bæ sinum, einhvern- tíma á æskudögum mínum. Það var Þorlákur í Hvammkoti, sem lengi var alþingismaður. Geri ég ráð fyrir, að lionum liafi þótt kota- nafnið óvirðulegt og ekki viljað sætta sig við það. Tók bann upp gamalt nafn á býli sínu og kallaði Eífuhvamm. Finnst mér hlonum bafa tekizt ágætlega og ætla ég ekki að amasl við nafnbreytingum á bæjum, ef þær fara allar jafn vel úr bendi. Þelta er nú orðið langtum lengra mál, en ætlast var tii í uppbafi og bið ég því ritstjór- ana og lesendurna að afsaka mælgina. Reykjavík 12. des. 1942. Eufemia Waage.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.