Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Síða 5
allar nauðsynlegar skýringar kennarans séu |>ar auk
hins venjulega kennslubókaefnis.
Þegar skólinn ákveður að taka upp kennslu í ákveðnu
efni eða breyta kennslunni í grein, sern áður hefur ver-
ið kennd, setjast fjórir menn á rökstóla. Einn þeirra
er Gustaf Carne, forstjóri fyrirtækisins, en hinir þrír
eru forstöðumaður kennslunnar í námsgreininni, rit-
stjóri hennar og sá, sem valinn hefur verið til að semja
kennslubréfin. Þegar þessir fjórir aðilar hafa komið
sér saman um efni og tilhögun bréfanna, getur höf-
undur þeirra byrjað að semja. I hvert sinn sem nýju
bréfi er lokið frá hans hendi, sendir hann það til
skólans, þar sem ritstjórinn tekur við því og gerir á
því breytingar á grundvelli margra ára reynslu stofn-
unarinnar. Bréfið er svo hreinskrifað og sent til nokk-
urra renyslunemenda, sem kunna álíka mikið og gert
er ráð fyrir að venjulegir nemendur skólans geri. Þeg-
ur þessir reynsluncmendur eru búnir að fara yfir bréf-
ið og svara spurningum þess, er loksins hægt að ganga
svo frá því, að prentararnir geti farið að handfjatla
það.
Það er ekkert smáræði, sem bréfaskólinn í Málmey
þarf að láta prenta, og 4—5 kennslubréf eru prentuð
ðaglega allt árið um kring á vegum skólans. Þegar
hréfin eru fullprentuð, er þeim komið fyrir á ákveðn-
uni stað í kjallara hússins, og sum þeirra eru send
Þ1 bókbindaranna, því að hver sá, sem lesið liefur
etnhverja námsgrein við bréfaskólann, fær ný bréf
mnbundin, þegar náminu lýkur.
011 kennslubréfin eru miðuð við meðalgáfað fólk,
°g það kemur ekki oft fyrir, að meðalgáfaðir ungling-
ar misskilji þau vegna málsins eða málfarsins. Hverju
hréfi lýkur með vel gerðum spurningum, sem nemand-
mn á að svara og senda til leiðréttingar til Málmeyj-
ar> svo að hægt sé að sjá, að hann hafi fylgzt með öllu
an þess að misskilja neitt. Og það er auðvelt fyrir
Vanan mann að sjá, hvort spurningunum er svarað
*neð einhvers konar svikum við sjálfan sig, þótt kenn-
arinn sé í margra daga fjarlægð frá nemandanum.
Samkvæmt reynslunni getur meðalgáfaður nemandi,
Sem hefur tíma til að lesa 2—3 klukkustundir á dag,
lokið við að læra 2—3 bréf á viku. Ef um málanám
er að ræða, eru talplötur sendar með sumum bréfun-
uni til skýringar á framburði, en sé þörf á verklegum
æ0ngum til að námið komi að fullum notum, eru
Staka tileinkuð séra Þorsteini Fríkirkjiipresti.
Þegar margt mér þrengir að
og þjóðlífs heyri eg bresti,
gott er að eiga griðastað
hjá góðum, kristnum presti.
Lilja Björnsdóttir.
stutt námskeið höfð að bréfalærdómnum loknum.
Námsgreinar fyrir bændur, iðnaðarmenn og annað
vinnandi fólk eru kenndar á þann veg, að það getur
strax reynt hina nýfengnu þekkingu í starfi sínu. Þann-
ig eru bóknám og hið hagnýta starf látin haldast í
hendur.
Flestir nemendur bréfaskólanna lesa bréfin í frí-
stundum sínum á kvöldin, og „Hermods“ getur nefnt
fjölmörg dæmi þess, að verkamenn og vinnukonur,
sem annars hafa ekki mikinn tíma aflögu, hafi tekið
stúdentspróf með bréfalestri á stuttum tíma, án þess
að hafa setið á öðrum skólabekkjum en í barnaskól-
anum. Iðnaðarmenn, bændur, verkamenn og sjómenn
notfæra sér kennslubréf „Ilermods ‘ mjög til að bæta
við þekkinguna á atvinnugrein sinni, og fólk úr ýms-
um stéttum les ýmsar nytsamar námsgreinar á þennan
hátt. Mörg fyrirtæki hafa látið alla starfsmenn sína
læra ákveðnar námsgreinar hjá bréfaskólanum til að
auka hæfni þeirra, og fjölmargar verzlanir láta verzl-
unarfólk sitt læra afgreiðslu, vörufræði og allt, sem
viðvíkur viðmótinu við viðskiptamennina, í bréfaskól-
anum. Þegar maður verður að sækja verzlunarfólk í
Reykjavík úl í skot, draga úr því nauðsynlegustu upp-
lýsingar með glóandi töng, horfa á stórmóðguð and-
lit þess þegar spurt er um eitthvað sérstakt og heyra
það smjatta tyggigúmmí meðan það er áð afgreiða,
hlýtur manni að detta í hug, að hvergi sé meiri þörf
á þessari bréfafræðslu en einmitt í höfuðborg íslands.
Svíþjóð er nú hið fyrirheitna land leshringanna, og
því hefur verið haldið fram með sterkum rökum, að
styrkleiki Alþýðuflokksins þar í landi byggist fyrst
og fremst á leshringastarfsemi verklýðshreyfingarinn-
ar. Þar eru mun færri bókasafnarar en hér, svo að
allar bækur eru prentaðar í mun færri eintökum mið-
að við fólksfjölda, og gróði útgefenda verður því hlut-
fallslega minni. En jafnvel bóksalarnir stofna til les-
hringastarfsemi, svo að hver og einn getur fyrir væga
borgun fengið að lesa ákveðnar bækur nær stanzlaust
allt árið um kring án þess að þurfa að fylla bókahill-
urnar með alls kyns sk.ruddum á stuttum tíma. Að
sjálfsögðu hefur „Hermods“ bréfaskólinn víðtæka les-
hringastarfsemi á sínum vegum. Þeir leshringir byggj-
ast á kcnnslubréfum stofnunarinnar, en í stað þess
að lesa bréfin heima einn og senda svörin beint til
Málmeyjar, koma þátttakendurnir saman einu sinni
eða tvisvar í viku og spjalla um það, sem í bréfinu
stendur. Það er aðallega roskið fólk, sem les kennslu-
bréfin í leshringunum, en samkvæmt því, sem skýrslur
frá stofnuninni sýna, eru árangrar þeirra með ágæt-
um og fjöldi þátttakenda eykst ár frá ári.
„Hermods“ gefur út mánaðarblað í meir en 200.000
eintökum, og í því er hægt að sjá fjölmörg þakkar-
bréf frá gömlum og nýjum nemendum. Ég hef auk
N^TT KVENNABLAÐ
3