Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Page 8
Hornbjarg. í litlum víkum fjölda jiska veiddi
í frosti og snjó, viÖ ráman bylgjusöng.
Þeir fengu þrek frá fornra kappa sinni,
sem frœgSu gullöld merka söguþjóS
og námu land og unnu œttjörðinni,
í arfleifð gáfu þjóS sitt víkingsblóð.
Hornbjarg í vetrarhjúpi
Lag: Hvað er svo glatt.
Nú Hornbjarg klœðist köldum vetrarhjúpi
og hvíta mjöllin glitrar silfurhrein.
Það gnœfir yjir grýttu hamradjúpi
og geislinn merlar blágrýtisins stein.
Sem hetja sterk frá fornum, frœgum sögum
hér fjallið ríkir, tignarlegt og hljótt.
Það glúpnar yfir góðum fyrri dögum
og gleymdri frœgð — sem oft vill hverfa skjótt.
Já, einu sinni var hér önnur öldin
þá oft var glatt og kátt á þessum stað,
°g fagurt var hér vor- og sumarkvöldin,
er vaskir drengir flykklust víða að.
Og fyglingarnir jimlega sér renndu
í festum niður grettinn hamravegg,
og ötulir í ótal skrínum sendu
um allar jarðir lostæt svartfuglsegg.
Þó kaldur snjórinn hyldi móðurmoldu
og máninn signdi allt í töfrablœ,
þá var þó líf hér enn á ísafoldu
og oft skein Ijós frá lilýjum moldarbœ.
Því synir hraustir unnu ccltjörðinni
og yfirgáju ei forfeðranna jörð
er námu land og byggðu á bújörð sinni
og bösluðu við œvikjörin hörð.
Hér margur hraustur œvi sinni eyddi
við erfitt líf, og fátœk kjör og þröng,
En nú á œska landsins aðra tíma,
svo örfáir nú vilja dvelja í sveit.
Því ótal jarðir einmana nú híma,
þar áður margur geymdi helgan reit.
Nú hefur borgarglys og glaumur völdin
og ginnir stóra hópa til sín inn.
Svo ótal freistar atomsprengju-öldin
og aðeins fáir hirða um búskapinn.
Þú hrikalega bjarg með hœttu og dauða,
með heljargreipum marga fórn þú tókst,
en bœttir mörgum björg, í búið snauða,
hjá börnum hraustum auð og gengi jókst.
Nú horfirðu yfir úthafs auðn og lœtur
sem eigir von um nýja og betri tíð.
Við rœtur þínar raula œgisdœtur,
og rödd þeirra, í dag, er mjúk og þýð.
Ég stend hér þögul, horji á fjallið háa
og hugsa margt um forfeðranna tryggð.
Langt niðri í fjöru hjalar báran bláa
sinn blíða söng um hreysti, trú og dyggð.
Þó œtti ég nú óskina bara’ eina
hana’ undir eins þér gœji bjargið mitt.
Þú œsktir þess að ungur hópur sveina
nú aftur kœmi að dýrka landið sitt.
Er kveð þig, bjarg, er klökkvi í huga mínum,
ég kysi helzt að dvelja liér hjá þér.
Þú töfrar mig með tign og mœtti þínum.
nú tárin koma hægt í augu mér.
Eg sný þér frá, en lít á laun til baka
á Ijúfa sýn í minninganna fans.
Þér sett var fyrir vættin góð’, að vaka
og vernda þennan auða hluta lands.
Hún las mjög mikið og fylgdist vel með öllum fram-
faramálum þjóðarinnar, og mikið hreif hug hennar
öll tækni nútímans, hjá því, sem áður var, og hafði
hún frá mörgu skemmtilegu að segja, því ætíð hafði
verið frekar mannmargt í kringum hana, en allra
minntist hún með hlýju og velvild, enda var hún trú-
kona og lifði í anda Krists.
Ég get ekki stillt mig um að enda þessar ófull-
6
komnu minningar með fáum línum úr hréfi, sem hún
skrifaði mér rúmum mánuði áður en hún andaðist:
„Eins og þú munt hafa frétt, vinkona, þá hef ég dval-
ið hér á Rangá í vetur og allir verið mcr mjög góðir,
eins og allir menn, sem ég hef þekkt um ævina.“ Þetta
er vitnisburðurinn, sem hún gaf lífinu.
Ástúðar þakkir fyrir liðnar stundir og ódauðlegar
minningar. Anna Ólafsdóttir.
NÝTT KVENNABLAÐ