Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Qupperneq 10
Þetta er hræðileg tilhugsun. Strita við stærðar roll- ur innan um aragrúa af körlum. Ég var viss með að slengjast í réttargólfið og verða mér til skammar. 1 öngum mínum sný ég mér til Línu og spyr: „Langar þig ekki að draga féð, Lína mín?“ — ,.Nei takk“. og , Lína tekur sér sem fljótast stöðu við réttarhliðið. Annað hvort er að duga eða drepast. Ég sveifla mér yfir réttarvegginn og arka til Guðna, sein bíður mín, með stærðar rollugrey. Ég tek föstu laki um horn kindarinnar og strita með hana að hliðinu til Línu. Fyrsti sigurinn er unninn. Kindin komin út í girð- inguna, án þess að gera mér hinn minnsta óleik, og ég tek örugglega við þeim næstu. Þetta gengur eins og í sögu, og fyrr en varir erum við búin að draga allt féð úr réttinni, og án þess að ég yrði mér til nokku'rar minnkunar. Húsmóðirin á Nesi kemur arkandi með stóran kaffi- kút og hýður okkur að setjast undir réttarvegginn og fá okkur sopa. Við tökum til þakka, því við erum orð- in glorhungruð. En Guðni herðir á eftir okkur, svo við verðum að gleypa í okkur með hraða og fáurn ekki nærri fylli okkar — ekki minnsta kosti ég, sem ét allt- af á við belju. Þetta er samt ágæt hressing. Við þökk- um húsmóðurinni fyrir og höldum svo af stað með féð og fjárhundinn okkar, hann Milla, okkur til að- stoðar. Það er orðið áliðið dags, og búið að draga sundur, að mestu leyti, er heim kemur. Við hjálpum til að smala sláturfénu og byrgja. Svo förum við þrjú, Lína, ég og Guðni að reka lífkindurnar. Það er farið með þær lengst upp í Hálsaland. Lína, sem alltaf þykist vera köld og kjarkmikil er rétt búin að kála sér í botnlausu forarfeni. Ég held Guðni hafi dregið hryssuna hennar upp úr á aftur- endanum. Annars sá ég varla fram fyrir fæturnar á Léttfeta, það var svo mikið niðamyrkur, og hafði ég því nóg með sjálfa mig, hræðslupokann. Klukkan var að verða 11, þegar heim kom um kvöld- ið, svo að við Lína borðum ókkur mettar og leggjumst síðan til svefns, eftir erfiðan, en ánægjulegan starfs- dag. Alfhildur (17 ára). Peysa á 8 ára i Peysan er prjónuð á prjóna no. 2 og no. 214- Brjóstvidd 72 cm, lengd 40 cm. Bak: Uppfytjun 100 1, á pr. no. 2. Snúningur 7 cm önnur rétt og önn- ur snúin. Þá skipt um prjóna, aukið í svo 109 séu á, og prjónaS slétt prjón, aukið í cinni lykkju hvoru megin 8. hvern prjón. Þegar lengdin er 25 cm. eru felldar af 6 1 og ein og ein, hvoru megin, í næstu umferSum (alls 8) fyrir handveginn. Hald- iS áfram þar til hann er 15 cm, þá felldar af 10 1 á hverri öxl þrisvar sinnum, dregiS í þær 39 1, sem eftjr verSa. Framstykki: Uppfytjun 108 1, auka og skipta um pr. er snúningurinn er búinn, eiga þá aS vera 115 1 á pr. Ath. aS auka í meS jöfnu millibili, siðar er aukiS i þrisvar hvoru megin. En er komnir eru 25 cm eru felldar af 8 1 fyrir handveginn, eftir að enn hafa verið prjónaðir 10 cm dregið í 15 miðlykkjurnar, prjón- uð svo hver öxl fyrir sig og tekið úr hálsmegin í hverri um- ferð unz 30 1 eru á prjón. Þegar handvegurinn er 16 cm eru felldar af 10 1 í einu, þrisvar, fyrir öxlina. Ermi: Uppfytjun 50 I, 6 cm snúningur. Aukið í svo 59 verði á, um leið og skipt er um prjóna. SíSan aukiS í 1 lykkju hvoru megin, áttunda hvora umferð þar til komnar eru 83 1. Þegar ermin er 35 cm eru felldar af 4 4, hvoru megin, og eftir það tekið úr annanhvern prjón þar til 35 1 eru eftir, þá felldar af 5. hvoru megin, unz allt er búið. . Breitt úr stykkjunum, teigð til eins og þau eiga að vera, og votur klútur látinn þorna yfir þeim. Saumuð saman hægri öxlin og ,teknar upp á að gizka 100 1 allt í kringum hálsm. og prjónaður snúningur á pr. no. 2, 2j4 cm, felldur af. Peysan saumuð saman og renniiás á vinstri öxl. Mi'öjan. ★ ÞEGAR nýlega var efnt til skoðanakönnunar í Danmörku um það, hvort meiri hluti þjóðarinnar væri með eða móti þéringum, fór hún þannig að 50% var með þéringum og 50% á móti, eða féll með jöfnum atkvæðum. Þjóðliátíðardagur íslendinga er 17. júní, Dana 5. júní, Svía 6. júní. Englendingar hafa engan þjóðhátíðardag, en halda upp á afmæli konungsins 2. fimmtudag í júní. Norðmanna 17. maí, Frakka 14. júlí. Bandaríkjamanna 4. júli. Finna 6. desember. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.