Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Side 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Side 12
GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Kvöldgeislav Nýja framhaldssagan. Hún hét Ragna, bóndadóttirin frá Teigi. Sá bær var skammt fyrir ofan kaupstaðinn. Hún var ein af nem- endum hans, bráðskynsöm og síhlæjandi. Hún skrif- aði bráðskemmtilegar sögur, sem hún lofaði honum að lesa, þótl þær væru náttúrlega fjarska vitlausar, fannst henni sjálfri. En hann mátti engum segja frá því, að hún væri að setja þetta saman. En hann sagði samt Rikku-frá því. Hún sletti bara í góm yfir þessu uppá- tæki og sagði önug: — Geta þau ekki látið krakkann gera eitthvað þarfara en þetta, að vera að húa til skröksögur. Skárri er það nú endaleysan. Það var engu líkara en hana grunaði hvert krók- urinn myndi beygjast. Hún var úrill og geðvond. þeg- hann fór að venja komur sínar að Teigi, hvenær, sem hann hafði tíma til. — Það er farfð að hlaupa með það fólkið, að þú sért að snúasf í kring um stelpuna þarna á Teigi, sagði hún einu sinni. — Ég sagði því að ég væri viss um, að það dytti þér aldrei í hug. Hún er lítið eldri en börnin þín, bætti hún við. Hann hló bara og sagði, að allt gæti komið fyrir. Þau elskuðu hvort annað og dáðust hvort að öðru meðan hún var ekki nógu gömul til þess að giftast. Eoreldrar hennar voru ekki ánægð yfir því hvað ald- ursmunurinn var mikill. Slíkt setja elskendur ekki fyr- ir sig. Strax og aldur hennar leyfði, giftu þau sig. Svo flutti hann þessa blómarós heim í litla húsið sitt einn góðan veðurdag. Hann var svo sæll sem nokkur mað- ur getur verið og vonaði að Rikka færi í burlu eða yrði ánægð með þessa tilbreytni, sem honum fannst henni ekkert koma við. Ragna gerði lítið annað en lesa og skrifa, enda voru húsverkin svo lítil að Rikka þurfti ekki hjálp við þau, en henni datt víst ekki í hug að fara. Ragna var kát og skemmtileg stúlka, sem gat oftast nær haft fýluna úr Rikku með því að hæla matnum hjá henni og dást að því, hvað hún þvoði vel og strauaði. Stundum spurði Rikka, háðslega: — Hvenær ætl- ar unga frúin að fara að þvo og matreiða? . — Ég býst ekki við að reyna það. meðan þú ert nærri mér til að hlæja að mér, var vana svarið hjá Rögnu. Allt gekk samt sæmilega, þangað til Rikka fékk blóð- eitrun í fótinn og var flutt á sjúkrahús. Þá byrjuðu vandræðin fyrir alvöru. Ragna gerði víst það. sem hún gat. Samt breyttist heimilið svo ótrúlega mikið. Borðin og gólfin urðu blökk og maturinn var oft ekki soðinn, þegar maðurinn hennar kom af sjónum. Stund- um sá liann að hún var að lauma skriffærunum ofan í eldhúsborðsskúffuna, þegar hann kom inn. Þetta fór að verða óþolandi, samt stillti hann sig lengi vel og bjóst við, að þetta myndi lagast. En næsta dag gekk það eins. — Þú þarft að láta fyrr upp mat- inn, sagði hann. — Hún er keipótt þessi eldavél, sagði lmn. Svo fór hún að segja honum hvernig hún ætlaði að enda söguna, sem hún var að skrifa og bætti því við með barnslegri hreinskilni, að sögunnar vegna hefði maturinn komizt svona seint upp, hún liefði gleymt sér yfir henni. Hún vissi að hann fyrirgæfi sér það. Hann lét það óumtalað í það skipti, en þegar sífelld- ar endurtekningar áttu sér stað, sagði liann henni, að hún yrði alveg að hætta öllum skriftum meðan hún þyrfti að hugsa um matinn. Hún hló og kyssti liann, bjóst við að þetta færi að lagast. í næsta húsi, sem var bara óálitlegur torfkofi, bjó gömul kona, sem Margrét hét, mesta málaskjóða. Hún hafði verið vinnukona á Teigi, þegar Ragna var smá- barn og hafði mikið eftirlæti á henni. Hún þvoði fyrir hana sokkana og bakaði brauðið og fleira. Honum féll það illa og var því líka óvanur. Fyrri kona hans og Rikka höfðu báðar hugsað um það eitt að gera honum til geðs og dekra við hann. En þessi kona var vön við að dekrað væri við hana sjálfa og hafði alll þegið af öðrum. Hugsaði því einungis um sinn vilja. En hún var gotl og ástríkt barn, sem kyssti hann, þeg- ar hann var þurrlegur og fýldur. Þá reyndi hann að sýnast kátur, en honum fór að verða illa við skrifbók- ina, sem vanalega var geymd í eldhúsborðsskúffunni eða á bak við diskana, í rekkinu. Stundum var Manga í kofanum hjá Rögnu, þegar hann kom af sjónum og hjálpaði henni að koma matn- um á borðið. — Það ætti nú ekki að þurfa marga til að taka til mat handa einum manni, sagði hann hálf ólundarlega einn daginn. Hann kærði sig ekkkert um gömlu konuna. — Þú verður að taka það með í reikninginn, Þór- hallur sæll, að Ragna er eins og hvert annað barn, sem hefur lítið átt við matreiðslu, sagði þá Manga með sinni háu raust, sem var eins og úr tveim konubörkum. — Þá er að læra hana, hafði hann svarað. Það gerir hún áreiðanlega. En ég vildi ráðleggja þér, að láta aðra en Rikku gömlu kenna henni. — En ég álít að hún geti tæplega fengið betri kenn- ara en liana, svaraði hann þurrlega. — Þá máttu biðja fyrir þér, að seinna hjónabandið fari ekki eins og það fyrra, sagði sú ófeimna kona, hún sló aldrei undan fyrir neinum og lét allt fara, 10 NÝTT KVENNABI.AÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.