Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Page 15
Tísikiem-
Vlnáttan oft TÖlt og flá,
vantar hugar stilli. A.
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS OG
FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS
efna til samkeppni um allt land um fallega minjagripi,
sem bjóða mœtti erlendum ferðamönnum.
Engin takmörk eru sett fyrir tegund gripanna. Kemur allt
til greint, sem heppilegir minjagripir geta talizt, svo sem
hverskonar hannyrðir, trésmíðagripir, málmsmíði, skartgripir,
leirmunir, leðurmunir, leikföng, brúður og ýmiskonar föndur,
svo fátt eitt sé nefnt.
Nú verður illt að vera verkamannskona.
Einu sinni var kveðið:
Dável þótti varið vera
vænni hrúgu af peningum:
til að kenna að kókítera
kvennaskólastúlkunum.
Siðan hafa bætzt við margar kennslugreinar og margir skól-
ar. Verkamannskonan skilur ekki allar þær ráðstafanir. meðan
hún hefur varla til hnífs og skeiðar og sér ekki fram úr vand-
anum. Alltaf er bætt við nýjum og nýjum skólum, án þess
að leggja þá elztu niður, og nýjum og nýjum embættum, án
þess að strika út þau eldri. Áður voru gömlu embættin, svo
sem amtmanns embættið og landshöfðingja embættið lögð nið-
ur, er önnur komu. Verkamannskonunni finnst það til fyrir-
myndar. Þannig mætti ríkissjóður spara útgjöld, meðan hún
þarf allt að spara, er dýrtíðin eykst daglega.
Það er makalaust að i raun og veru skuli vera frágangssök
fyrir sjálfstæða stúlku að ganga að eiga verkamann. Þess vegna
byrja karlmenn líka á alls konar braski, að þeir vilja ekki
þurfa að láta konuna sína lifa af hinum litlu verkamannslaun-
um, sem aldrei leyfa höfðingsskap í útlátum, ferðalög eðá
fatnað af beztu tegund, heldur kæfðan grát eftir að vængirnir
eru stifðir. — B. Ó.
Botnar við fyrripartinn:
Ljós og skuggar skiptast á,
skammt er öfga milli.
NÝTT KVENNABLAÐ
Bítast jarðarbörnin smá
betri um magafylli. G. R.
Ýmsir skrifa, en aðrir þrá
auð og kvennahylli. Grímur Rögnvaldsson.
í klessumálning má nú sjá
met á andans snilli.
ÁSTARKRANSAR.
125 g. smjör, 225 g. hveiti (tveir stórir bollar),
60 g. sykur, 1 teskeið vanille, 3 eggjarauður (hvítur
og sykur).
Smjörinu núið saman við hveitið og síðan eggja-
rauðurnar og vanilledroparnir og örlítið af sykrinum
og þeyttum hvítunum látið í. Hnoðað sem minnst.
Breytt út og skorið í mjóar lengjur, þeim brugðið sam-
an tveimur og tveimur (snúið saman) og gerðir úr
hringar. Þeim dýft í léttþeyttu eggjahvítuna og syk-
urinn. Mylja mola, svo sykurinn sé grófari. Bakað
ljósbrúnt.
Þannig má forma hringi úr öðru góðu deigi. —
Það er mjög fallegt og fljótlegt.
EINFALDUR EFTIRRÉTTUR.
% lítrar mjólk, 75 gr. hrísgrjón, 1 matskeið smjör,
1 matskeið sykur, y2 teskeið „vanilje“, 10 möndlur.
Sveskiur, epli eða plómur. Eins má hafa hláber.
Elda á graut úr grjónunum og mjólkinni, taka
grautarpottinn síðan af eldinum og hræra smjörinu,
sykrinum, dropunum og söxuðum afhvddum möndl-
unum saman við (sióðandi vatni verður að hplla á
möndlurnar svo hýðið losni auðveldlega frá). Eplin
eða sveskjurnar á að sjóða sér í lagi. Láta skal svo
fyrst eplin, eða sveskjurnar í form eða skál og hella
grautnum varlega ofaná . Hvolfa svo úr skálinni þeg-
ar grauturinn er orðinn vel kaldur og stífur os hera
hann þannig fram. Laga má þunna sósu úr epla- eða
sveskjusoðinu út á.
Aldrei er góS visa of oft kve'Sin, seeir máltækiS. oe haS
gæti vel átt viS eftirfarandi vísu eftir Erlu. En vísan hefur þá
sérstö3:t viS flestar visur aSrar, aS körlum finnst óviSkunnan-
leet. aS taka sér hana oft í munn, þó þeim þyki hún annars
falleg. Af.
Vertu góSi guS mér hjá,
ger mig fljóSaprýSi,
hreina í IjóSi. huga og þrá.
holla i þjóSarstriSi.
NÝTT KVENNABLAÐ
Kostar 12 kr. árgangurinn: gjaldd. í júní.
Átta blöH á ári. — Kemur ekki út sunwrmánutiina.
Ajgreiösla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Simi 2740.
Ritstj. og ábm.: GuSrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7.
BORGARPRENT
13