Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Side 2
C^oípaztt kíutoatk kouuuuaí.
Mörgum er enn í fersku minni er fyrstu drengja-
kollarnir sáust á stúlkunum -— eldra fólk ætlaði ekki
að trúa því, að þetta væri meiningin — að slíkt ætti
eftir að smita frá sér svo gífurlega að önnur hver
kona klippti af sér hárið. En hvað megnar ekki tízkan
og áróðurinn. Það var erfitt að bera mikla hárið —
fyrirhafnarsamt og oft og tíðum ljótt og illa hirt, langt
um betra að losna við það. Ekki ófyrirsynju voru þá
margar konur hættar við felld og síð peysupils. Kjól-
arnir komnir í staðinn, sem Káinn lýsir: „Á bakinu
öllu var engin spjör....“ Danski búningurinn var tek-
inn upp af því, að hann var léttari og betri.
Þessi bylting á ytra útliti kvenfólksins er þó reyk-
ur hjá hinni miklu breytingu hugarfarsins.
Með hjónabandinu hlaut konan stöðu. Kristjana Haf-
stein hlaut yngst kvenna hæztu stöðu. Hún varð amt-
mannsfrú ung að árum. Nú gifta stúlkurnar sig án þess
að hljóta nokkra „stöðu“. Þær vinna eftir sem áður
að því starfi, sem þær höfðu. Áróður hefur verið uppi
um það, að hjónabandið veiti konunni enga stöðu, væri
ekki siaSa. Konan yrði að hafa eitthvert sérnám til
vinnu og halda áfram því starfi, sem námið vcitti henni
rétt til og hún þegar hefði hazlað sér. Þetta er fram-
vindan. — Áður þótti keppikefli að komast í húsmóð-
urstöðu — frá vinnumennskunni. — Nú tekur ekki
tali fyrir hæfileikakonu í góðri stöðu að setjast heim
í heimiliskytru, þó að hún giftist, hjónaband, það er
engin staða lengur. Konan býr til mat og lagar til i
íbúðinni í frístundum sínum. Fólkið giftir sig ungt
og ástin dregur í búið, fljótt rís upp fínt og fallegt
heimili. En þröskuldurinn lætur þó sjaldnast á sér
standa. Er börnin koma verður hið tvíþætta starf kon-
unnar henni ofviða.
Gamlar konur hafa ekki getað í orð fært sársaukann,
er þær minnast þess, að heimilum þeirra var tvístrað.
Börnin sett sitt á hvern bæ, nema kannski eitt, sem oftast
fylgdi móðurinni. Og jafn undrandi og þær urðu er
ungu stúlkurnar klipptu af sér hárið, bættist enn á
undrun þeirra, er konurnar vildu heldur senda l)örnin
sín á barnaheimili og vöggustofur, heldur en vera hjá
þeim heima. En óhikað gengur unga konan til verks
— fer til vinnu sinnar, út í bæ, að morgni og kemur
ekki heim fyrr enn eftir fullan vinnudag, bætir svo
enn á sig að sinna börnunum er heim kemur. Tekur
þau með sér í heimleiðinni. — Þetta er bylting í heim-
ilishaldi, sem ekki verður gengið fram hjá. Konan ber
uppi heimilið efnalega með manni sínum, og efna-
hagnum er borgið. En í engri fátækt hefur hún lagt
méira á sig en þetta. Onnur bylting í heimilislífinu
var undangengin, sem minna var höfð á orði. Það var
byltingin, er maðurinn fór að vinna „út í bæ“, vinna
alla sína vinnu utan heimilisins. Mörg munum við
heimili, þegar húsbóndinn vann hvergi nema heima,
að landbúnaðarstörfum á jörðinni sinni. Við fylgdum
honum út og inn við störfin, smákrakkar. Við munum,
þegar hann gekk um gólf oft með börnin í fanginu,
er vinnu var lokið að kveldinu. Og við munum föður- og
móðurfrændur, sem kenndu okkur eftir vinnutíma að
skrifa og reikna og spila kotru og smíðuðu fyrir okk-
ur ýsubeinsfugla. Þá höfðu stúlkurnar svo mikið að
gera innan húss, að þær gáfu sér ekki tima til að
leika við börn. Allur tíminn fór í brauðabakstur og
skógerð og til annarra nauðþurfta heimilisins. Vinnu-
söm kona má aldrei vera að að leika við börn.
Þegar einn og annar telur hollara börnunum, að
móðirin sé heima, heldur en að hún vinni úti, hvarflar
að mér, hve það er ákaflega mikið verra fyrir börnin,
að faðir þeirra vinnur utan heimilisins. Faðir og frænd-
ur höfðu tök á að gleðja og siða börnin og marg-
faldan tíma til þess fram yfir móður þeirra. Hún hafði
mikla hvíld af uppeldisþætti föðurins, meðan barnið
gat fylgt honum og lært störf og eignast áhuga fyrir
þeim. — Kemur mér í hug stakan:
Að faðirinn elski soninn sinn,
sú er liðin tíðin.
Nú hugsar hann eins og heimurinn,
en horfin hjartaprýðin.
Séra Jón Auðuns, dómprófastur, vék að því í ræðu,
að framfarirnar og tæknin væri á öllum sviðum og
spannaði allt, nema sálarlíf einstaklingsins. En fyrir
einstaklinginn með eilífa sál og mörg hugðarefni ætti
að mega fórna nokkru, það ættum við að muna. Fað-
irinn fór fyrst að heiman, svo móðirin. Það er óvandari
eftirleikurinn.
Sjálfsagt var Sveinn frá Elivogum líkastur Bólu-
Hjálmari allra seinni tíma skálda. Báðir voru þeir
níðskældir og létu bitna á fjölskyldu sinni ekki síður
en fjarskyldum. Sveinn orti til móður sinnar:
Gömul hóra og gigtveikt skinn
galla stóra hefur,
heimsk er Þóra og harðsnúin
með herðastóra kistilinn.
En Þóra lét ekki standa á svari:
Gættu að því að Guð er einn
gáfurnar sem léði.
Ef þú yrkir svona Sveinn
sál þín er í veði.