Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Síða 8

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Síða 8
GuSrún Hrönn Hilmarsdóttir, húsmœ&rakennari: Nokkrir góðir smccréttir á kvöldverSarborS. Tómatréttur. y<2, kg tómatar, 1 stór laukur, — 1 búnt steinselja, salt, pipar. Tómötunum er dyfið örlitla stund ofan í sjóðandi vatn og húðin tekin af þeim. Síðan eru þeir skornir i sneiðar. Laukurinn afhýddur og saxaður smátt, einnig steinselja, sem hefur verið skoluð áður. Smjörlíki brætt á pönnu og tómatsneiðunum, lauk og stcinselju er raðað þar á. Salti og pipar stráð yfir. Látið sjóða við lítinn hita um stund. Borið fram með hrærðum eggjum, sem fylling í eggjaköku eða með harðsoðn- um eggjum. Gulrótarsalat. 4—6 gulrætur, — 1 matsk. rúsínur, — 1 epli, 1 y2—2y% dl. rjómi, púðursykur. Gulræturnar hreinsaðar og rifnar á rifjárni. Rúsín- urnar saxaðar, eplið skorið í litla bita. Öllu blandað saman og púðursykurinn látinn í eftir eftir þörfum. Að síðustu er stífþeyttum rjómanum blandað saman við. Þetta salat er mjög gott með brauði, einnig með hænsnum og öðrum fuglaréttum. Gott rœkjusalat. 200 gr. rækjur, — 2 harðsoðin egg í sneið- um, — 1 epli í smábitum, — 100 gr. agúrkur í smábitum, — 1 búnt hreðkur í sneiðum, — 1 lítil dós grænar baunir, — 6—8 msk. olíu- sósu, hrærð út með 2 msk. af rjóma. Nota má niðursoðnar eða hraðfrystar rækjur. Séu not- aðar hraðfrystar rækjur er bezt að láta þær þiðna í saltvatni. öllu, sem fara á í salatið blandað samari í skál, olíusósunni hellt yfir og blandað létt saman með tveim göfflum, Skreytt með eggjabátum, salatblöð- um, tómötum, hreðkum eða steinselju, allt eftir ástæð- um og smekk. Salatið borið fram vel kælt. Eggjakaka með steiktum eplum. 3 egg, — 2 msk. hveiti, — 2y2—3 dl. mjólk, — 150—200 gr. flesk eða feitt hangikjöt, — 3—4 epli. Kjötið skorið í bita og brúnað, eplin skorin í bita og brúnuð í fitunni af fleskinu, tekin af pönnunni. Eggin þeytt vel, hveiti og mjólk blandað saman við. Flesk- bitarnir látnir aftur á pönnuna og eggjablöndunni hellt yfir. Kakan látin stífna við meðalhita. Kökunni hvolft á fat og eplabitunum raðað utan um. — Slep]>a má fleskinu og eplunum en nota tómatréttinn sem fyllingu í eggjakökuna. Er þá betra að salta eggjajafn- inginn áður en hann fer á pönnuna. 6 Efni: 450 gr. Prjónar nr. 3 og 3y%. 6 hnappar. —- MynztriS: 1. pr.: 1 I. tekin óprjónuð x bandið undir og yfir prjóninn og samtímis óprjónuð 1. tekin fram af, 1 1. r. x endurtekið út prjóninn. 2. pr.: endal. óprjónuð x bandið og óprjónaða 1. í fyrsta pr. prjónað saman, ein I. snúin x. Þessir 2 prjónar síendurtehnir. Bak: Fitja upp 85 1. á prjón nr. 3 og prjóna 10 cm. snúning (42 pr.) 1 r. 1 sn. Þá teknir pr. nr. 3y> og mynzturprjónið hefst. Er það mælist 22 cm. (92 pr.) fellt af undir hönd, tvisvar sinnum 2 1. Síðan fellt af í annarri hvorri umferð (28 1. hvorum megin á 56 pr.) þannig: prjónuð endalykkjan, 1 1. snúin 1 1. r. 1 1. snúin, þá 2 1. r. saman, haldið áfram að prjóna mynzlurprjónið unz komið er að 6 síðustu I. þá er ein I. tekin óprj., næsta prjónuð og sú óprjónaða dregin yfir þá prjónuðu, ein 1. snúin, ein 1. r., ein 1. sn. og svo endal. Á prjóninum til baka eru fyrstu og síðustu 4 lykkjurnar prjónaðar eins og þær koma fyrir 1 sn. 1 r. En annars mynzturprjón eins og myndin sýnir. Er 21 I. er á fellt af. Vinstri bo'Sungur: Fitja upp 44 1. á pr. nr. 3 og prjónaður snúningur eins og á bakinu, iþá teknir prjón- ar nr. 3og prjónað mynztur]>rjón. Er mynztur- ]>rjónið mælist 22 cm. þá tekið úr undir hönd og alveg eins og á bakinu. Er tekið hefur verið úr 21 sinni þá fellt af hinum megin fyrir hálsmálinu: Tvisvar sinn- um 2 I., 3 sinnum 1 1. og í sjötta prjón tvisvar sinn- um 1 1. Svo felldar af síðustu 1. Hægri boðungurinn eins nema upp á hina höndina. Ermi: Fitja upp 40 1. á pr. nr. 3. Prjónaður 10 cm. snún. 1 r. 1 sn., á síðasta snúningspr. eftir að prjón- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.