Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 13
hennar fagurrauðar. Hún rennir augunum yfir salinn og sér
Sverri fram við dyrnar. Hann kemur þegar til þeirra vin-
stúlknanna og heilsar þeim brosandi. Danslagið hljómar um
salinn að nýju. Sverrir hneigir sig fyrir Sigrúnu og býður
lienni í dans. Hún rís á faítur og liann leggur sterkan arminn
þétt um mitti hennar og þau svífa út á gólfið. Ný heit og unaðs-
leg tilfinning gagntekur bæði. Hann þrýstir henni að sér fast-
ar og þau finna hvort annars hjartaslög. Tvær konur í sveit-
inni Þórdís í Árbæ og Björg á Fossá, sitja saman inni i dans-
salnum. Þær eru hættar að dansa, en koma til þess að horfa á
æskugleðina. Augu þeirri fylgjast um stund með hinni dans-
andi hringiðu og nema svo staðar á Sverri og Sigrúnu. Þórdís
hnippir í Björgu og segir: — Þetta er glæsilegt par. ,lá, víst
er það. Mikið Ijómandi er hann Sverrir myndarlegur piltur,
og nú er hann orðinn búfræðingur, hafði verið fia'stur af
öllum í skólanum. — .1 á, ég hef frétt það, en hver er þessi
stúlka, sem hann dansar við? — Það er hún Sigrún í Nesi.
— Er hún svona stórmyndarleg stúlka. Það er orðið svo langt
síðan ég hef séð hana, að ég kom því ekki fyrir mig hver
hún var. — Já, Sigrún er myndarstúlka, því verður ekki neitað
og mesta búkonuefni. — Skelfing eru þau ánægjuleg í dans-
inum, hreppstjórasonurinn og hún. Skyldu þau vera trúlofuð?
•— Þau trúlofuð! Nei, áreiðanlega ekki. llann ætlar sér nú
líklega eitthvað veglegra gjaforð hreppstjórasonurinn á Hamra-
endum. — llann fær nú varla fallegri konu en þessa stúlku.
Mér sýnist hann engu siður hamingjusamur en bún. — Hann
er bara að spila með hana. Sverrir er nú heldur ættgöfugur til
þess að taka að sér óskilgetna stelpn. — Það er nú komið úr
móð, sem betur fer, að líta aðeins á auðinn og ættina. Nú ei
það hjartað, sem ræður hjá æskunni. — Mér er sama uin
]>að, en það er alveg þýðingarlaust fyrir Sigrúnu að hanga
utan í Sverri. Hann lítur aldrei á hana í neinni alvöru, enda
getur hún sjálfsagt fengið pilt nær sér, sem er henni sam-
boðinn. — Það er mjög trúlegt, að svona myndarleg stúlka
geti fengið fleiri en einn pilt, enda þó að mér sé farin að
förlast sýn, er ég þess fullviss, að hér er um sanna ást að
ræða á báðar hliðar, og þú sérð til Björg mín. -— Björg svarar
Þórdísi engu, en lnin gefur Sverri og Sigrúnu óhýrt auga, ]>ar
sem þau svífa glöð og sæl hvort í aunars örmum eftir liinu
heillandi danslagi.
Kristján sonur Bjargar hefur verið kaupamaður í Nesi um
tíma á hverju sumri, síðan Sigrún var um fermingu og fellur
þar vel. Björg er fyrir löngu búin að ákveða, að Sigrún verði
tengdadóttir sín. Stjáni sonur liennar er líka ákveðinn í því
að fá Sigrúnu fyrir konu. Honum þykir búsældarlegt í Nesi
og ]>ar vill hann búa. Hann veit lika, að Björn gamli á tölu-
vert til og að Sigrún á að erfa það allt. En hann hefur enn
ekki komið sér að því að tala hreint við liana. Eiginlega er
hann hálf feiminn við Sigrúnu. Björg hugsar sér að tala ræki-
lega við Kristján, þegar hún komi heim. Hann er ráðinn í
Nesi í sumar, eins og að undanförnu, og nú verður liann að
láta alvöruna gilda, ef hann ætlar ekki að láta allt ganga
úr greipum sér.
Dansleikurinn er á enda. Sigrún og Sigga eru ferðhúnar
heim. Þær koma út og eru að fara. Sverrir stendur úti fyrir
dyrum samkomuhússins og bíður þeirra. Hann réttir Siggu
fyrst höndina og segir brosandi: — Vertu blessuð og sæl,
Sigga mín, og þökk fyrir skemmtnnina. — Það er nú víst
heldur lítið mér að þakka. Þú dansaðir aldrei við inig, en
vertu samt margblessaður. Sigga horfir glettnislega á Sverri.
— Fyrirgefðu, Sigga mín, hafir þú orðið útundan, segir hann
brosandi og sleppir hönd liennar. Svo snýr hann sér að Sig-
rúnu. Þau takast i liendur og augu þeirra mætast. í djúpri
þögn tala augu beggja því máli, sem engin tunga fær komið
orðum að til fulls. Sverrir þrýstir hönd hennar fast og mjúklega
og segir lágt og þýtt. — Vertu sæl, Sigrún. Ég þakka þér fyrir
samveruna. — Sömuleiðis. Vertu sæll, Sverrir. Sigrún dreg-
ur að sér höndina og svífur létt i spori, eins og vordísin sjálf,
suður túnið í Árbæ á eftir Siggu vinstúlku sinni, sem komin
er spölkorn frá samkomuhúsinu. En Sverrir stendur kyrr í
sömu sporuni og liorfir brosandi á eftir henni, þar til vin-
stúlkurnar hverfa honum bak við fjárhúsin suður á túninu. —
Kristján, bóndasonurinn á Fossi, situr einn úti i skemmu og
lagfærir reiðtygi. Hann er niðursokkinn í verk sitt og raular
gamalt rímnalag fyrir munni sér. En skyndilega er skemniu-
hurðinni hrundið upp. Björg móðir Kristjáns snarast inn i
skemmuna og nemur þar staðar. Kristján hættir að raula og
lítur á móður sína. Honum dylst það ekki, að eitthvað óvenju-
legt er á seiði hjá henni. Björg færir sig að hlið Kristjáns og
sezt þar. Enn ríkir þögn um stund, en svo segir Björg: — Jæja,
Kristján minn, þú ert ráðinn kanpamaður í Nesi i sumar, eins
og að undanförnu. — Já. Kristján horfir dálítið undrandi á
móður síua. Björg brosir glettnislega til hans og heldur á-
fram. — Hvernig er það með þig og stelpuna í Nesi, hefur þú
ekkert reynt við hana þessi sumur, sem þú ert búinn að vera
þar? — Hvað er þetta manneskja, þú heldur þó liklega ekki,
að ég liafi farið að biðja hennar, sem er langt fyrir innan
tvitugt. — Hún er nú orðin 18 ára, svo að þér er alveg óhætt
að byrja á byrjuninni. Björg lilær. Kristján lítur niður fyrir
sig og segir vandræðalega. '— Ég kann nú víst heldur lítið til
þeirra hluta. — Blessaður láttu engan heyra þetta, skárri er
það nú karlmennskan, að þora ekki að fara á fjörurnar við
einn kvenmann. Eða ertu kannski hættur að hugsa um reit-
urnar hans Björns gamla? Björg horfir næstum móðguð á
son sinn. — Nei, mamma, ég ætla mér það allt með tímanum.
— En það er nú ekki alveg víst, að sú litla biði eftir þér í
mörg ár. Það eru kannski fleiri en þú, sem líta hana hýru auga.
— Nú, svo sem eins og hverjir heldur þú? — Mér sýndist hon-
um ekki leiðast að dansa við hana hreppstjórasyninum á Hamra-
endum á dansleiknum í Árbæ í fyrrakvöld. — Ætli hann líti
nú ekki eitthvað hærra sá mikli maður. — Auðvitað er það
bara leikur að hans hálfu, en það getur nú samt liaft vond
áhrif á stelpuna, æskan er viðkvæm og blóðheit á þessu skeiði.
— Ég geri alvöru úr þessu í sumar. Varla verða gömlu hjónin
á móti mér. Kristján hlær sigurviss. Björg slær þétt á herðar
syni sínum og segir íbyggin: — Sýndu það nú í verki. að
þú sért sonur móður þinnar, og láttu ekki auðinn í Nesi ganga
úr greipum þér. — Þú þarft ekki að óttast það, að ég geri
það, mamnia. — Ég treysti þér líka Kristján minn. Björg rís
á fætur og gengur brosandi út úr skemmunni. En Kristján
heldur áfram við verk sitt og raular töluvert hærra en áður. —
Sigrún í Nesi er lireytt. Hún er orðin eins og í leiðslu og
heyrir naumast, þó að við liana sé talað. Oft stendur hún við
baðstofugluggann í Nesi og horfir dreymandi augum fram í
sveitina. Hugurinn er hundinn hjá ungum, fallegum pilti, sem
hún elskar. Hann er ofinn í alla hennar drauma í vöku og
svefni. Hjarta hennar rúmar aðeins hann einan. Sigrún er
sæl, af því að hún á hjarta hans, þótt hann hafi ekki ennþá
sagt henni það með orðum.
Framhald.
NÝTT KVENNABLAÐ
11