Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Page 14

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Page 14
I>etta mynztur er í borðrefil eða lítið veggteppi, fallegast í hvítan eða íjósan jafa. Saumist með góbelín yfir 3 þræði, — lengd eftir vild. — Fæst á Vefnaðarstofu Karólínu Guðmunds- dóttur, Ásvallagötu lOa, ásamt öðrum áður auglýstum út- saumsvörum. Til þeirra sem kváðu á vökunni 3. aþril. <^ptú ^Piatíibit Ólaflfdóitit $0 dta. Ó, þú ljóð! og ó, þú kliður, enn til ]>inna ratar niður, stuðlana og stássið berð. Margt eftirminnilegt hef ég séð á þessu sumri, þar sem ég lét verða af því að fara í Meginlandsferð á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, en eitt af þeim fyrir- bærum er heimsókn mín til frú Marsibil Ólafsdóttur á níræðisafmæli hennar 4. september, þar sem hún á heimili Ólafs sonar síns stóð teinrétt, gkartklædd og tók á móti gestum, spjallaði við þá og hin vinnulúna hönd hennar gat valdið þungri kaffikönnu og hellt í bollann minn. Hún talar þakklál um lífshamingju sína, en það sem ég heyrði hana sérstaklega leggja áherzlu á var það, að hið fyrsta af 15 börnum liennar var stúlka, og sú stúlka var Lilja, sem varð sjötug í sumar og var þarna stödd. Þjónustu Lilju við systkini sín og aðstoS sú, sem hún veitti móður sinni um áratugi verður hvorki „mæld né vegin“. — Meðfylgjandi vísur samdi ég, þegar frú Marsibil varð áttræð, þarf því ekki að vera margorð, aðeins taka fram það, sem að mínu áliti hefur skapað hamingju þessarar hetju: Guðstraust, óbilandi vilja- þrek og sú gæfa að hafa í meira en hálfa öld fengið að vera samvistum við sinn mikilhæfa eiginmann, og eftir andlát hans njóta aðhlynningar góðra barna. Svo þakka ég gefna fagra fyrirmynd og bið frúnni og öllum niðjum hennar blessunar Guðs. Þér hetjan merk frá Haukadal minn hugur þakkir geldur, þér virðing hreina votta skal, er velli áttræð heldur. Með viljakrafti og viðnámsþrótt þú vanda hverjum mættir. Þú hefur fram til sigurs sótt og sæmdir hljóta ættir. Neistinn fer um æð og inni, orðið kvcikir líf í sinni. Æskubrekin enn í minni. Ó, þú stakan fagurgerð! gegnum liolt og hæðir sérð, — skapar í oss hjartað hreina. Hundrað þakkir fyrir eina. G. St. Þegar það fréltist að Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari á Akureyri, ætlaði að hætta kennslu í Kennaraskólanum, varð nemanda hans að orði: ,,Ég vildi vinna til, að hann Sigurður kenndi mér, þó að hann skammaði mig á hverjum degi.“ — Viktoría Guðmundsdóttir. Ég þakka fagra fyrirmynd, þér fimmtán harna móðir, því gata er brött á gæfutind og grýttar margar slóðir. En þú, sem fórnar geymdir glóð en gleymdir eigin þörfum, af miklum reynslu og manndómssjóð þú miðlar þínum örfum. Þú lítur yfir liðna tíð og ljóss og skugga minnist, því móðurástin hljúg og blíð oft beizkri reynslu kynnist. Að blessist öll þín bros og tár sú bæn til Drottins hljómi, en sveipist um þín silfurhár hinn sæli friðar Ijómi. LILJA BJÖRNSDÓTTIR. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.