Morgunblaðið - 16.07.2009, Side 6
LANDNEMAHÓPUR Vinnuskóla
Reykjavíkur býður gestum og
gangandi upp á stuttar kanósigl-
ingar frá vesturenda Tjarnarinnar.
Fyrsta siglingin verður í dag kl. 10.
Ef vel tekst til verður boðið upp á
endurgjaldslausar siglingar á sama
tíma frá miðvikudegi til föstudags
næstu tvær vikurnar. Þess verður
gætt að styggja ekki kríurnar.
Bjóða kanósigl-
ingar á Tjörninni
Svanir Tilhugalíf á Tjörninni.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
Verð aðein
s 3.990 kr.
bók og kor
t
Handhægt ferðakort
fylgir bókinni
Vegahandbókin sími: 562 2600
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
UNDIRALDA, pirringur og titr-
ingur setti svip sinn á þingstörf Al-
þingis í gær, bæði í röðum stjórn-
arliða og stjórnarandstæðinga.
Ákveðnir þingmenn gengu svo
langt að segja að líf ríkisstjórn-
arinnar héngi á bláþræði. Ítrekað
var gert fundarhlé frá þingstörfum,
þingflokkar funduðu og formenn
þingflokka og formenn allra flokka
funduðu til þess að reyna að ná
sameiginlegri niðurstöðu í því hve-
nær umræðum um aðildarumsókn
að ESB yrði lokið og gengið yrði til
atkvæða, bæði um breytingar-
tillögu sjálfstæðismanna og síðan
um þingsályktunartillögu utanrík-
isráðherra. Niðurstaða náðist ekki
fyrr en á öðrum fundi þingflokks-
formanna með forseta Alþingis á
sjöunda tímanum í gærkvöld, að
umræðum um tillöguna yrði lokið í
gærkvöld eða nótt og atkvæða-
greiðsla fer fram á hádegi í dag.
Vinstri græn héldu tveggja
klukkustunda þingflokksfund í eft-
irmiðdaginn í gær, þar sem reynt
var að ná niðurstöðu, sem fæli það í
sér, að þingsályktunartillögu utan-
ríkisráðherra væri tryggður þing-
meirihluti. Samkvæmt mínum upp-
lýsingum náðist engin efnisleg
niðurstaða á þeim fundi, sem tryggi
slíka útkomu í atkvæðagreiðslunni.
Ollu miklu uppnámi
Vitanlega setti yfirlýsing þriggja
af fjórum þingmönnum Borgara-
hreyfingarinnar ESB-umræðuna í
mikið uppnám, þegar þau tilkynntu
oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim
Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein-
grími J. Sigfússyni, þá ákvörðun
sína, að ef Icesave yrði ekki slegið
út af borðinu, myndu þau þrjú
greiða breytingartillögu sjálfstæð-
ismanna um tvöfalda atkvæða-
greiðslu atkvæði sitt.
Þessi hótun þingmanna Borg-
arahreyfingarinnar breytti í engu
afstöðu oddvitanna, en fullyrt er að
einhverjir óbreyttir þingmenn úr
röðum Samfylkingar og VG, eink-
um VG, væru reiðubúnir til þess að
fresta umræðum og afgreiðslu Ice-
save-samningsins um hríð. Tekið
skal fram að slíkar fullyrðingar eru
úr röðum stjórnarandstæðinga,
ekki stjórnarliða. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins, munu flestir ef ekki allir
telja að Icesave-málið sé ekki þing-
tækt í núverandi mynd. Brýn nauð-
syn sé til þess að nota næstu vikur
til þess að taka samninginn upp, í
samvinnu við Breta og Hollendinga
og breyta honum og laga, á þann
veg, að meirihluti Alþingis treysti
sér til þess að samþykkja þær
skuldbindingar sem í honum verði
fólgnar.
Össur fór með rangt mál
Heimildir herma að hvorki Jó-
hanna né Steingrímur séu tilbúin
til þess að ljá slíkum hugmyndum
eyra og bæði telji afar brýnt að Ice-
save verði afgreitt á þingi, áður en
hlé verður gert á störfum þingsins.
Stjórnarandstaðan brást ókvæða
við í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra ætlaði að halda skýrslu
Hagfræðistofnunar um áhrif ESB-
aðildar á íslenskan landbúnað
leyndri fyrir stórum hluta þing-
heims, í skjóli þess að trúnaðar-
skylda væri á skýrslunni. Það hafi
einfaldlega verið röng staðhæfing,
eins og glöggt hafi komið fram í yf-
irlýsingu Bændasamtakanna.
Þingmenn sem ég ræddi við í gær
sögðu að svona vinnubrögð í kjölfar
ótrúlega lágkúrulegra árása Árna
Þórs Sigurðssonar á embætt-
ismenn Seðlabanka Íslands í fyrra-
dag, vegna lögfræðiálits Seðla-
bankans á Icesave-samningum,
hefðu einfaldlega hleypt öllu í
kaldakol.
„Þetta er einhver endalaus felu-
leikur hjá ríkisstjórninni og við
sem erum í stjórnarandstöðu þurf-
um bara að vera eins og einhverjir
spæjarar, til þess að fá að kynna
okkur umbeðin gögn,“ sagði þing-
maður í gær.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
sem rætt var við í gærkvöld töldu
augljóst að mjótt verði á munum
þegar greidd verða atkvæði um
breytingartillögu þeirra. Í gær-
kvöld töldu þeir nánast öruggt að
tillaga þeirra um tvöfalda þjóð-
aratkvæðagreiðslu myndi fá 31 at-
kvæði og töldu ekki útilokað að
hægt yrði að landa einu atkvæði í
viðbót og tryggja þar með tillögu
sinni meirihluta.
Morgunblaðið/Ómar
Uppnám á Alþingi Hver sem niðurstaðan verður, er ljóst að mjótt verður á mununum í atkvæðagreiðslunni sem hefst á Alþingi á hádegi.
Heitt í kolunum á Alþingi
Rangar fullyrðingar um leyndarskyldu á skýrslu Hagfræðistofnunar hleyptu
illu blóði í stjórnarandstöðu Sömuleiðis árásir á embættismenn Seðlabankans
Steingrímur J.
Sigfússon
Bjarni
Benediktsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ljóst er að mjótt verður á mun-
unum í atkvæðagreiðslu um til-
lögu sjálfstæðismanna um tvö-
falda þjóðaratkvæðagreiðslu um
ESB-aðild. Svo getur farið að til-
lagan verði felld með aðeins eins
atkvæðis meirihluta.
ÁSTAND eftir-
vagna og tengi-
tækja verður sér-
staklega athugað
á vegum landsins
á morgun. Skoð-
unin verður á
Vesturlandsvegi
og Suðurlands-
vegi. Stefnt er að
því að stöðva alla
ferðavagna sem fara um og ökutæk-
ið einnig skoðað.
Lögreglan, rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa, Umferðarstofa og Vega-
gerðin standa að skoðuninni. Hugað
verður að frágangi tengibúnaðar og
speglar og ljósabúnaður athugaður.
Fram kemur í tilkynningu frá Um-
ferðarstofu áskorun til vegfarenda
um að hafa öll þessi atriði í lagi, til að
koma í veg fyrir vandræði í ferðinni.
Allir eftirvagnar
athugaðir á morgun
Umferð Fylgst
með tengivögnum.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„MÉR MISBÝÐUR mjög sú meðferð sem okkur er boð-
ið upp á því að ég álít að hún sé ekki í samræmi við þær
kröfur sem gera verður þegar ríki sem á aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu á í hlut,“ segir Elvira Mendez,
sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um að-
komu Evrópusambandsríkja að Icesave-samningnum.
Mendez segir margt einkennilegt við samninginn. Fyr-
ir það fyrsta einkennist hann af tortryggni í garð dóms-,
löggjafar- og framkvæmdarvalds á Íslandi, þrátt fyrir að
réttarstaða Íslands sem aðila að EES eigi að vera sterk.
Ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar
Þá sé ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar þótt það kunni
að hafa verið gert óformlega, svo sem með minnisblöðum.
Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef
samningurinn nái fram að ganga muni
það setja löggjöfina um innri mark-
aðinn í uppnám, enda muni það ala á
tortryggni ríkja í millum ef málalyktir
fjármálahruns geti orðið þær að al-
menningur þurfi að borga brúsann.
Eftir að hafa reynst vel í 15 ár steyti
EES-samningurinn á fyrsta stóra
ágreiningsmálinu hjá aðildarríki.
Mendez er jafnframt gagnrýnin á
málsmeðferð ESB sem hafi afgreitt
málið sem alþjóðlegt milliríkjamál í stað þess að taka það
fyrir innan eigin lagastofnana. Hún átelur þá leynd sem
hafi verið viðhöfð í málinu og að gengið skuli hafa verið
þannig frá réttarstöðu Íslands að hún sé gerð afar veik,
þvert á þá grundvallarreglu í alþjóðalögum að báðir
málsaðilar skuli eiga jafnan rétt til að varnar.
Meira: Sjá ítarlegt viðtal á mbl.is
Misbýður málsmeðferð
í Icesave-samningnum
Sérfræðingur í Evrópurétti átelur réttarstöðu Íslendinga
Elvira Mendez
OLÍUDREIFING
ehf. hyggst
stækka olíu-
birgðastöð sína á
Litla-Sandi í
Hvalfirði með
því að flytja
þangað olíu-
geymi frá Seyð-
isfirði og byggja
tvo nýja geyma á sama stað. Um-
hverfisstofnun hefur úrskurðað að
framkvæmdin sé ekki líkleg til að
valda umtalsverðum umhverfis-
áhrifum og skuli því ekki háð mati
á umhverfisáhrifum.
Geymslurými olíubirgðastöðv-
arinnar er nú 60 þúsund rúmmetr-
ar. Að þessum framkvæmdum lokn-
um verður birgðastöðin rúmlega 91
þúsund rúmmetrar og nær ekki
þeirri stærð sem var fyrr á árum.
Tankarnir eru settir í þrær sem
fyrir eru í stöðinni. helgi@mbl.is
Olíustöðin í Hvalfirði
stækkuð á ný