Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SORP er stöðugt meira vandamál í neyslusamfélagi nútímans, umbúðir eru notaðar utan um æ fleiri hefð- bundnar vörur og fæstar þeirra end- urnýttar. Sorp tekur pláss og sumt af því er eitrað. Þess vegna hafa sum vestræn fyrirtæki og ríki tekið upp á því að greiða fátækum Afríku- þjóðum fyrir að fá að farga úrgangi í löndum þeirra. Margir eru duglegir að flokka heimilissorp og reyna að sjá til þess að reynt sé að endurnýta það og tryggja að varasöm efni lendi ekki á stöðum þar sem þau spilla umhverf- inu. En sorp hverfur ekki endilega þótt það sé sett í rétta tunnu. Nú ætla liðsmenn MIT-háskólans í Boston undir forystu Assafs Bi- dermans að gera tilraun sem gerir mönnum kleift að fylgjast með því hvað verður um sorpið þeirra. Senda stöðugt merki MIT hefur að sögn BBC hannað örlitla nema sem hægt er að festa við einstaka hluta sorpsins og til að verja nemana hnjaski eru þeir vand- lega varðir. Sjálfboðaliðar í New York, Seattle og London munu leggja til alls 3000 sorpeiningar. „Þetta er eins og örlítill farsími með takmarkaða getu,“ segir Carlo Matti, sem tekur þátt í átakinu, um nemann. Búnaðurinn sendir stöðugt frá sér merki í miðlæga stöð sem tekur við merkjum frá öllum eining- unum. Verður því jafnóðum hægt að kortleggja feril allra sorpeining- anna. Biderman segir að líkja megi til- rauninni við að örlitlir njósnarar eða sporefni séu sett í blóðrásina til að kanna hvernig blóð flæði um líkam- ann. Farsímatækni sé ekki bara ódýr heldur hafi hún breiðst út um allan heim og því hægt að fylgjast með ferli úrgangs um allan hnöttinn. Hvar endar heim- ilissorpið okkar? Nemar sem senda frá sér rafræn merki gera okkur kleift að sjá hvað verður um það sem við fleygjum í tunnuna Fyrirhugað er að nota örlitla nema til að fylgjast með því hvað verður um heimilissorp. Íbúar í New York, Seattle og London munu leggja til alls 3.000 sorp- einingar í tilraunina. Reuters Eftirlit Rusl er ekki bara rusl. Verða nemarnir enn þróaðri? Fullyrt er að með tímanum verði hægt að gera þá svo litla og hræódýra að hægt verði að festa þá á nánast alla hluti. Hvaða gagn yrði að eftirlitinu? Hægt yrði að draga mjög úr óþarfa sorpmyndun. Fullyrt er að ef fólk vissi nákvæmlega hvar sorpið endaði myndu margir leggja sig fram við að endurnýta. S&S Allir dánir Leitað í braki Túpolev- vélarinnar í grennd við Qazvin. ENGINN komst af þegar rúss- nesk-smíðuð farþegaþota Caspian Airlines með alls 168 manns innan- borðs hrapaði stuttu eftir flugtak um kl. sjö í gærmorgun frá Imam Khomeini-flugvelli í Teheran. Talið er að eldur hafi komið upp í vélinni. Flugvélin sundraðist og brakið dreifðist víða. 153 farþegar voru um borð, Ír- anar, Armenar og Georgíumenn. 15 manns voru í áhöfn. Meðal hinna látnu voru átta liðs- menn íranska unglingalandsliðsins í júdó sem hugðust stunda æfingar Í HNOTSKURN »Vegna viðskiptabannsins,sem kemur að mestu í veg fyrir að keyptir séu varahlutir í vestrænar vélar Írana, notast þeir nú mjög við rússnesk- smíðaðar vélar. »Rússnesku vélarnar eruoft sagðar vera í lélegu ástandi en umrædd vél var smíðuð 1987. Óljóst hvað olli slysinu í Íran Allir 168 um borð í Túpolev-154-farþegavél Caspian Airlines fórust með armenskum félögum sínum. Ekki er vitað um orsök slyssins en fulltrúar Alþjóðasamtaka flug- félaga, IATA, könnuðu öryggisvið- búnað félagsins fyrir tveim árum og lögðu blessun sína yfir hann. Flugvélin var á leið til armensku höfuðborgarinnar Yerevan og hrapaði í grennd við borgina Qazv- in, liðlega 100 km norðvestur af Teheran. „Vélin féll skyndilega til jarðar og sprakk í tætlur við höggið. Þar er nú stór gígur,“ sagði sjónarvott- ur. kjon@mbl.is Reuters 14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 TILRÆÐUM hefur fjölgað nokkuð í Írak allra síðustu vikurnar en ástandið í landinu er samt mun betra en fyrir fáeinum árum og lífið að mörgu leyti að komast í samt lag. Skemmtanalífið blómstar í Bagdad, 17 næt- urklúbbar eru nú í borginni. Þar er spiluð seiðandi tón- list, eggjandi dansarar sýna listir sínar. Ekki skortir áfengið þótt lög íslams leggi bann við því og mæli einn- ig fyrir um stranga siðsemi í samskiptum kynjanna. Reuters SPENNA Á DANSGÓLFINU STÚDENTAR í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, mótmæla meðferð á Uig- hurum við sendiráð Kína í gær. Indónesar eru flestir múslímar eins og Uig- hurar sem eru skyldir Tyrkjum. Stjórnvöld í Kína segja nú að liðlega 190 manns hafi fallið í átökum Uighura og Kínverja í Xinjiang. Tyrkneskir ráðamenn hvetja til þess að kínverskar vörur verði sniðgengnar. Styðja málstað Uighura Reuters MANUEL Zelaya, forseti Hond- úras, sem herinn og stjórnarand- staðan í landinu ráku úr landi 28. júní, segir þjóðina nú hafa rétt á því að gera uppreisn. Honum hefur ver- ið meinað að snúa aftur heim en reynt er að leysa deiluna með milli- göngumönnum. Zelaya hafði reynt að efna til þjóð- aratkvæðis um breytingar á stjórn- arskránni. „Enginn þarf að sýna hollustu valdaránsstjórn sem tók völdin með hervaldi og þjóðin hefur rétt á að gera uppreisn og setja sig á móti þessum aðferðum,“ sagði Zel- aya á fréttamannafundi í grannrík- inu Gvatemala í gær. Í frétt BBC segir að tilraunir Osc- ars Arias, forseta Kostaríka og frið- arverðlaunahafa Nóbels, til að sætta deiluaðila hafi enn ekki borið árang- ur. Hann hefur boðað fulltrúa þeirra á nýjan sáttafund á laugardag. „Reynslan hefur kennt mér að menn verða að vera dálítið þol- inmóðir,“ sagði Arias á þriðju- dag. Þúsundir manna hafa efnt til mótmæla í höfuðborg Hondúras, Tegucigalpa, vegna valdaránsins en ríkisstjórnir annarra ríkja við- urkenna enn Zelaya sem réttkjörinn forseta landsins. Á þriðjudag var haldinn fundur við sendiráð Banda- ríkjanna. Voru stjórnvöld í Wash- ington hvött til að beita sér af meira afli til að þvinga bráðabirgðastjórn, sem Roberto Micheletti stýrir, til að fara frá. kjon@mbl.is Þjóðin hafi rétt á að gera uppreisn Manuel Zelaya KREPPAN hefur leikið Japana illa og stjórnvöld þurft að grípa til margvíslegra neyðarráðstafana. En einn atvinnuvegur blómstrar ekki síður en fyrr á árum: Ástarhótelin. Alls eru rekin um 25.000 hótel af þessu tagi í landinu, þar geta pör átt ástarfundi í eina klukkustund, ef til vill nokkrar stundir og gætt er fyllstu leyndar. Samskipti við starfs- fólk eru í lágmarki og komi gestir á bíl er sums staðar hægt að leigja spjöld til að hylja númerin. Talið er að heimsóknir á hótelin séu alls um 500 milljónir á ári en í Japan búa um 125 milljónir manna. kjon@mbl.is Ástarhótelin blómstra í krepp- unni í Japan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.