Morgunblaðið - 16.07.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 16.07.2009, Síða 28
28 MenningLISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Svo höfum við allir verið að hlusta og pæla í gegnum árin og kunn- um miklu meira … 31 » Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NÝTT íslenskt leikverk, Let’s talk Local – Reykjavík, var frumsýnt á Restaurant Reykjavík í gærkvöldi. Verkið, sem er eftir Snæbjörn Ragnarsson, verður sýnt daglega í sumar, og jafnvel lengur. Eins og nafnið bend- ir til fjallar verkið um Reykjavík, og er saga hennar rakin frá landnámi til dagsins í dag. Leikstjóri verksins er Anna Bergljót Thor- arensen, en leikhópurinn Kraðak setur upp. Aðspurð segir Andrea Ösp Karlsdóttir, einn meðlima leikhópsins, að þótt verkið sé á ensku sé það einnig fyrir Íslendinga. „Verkið er á ensku til þess að útlendingar geti líka notið þess. Við höfum verið að æfa þetta með áhorf- endum og buðum m.a. fullt af útlendingum. Þeir skemmtu sér rosalega vel og hlógu mikið, enda er þetta líka gamansýning og það er hægt að fá sér bjór á meðan og svona. En Ís- lendingar sem hafa komið skemmta sér líka konunglega, og læra mjög mikið um Ísland og Reykjavík af sýningunni,“ útskýrir Andrea. „Það eru tveir leikarar í verkinu í einu en leikhópurinn samanstendur af fimm manns. Þannig að við róterum svolítið, enda er sýn- ingin sýnd á hverjum degi. Fólk verður nú að komast í brúðkaup og svona,“ segir Andrea en auk hennar fara þau Anna Brynja Bald- ursdóttir, Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K. Þor- valdz og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir með hlutverk í sýningunni. Þetta er önnur Let’s talk-sýningin, sú fyrsta í röðinni hét Let’s talk Christmas, en þar fór Grýla á kostum við að segja gestum frá ís- lensku jólahaldi. Til stendur að gera fleiri sýn- ingar, meðal annars um Húsavík. Verkið er sýnt á hverjum degi kl. 18 í koní- aksstofunni á Restaurant Reykjavík (gamla Kaffi Reykjavík) og er miðaverð 2.200 krónur, en 1.100 fyrir börn 12 ára og yngri. Verkið er u.þ.b. klukkutími að lengd. „Við hvetjum alla til að koma, enda er þetta rosalega skemmtileg sýning,“ segir Andrea að lokum. Nánari upp- lýsingar má finna á www.kradak.is. Rætt um Reykjavík Nýtt leikverk frumsýnt á Restaurant Reykjavík Tölum saman Jóel, Andrea og Ólöf í hlut- verkum sínum í sýningunni. BRESKA port- rettmyndasafnið, The National Portrait Gallery (NPG), hefur hót- að bandarískum manni, Derrick Coetzee, lögsókn fyrir brot á höf- undarrétti. Coetzee halaði niður um 3.300 ljósmyndum í mikilli upplausn af vef safnsins og setti á vefinn Wikipedia með þeim merkingum að öllum væri frjálst að nota þær, án leyfis frá safn- inu. Með því er talið að maðurinn hafi brotið bresk lög um höfundarrétt en þó ekki bandarísk, en Wikipedia- alfræðivefurinn er bandarískur. Um einni milljón punda hefur verið varið í að skrásetja safneign NPG með ljósmyndum og setja á vef safns- ins. Um 60 þúsund ljósmyndir af portrettmálverkum hafa þegar verið settar á vefinn almenningi til fróð- leiks og eru þær greinilega merktar með höfundarrétti, þ.e. að hann sé safnsins. Skv. fréttavef BBC hefur safnið farið fram á það við Wikipedia að ljósmyndirnar verði fjarlægðar en ekki fengið nein svör við þeirri beiðni. Með því væri hægt að forðast mála- ferli. Portrett á vef án leyfis NPG bíður svars frá Wikipedia Portrett af Shake- speare í NPG GARÐURINN, skáldsaga Gerðar Kristnýjar sem kom út í fyrra, verður gefin út í Noregi af forlag- inu Bokvennen. Þá hefur útgáfu- réttur að bókinni einnig verið seld- ur þýska forlag- inu Berlin Ver- lag. Norska forlagið Bokvennen gefur einnig út verk Snorra Sturlu- sonar og Steins Steinarr. Gerður Kristný er nýkomin heim frá finnsku borginni Lathi þar sem hún sótti rithöfundaþing, las þar úr verkum sínum og brá sér einnig í hlutverk kynnis eitt kvöld og stýrði pallborði þingsins á lokakvöldinu. Finnskir fjölmiðlar sögðu frá frammistöðu Gerðar, m.a. að hún hefði gantast með ástand efnahags- mála á Íslandi og sagst vera frá landi elds, íss og fjármálaóreiðu. Þá mun Gerður hafa hvatt fólk til að gauka að sér smáaurum en ekki fylgir sögunni hvort hún græddi eitthvað á því. Garðurinn á norsku Gerður Kristný rithöfundur Í DAG verður opnuð ljós- myndasýning í sýningarsal Byggðasafns Hafnarfjarðar í Gúttó, Suðurgötu 7. Sýningin hefur yfirskriftina Krísa og er ljósmyndaverkefni um eina af sýnilegustu afleiðingum bankahrunsins á Íslandi 2008. Þetta gerði Íris Stefáns- dóttir að lokaverkefni sínu í fréttaljósmyndun fyrir ljós- myndaskólann Istituto Euro- peo di Design, í Mílanó á Ítalíu, en þaðan útskrif- aðist hún með hæstu einkunn á dögunum. Krísa er fyrsta einkasýning Írisar en hún hefur áður tekið þátt í sýningum á Ítalíu. Myndirnar voru teknar á Íslandi í ár. Ljósmyndir Krísa í Hafnar- firðinum Víða standa ókláruð hús. ÞEIR KK og Maggi Eiríks munu skemmta ferðafólki sunnan heiða um helgina. Þeir verða í Duushúsum í Keflavík í kvöld en bregða sér síðan aust- ur fyrir fjall, spila á Borg í Grímsnesi föstudagskvöldið og í Úthlíð Biskupstungum á laug- ardagskvöld. KK og Maggi hafa sent frá sér þrjár plötur með „ferðalög- unum“ svokölluðu og hafa þær notið fádæma vinsælda, selst í meira en 30.000 eintökum. Nú er búið að setja diskana þrjá í einn pakka og jafnframt gefa út söngvabók með öllum textum ásamt gítargripum, verður hvort tveggja fáanlegt á tónleikunum. Tónlist Félagar á ferð um landið KK og Maggi Eiríks STELLA Sigurgeirsdóttir opnar sýningu á verkum sínum á morgun, föstudag, á Mokka café og stendur hún til 6. ágúst. Verkin eru ljósmyndir af gluggum og gættum sem skapa draumkenndan stemn- ingsheim í gluggalitlu rými Mokka, opna víddir og veita innsýn í töfra dagstofunnar. Myndirnar voru allar teknar á einum rigningarvordegi í Berl- ín á sama stað á sama tíma. Stella hefur tekið þátt í mörgum einka- og sam- sýningum hérlendis og erlendis. Hún starfar á vinnustofu sinni við Hverfisgötu hér í bæ og vinn- ur í hina ýmsu miðla. Myndlist Stella sýnir á Mokka Stella Sigurgeirsdóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞÆR eru ófáar tónleikaraðirnar á Íslandi í sumar og Norræna húsið lætur ekki sitt eftir liggja. Á laugardaginn kl. 15 verða haldnir fyrstu tónleikarnir af fernum í húsinu og stígur þar á svið norskur harmonikkumeistari, Sig- mund Dehli, og leikur vinsæla norska alþýðutónlist. „Þetta eru erlendir tónlistarmenn að hluta til en líka ís- lenskir. Við byrjum með harmonikkutónleika, sem er náttúrlega mjög sumarlegt. Sigmund Dehli er norrænn meistari í harmonikkuspili og hefur verið tilnefndur til margra harmonikkuverðlauna í Noregi og hlotið mörg verðlaun fyrir plöturnar sínar,“ segir Ilmur Dögg Gísla- dóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. Tónleikarnir með Dehli eru þeir einu sem kostar inn á en á aðra sum- artónleika er ókeypis. Sýnir Íslendingum stuðning Bandaríski píanóleikarinn Mark Damisch heldur tón- leika 20. júlí kl. 20 og eru þeir styrktir af bandaríska sendiráðinu og Dómkirkjunni í Reykjavík. Ilmur segir Damisch vilja sýna Íslendingum samúð og stuðning vegna efnahagshrunsins og benda á að þjóðir heims geti lært af mistökum hver annarrar. Damisch mun leika verk eftir Debussy, Chopin, Gershwin og Beethoven og munu dæt- ur hans, 14 og 19 ára, einnig koma fram á tónleikunum. Ilmur segist halda að þær ætli að syngja. Þá sé Damisch einnig að fagna því með tónleikum í Frakklandi að 65 ár séu liðin frá innrásinni í Normandí sem tryggði herjum bandamanna fótfestu í Frakklandi. „Hann spilaði í fyrsta skipti á Íslandi 1975, hélt þá tón- leika fyrir bandaríska hermenn í Keflavík,“ segir Ilmur. 22. júlí kl. 17 er svo komið að Íslendingi, Steinunni Hall- dórsdóttur píanóleikara. Hún leikur íslensk sönglög eftir þekkta höfunda auk þess að taka verk eftir Mozart, Bach og Sibelius. Kostulegar gæsir Á lokatónleikunum 25. júlí kl. 17 syngur svo Guðrún Gunnarsdóttir vísnalög eftir sænska söngvaskáldið Corn- elis Vreeswijk, við undirleik þekktra sænskra tónlistar- manna, þeirra Tomasar Lindberg, Magnusar Storis Holmström og Dans Berglund auk Íslendinganna Val- geirs Skagfjörð og Péturs Grétarssonar. „Norræna húsið er rekið með styrkjum og því þurfum við ekki að hafa aðgangseyri. Þannig að við getum boðið fólki upp á glæsilega menningardagskrá, því að kostn- aðarlausu,“ segir Ilmur. Þannig að fólk hefur enga afsökun fyrir að mæta ekki? „Fólk hefur enga afsökun,“ segir Ilmur og hlær og bæt- ir því við að fólk eigi að njóta hússins og umhverfisins, kostulegra gæsa með unga sína. Frekari upplýsingar um Norræna húsið má finna á nordice.is. Sígilt og þjóðlegt í bland  Norsk alþýðulög, klassísk píanóverk, íslensk sönglög og sænsk vísnalög munu óma í Vatnsmýrinni  Fjölbreyttir sumartónleikar Norræna hússins Mark Damisch Píanóleikarinn veitir Íslendingum stuðning og fagnar með Frökkum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, rithöfundur og tónlist- armaður, hefur þýtt texta við mörg af þekktustu lögum sænska söngvaskáldsins Corneliusar Vreeswijk og gef- ið út á plötu með söngkon- unni Guðrúnu Gunnarsdóttur. „Það má kannski segja að hann sé eitt af stærri nöfn- unum í norrænni vísna- tónlist,“ segir Aðalsteinn. Bit- urt háð og samfélagsádeila hefi einkennt verk hans. Guð- rún og félagar leggja brátt í tónleikaferð vegna plötunnar og má finna frekari upplýs- ingar um hana á dimma.is. Eitt af stærri nöfnunum í norrænni vísnatónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.