Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 2
2 FréttirFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í UPPGJÖRSSAMNINGI á milli breskra og íslenskra stjórnvalda er fjallað um greiðslur til breska inn- stæðutryggingasjóðsins vegna kostn- aðar sem hann hefur orðið fyrir. Sagt hefur verið að þar sé tveggja millj- arða króna lögfræðikostnaði Breta í Icesave-málinu velt yfir á Íslendinga. „Hið rétta er að íslensk stjórnvöld féllust sl. haust á það að þeim bæri að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi hluta af innstæðum þeirra […]. Hluti af skuldbindingum innstæðutryggingasjóða samkvæmt reglugerðinni er að sjá um útborg- anir og samskipti við innstæðu- eigendur,“ sagði í yfirlýsingu fjár- málaráðherra vegna málsins í gær. Í samningnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir í grein 3.1 í þýðingu blaðamanns: „Breski inn- stæðutryggingasjóðurinn má leggja fram (fyrir hönd þess íslenska) eina beiðni um útgreiðslu að andvirði tíu milljón pund, með hliðsjón af þeim kostnaði sem stofnað hefur verið til, eða stofnað verður til, af breska inn- stæðutryggingasjóðnum, við meðferð og útgreiðslu á bótum til innstæðu- eigenda hjá breskum útibúum og um- sjón með tengdum málum, þar á með- al, án takmarkana, endurheimtum og hvers konar deilum sem geta hlotist af þeim.“ Þarna er vísað til kostnaðar við að halda utan um Icesave eftir banka- hrun, en ekki vegna gerðar Icesave- samninga. Þó er tekið fram að engar takmarkanir séu á því í hvað megi nota peninginn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér finnist ákvæðið niðurlægjandi. Það undirstriki að viðsemjendur Íslands fái allt og eftirgjöfin sé algjör. „Ég er leiður á því að heyra fjár- málaráðherra vísa til þess að fyrri stjórnvöld hafi verið búin að skuld- binda ríkið. Því ef eitthvað hefur komið í ljós í þessari vinnu á Alþingi, þá er það einmitt að ekki hafði tekist skuldbindandi samkomulag um eitt eða neitt í haust,“ segir Bjarni. Niðurlægjandi ákvæði  Milljarðarnir tveir vegna Icesave-umsýslu en án nokkurra takmarkana á notkun  Niðurlægjandi ákvæði sem undirstrikar uppgjöfina, segir Bjarni Benediktsson VARÐSKIPIN Ægir og Týr eru bæði bundin við bryggju í Reykjavíkurhöfn þessa dagana. Nú er í gangi fyrirfram ákveðið sumarstopp og gert er ráð fyrir að skipin verði í höfn fram að mánaðamótum. Þó segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar, að ef eitthvað kemur upp á verði skipin til taks. „Skipin eru tilbúin að öllu leyti nema hvað vistir vantar. Ef eitthvað kemur upp á þá er bara farið,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort þetta tengist niðurskurði segir hún: „Að vissu leyti gerir það það, já, það þurfti að gera nýjar áætlanir og það var ákveðið að skipin myndu sigla reglubundið, en með þessu hléi í sumar.“ VERÐIR HAFSINS BUNDNIR VIÐ BRYGGJU Morgunblaðið/Árni Sæberg „AUÐVITAÐ er alltaf horft á heild- araðstæður. Hún er gift kona með nýja fjölskyldu og eftir heildarmat var talið að þeim væri betur borgið í Bandaríkjunum,“ segir Guðrún Ög- mundsdóttir, formaður flóttamanna- ráðs. Morgunblaðið sagði frá því í gær að Sama Husam Ahmed Al Hasan, dóttir Aydu Abdullah Al Esa, sem flutti hingað til lands sem flótta- maður frá Al-Waleed-búðunum í Írak í fyrra, yrði ekki boðið að koma til Íslands ásamt eiginmanni sínum, en þau búa enn í flótta- mannabúðunum. Að sögn Guðrúnar er ástæðan fyrst og fremst sú að þegar beiðnin kom inn á borð til flóttamannaráðs hér á landi, hafi þegar verið tekin ákvörðun um að þau hjónin fengju hæli í Bandaríkj- unum. „Það var skoðaður mjög stór hóp- ur af fólki þegar okkar hópur var valinn og auðvitað voru hennar mál rædd, en hún vildi ekki koma þá því hún er gift inn í aðra fjölskyldu,“ segir Guðrún. Í kjölfarið af frumkvæði Íslands að því að taka til sín flóttamenn úr Al-Waleed-búðunum hafi svo Bandaríkjamenn og Svíar fylgt í kjölfarið og þá hafi komist skriður á mál fjölskyldu eiginmanns Sömu og muni hún fylgja þeim. Móttöku flóttamanna sjálfhætt í kreppunni Ísland hefur verið virkt í móttöku flóttamanna, en í ár var hinsvegar ekki tekið á móti neinum hópi. Guð- rún segir að áætluninni hafi verið sjálfhætt þegar kreppan skall á, en vilji sé þó til að halda starfinu áfram. „Við viljum reyna að gera þetta á annan hátt, fá kannski smærri hópa og dreifa þeim. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og mun- um ræða nýjar hugmyndir með haustinu.“ Borgið í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Eggert Flóttamannabúðir Alls komu 29 konur og börn til Akraness í fyrra.  Dóttir Aydu Abdullah Al Esa hafði þegar fengið hæli í Bandaríkjunum  Flóttamannaáætlun endurskoðuð í haust AF stórum nýtil- komnum erlend- um lánum rík- issjóðs, þ.e. frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, Norð- urlöndunum og frá Bretlandi og Hollandi vegna Icesave, eru Ice- save-lánin á hag- stæðustu vaxta- kjörunum. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabanka Íslands fyr- ir fjármálaráðuneytið. Icesave-lánin, sem gætu numið allt að 640 milljörðum króna og eru til 15 ára, bera 125 punkta álag á fasta 4,29% grunnvexti, sem miðast við Cirr-vexti þegar samningarnir voru gerðir. Vextirnir eru því 5,54%. Tekið er fram að frá því samið var um Icesave-lánin hafi Cirr-vextir hækkað um 25 punkta og gert sé ráð fyrir frekari hækkun. Norrænu lánin eru um 2,5 millj- arðar Bandaríkjadala, til tólf ára, á 275 punktum yfir Libor-vöxtum, þ.e. um 6,57% vöxtum, og lánið frá AGS á svipuðum kjörum og þau. Icesave-lán á lægstu vöxtunum Krónur Fengnar að láni í miklu magni. Hagstæðari en Norð- urlanda- og AGS-lán SINUELDUR kom upp austan við Krýsuvíkurvatn seint í gærkvöldi. Að sögn vaktstjóra slökkviliðsins í Grindavík var slökkvistarf erfitt því eldurinn brann langt utan alfara- leiðar og þurftu slökkviliðsmenn að ganga í tvær klukkustundir um úfið hraun áður en þeir komu að eld- inum, sem var að umfangi á við væn- an fótboltavöll. Björgunarsveitin slóst í lið með slökkviliðinu og fór slökkvistarfið þannig fram að grafnir voru skurðir í kring til að hefta útbreiðslu eldsins. Það gerði slökkvistarfið viðráðan- legt að vind hafði lægt með kvöldinu og eldurinn því rólegur. Í gærkvöldi blossaði einnig upp á nýjan leik eldur í Esjuhlíðum og eins við Helgafell. Erfitt getur verið að berjast við eldana í miklum þurrki eins og var í gær. una@mbl.is Sinueldar í þurrkinum Upphæðin, tíu milljón pund, sem breski sjóðurinn á að fá fyrir um- sýsluna virðist nokkuð rífleg. Vinn- an snýst að miklu leyti um að gera innstæðueigendum kleift að milli- færa á netinu, þótt eflaust komi upp ágreiningsefni við einhvern fjölda þeirra. Sé upphæðinni deilt niður á 300.000 innstæðueigend- ur eru það ríflega 33 pund á mann eða um 6.700 krónur. Í yfirlýsingu fjármálaráðherra í gær sagði að talið hefði verið heppilegra að semja um hlutdeild Íslendinga með fastri fjárhæð. Þá muni allur viðbótarkostnaður falla á sjóðina í Bretlandi og Hollandi. Engu að síður er ákvæði 3.2 í uppgjörssamningnum við Breta svohljóðandi, í þýðingu blaða- manns: „Afgangnum af öllum út- borgunum vegna kostnaðar breska innstæðutryggingasjóðsins má hann halda eftir fyrir sjálfan sig.“ Fari svo að kostnaðurinn verði níu milljónir punda hefur breski sjóðurinn því fengið milljón pund að gjöf frá þeim íslenska. Breski sjóðurinn heldur afgangnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.