Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 6

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 NÝJA inflúens- an, H1N1, hefur nú verið stað- fest hjá 23 einstaklingum á Íslandi. Síðustu tvo sólarhringa hafa fimm ný tilfelli verið staðfest hér. Um er að ræða 7 ára dreng sem kom frá Bretlandi 17. júlí sl., 19 ára bandarískan ferðamann sem kom til landsins 21. júlí sl., 32 ára konu sem hafði umgengist smit- aðan einstakling hér á landi, 25 ára konu sem einnig var í nánum tengslum við smitaðan ein- stakling, 25 ára konu sem hafði umgengist smitaðan einstakling hér á landi og 32 ára konu sem kom frá Bandaríkjunum 16. júlí sl. Enginn sjúklinganna fimm var með alvarleg einkenni og eru þeir allir á batavegi. Fimm ný tilfelli H1N1-flensunn- ar á Íslandi Smit Tilfelli hér á landi eru væg. SNORRI Olsen tollstjóri segist ekki búast við stórkostlegri aukningu í greiðsluáætl- unum vegna op- inberra gjalda einstaklinga. Greiðsluáætlanir séu ekki nýtt úr- ræði og hafi verið gerðar hjá inn- heimtumönnum um árabil. Toll- stjóraembættið hafi séð ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þessum úrræðum sem skattgreiðendur hafa, og greint var frá í blaðinu í gær, þegar álagningarseðlar verða birtir í næstu viku. Á tímabilinu 20. júlí 2008 til 31. ágúst sama ár voru gerðar 350 greiðsluáætlanir vegna launa- afdráttar. „Við búumst aðallega við því að fyrsta kastið komi fólk til að ganga frá lækkun launaafdráttar og þá sérstaklega ef það hefur ekki skilað inn skattframtali og hefur fengið háa áætlun,“ segir Snorri en skuldarar njóta jafnræðis með tilliti til búsetu og eiga að geta fengið að gera greiðsluáætlun í öllum stjórn- sýsluumdæmum. Að sögn Snorra eru greiðsluáætl- anir gerðar til sex mánaða í senn og hægt er að framlengja þær svo framarlega sem staðið er við greiðslur. „Helst viljum við að skuldir séu gerðar upp á ári þannig að fólk geri upp eina álagningu í einu. Það er ekki alltaf raunhæft og þá sérstaklega ef fólk hefur verið í mikilli fjármálaóreiðu og skuldar margar álagningar þegar það kem- ur fyrst að ganga frá greiðsluáætl- un. Venjulegt launafólk á almennt ekki að lenda í erfiðleikum við að gera upp sín mál því það er búið að greiða langstærstan hluta skatta sinna í staðgreiðslu,“ segir Snorri. 350 í greiðsluáætl- un á síðasta ári Snorri Olsen FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ERFITT er að sjá fyrir sér hvaða þýðingu það hefði að Alþingi setti einhvers konar fyrirvara eða for- sendur fyrir samþykkt Icesave- samningana, líkt og rætt hefur verið meðal þingmanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem annaðhvort gerir ráð fyrir að samningarnir verði samþykktir eða þeim hafnað. Sam- þykki Alþingi samningana liggur ekkert fyrir um að einhliða fyrirvari við þá hefði einhverja þýðingu, þegar til kastanna kæmi. Skilgreini forsendur Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ræðir ekki um fyrirvara í þessu samhengi held- ur um að Alþingi skilgreini hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til að samningar um ríkisábyrgð haldi. Í samningunum væri nú þegar mik- ilvægt endurskoðunarákvæði sem sumum þætti reyndar ekki nægilega skýrt. „Þannig að við erum ekki að tala um að hafna samningnum heldur hvað við teljum að þurfi að skoða í slíkri endurskoðun,“ sagði hann. Málið hefði verið rætt innan nefnd- arinnar en ekkert verið ákveðið. Meðal þess sem þyrfti að kanna væri hvaða stöðu slíkar forsendur, sem hugsanlega yrðu settar af Alþingi, hefðu gagnvart samningsaðilum Ís- lands. Ekkert hefði verið rætt við Breta og Hollendinga um yfirlýsingu um að ríkin hefðu sameiginlegan skilning á fyrirvörum eða forsendum samninganna. Jafngildi höfnun Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, sagði að gildi og þýðing hvers konar fyr- irvara færi eftir efni þeirra. Ef Al- þingi myndi t.d. setja þann fyrirvara að ábyrgðin væri bundin við eitthvert hámark, t.d. 500 milljarða, væri verið að hafna Icesave-samningunum sem ríkisstjórninn gerði með fyrirvara um samþykkt Alþingis. Ef Alþingi vildi breyta samningnum, gæti það ekki samþykkt frumvarpið. Á hinn bóginn gæti Alþingi gefið út þau skilaboð til samningsaðila að Ísland væri tilbúið til að samþykkja allt, að því gefnu að fyrirvararnir væru í samningunum. Slíkt gæti hugsanlega leitt til frekari samninga- viðræðna en Bretar og Hollendingar gætu einnig einfaldlega litið svo á að Íslendingar vildu ekki semja. „Fram- haldið getur ráðist af því hvernig gagnaðilarnir horfa á þetta. Það get- ur vel verið að þeir segi: Gott og vel, við skulum taka einn slag við Íslend- inga um hámarkið og sjá hvort við náum árangri. Þá getur allt fallið í ljúfa löð. En það er ekkert öruggt með það.“ Þótt slík samþykkt Alþingis gæti farið illa í Breta og Hollendinga, sagði Stefán Már að samþykkt Al- þingis um að hægt væri að sam- þykkja samningana með fyrirvara vægari aðgerð en að fella einfaldlega samningana. Vilji Alþingis gæti t.d. komið fram í þingsályktun. Fyrirvarar gætu fellt samningana Fjallað um endurskoðunarákvæði Icesave-samningarnir standa í þingmönnum og sumir þeirra hafa rætt um að setja verði ein- hvers konar fyrirvara í þá. En ein- hliða fyrirvarar við samninga hafa yfirleitt litla þýðingu. Guðbjartur Hannesson Stefán Már Stefánsson Eru einhver takmörk fyrir því hversu lengi Alþingi getur rætt Icesave-samningana? Í samningnum við Hollendinga segir að verði samningurinn ekki samþykktur fyrir lok sumarþings 2009 sé hollenska ríkinu heimilt að rifta samningnum. Nýtt þing er jafn- an sett 1. október og væntanlega þarf sumarþinginu að vera lokið þá. Hvernig er hægt að breyta samningum? Aðeins er hægt að breyta þeim, bæta við eða falla frá þeim með skriflegu samkomulagi milli samn- ingsaðila. S&S Morgunblaðið/Eggert LITADÝRÐ OG GLEÐI ÞAÐ styttist óðum í litríku gleðigönguna Gay Pride, hápunkt og stolt Hinsegin daga, fjögurra daga hátíðar sem stendur frá 6.-9. ágúst. Að mörgu er að hyggja við undirbúning slíkrar hátíðar og kannski eru stúlkurnar í glugganum að leggja á ráðin. Alltént vakti litaglaður og blak- andi regnbogafáninn sem kallast á við rauða bolina, athygli ljósmyndarans sem stóð andspænis þeim á svölum uppi á fimmtu hæð. HÆGFARA batamerki má sjá á sandsílastofninum við Vestmanna- eyjar, skv. niðurstöðum úr tveggja vikna leiðangri Hafrannsóknastofn- unar. Farið var á fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmanna- eyjar og Ingólfshöfða. Stofn sandsíla hefur verið að veikjast frá aldamótum. Í sumar virðist uppistaðan vera tveggja ára síli af 2007-árgangi en einnig fannst talsvert af seiðum frá því í vor. Þetta magn seiða af nýjum ár- gangi gefur væntingar um að nýlið- un í ár verði ekki minni en hjá 2007- árganginum, að sögn Vals Bogason- ar, sem fór fyrir leiðangrinum. Talsvert magn sandsílis var við Vík í Mýrdal og kringum Vest- mannaeyjar. Í Faxaflóa var magn síla og seiða með mesta móti miðað við undanfarin ár, en við Ingólfs- höfða á Breiðafirði fengust færri síli og var þar ekki batamerki að sjá. Sandsíli sýna hæg- fara batamerki Talsvert magn síla við Vík og Eyjar REYNIR Pétur Ingvarsson hafði í nógu að snú- ast í einu af gróðurhúsum Sólheima þegar blaðamaður og ljósmyndari litu þar inn á dög- unum. „Það þarf að reyta allan þennan arfa,“ sagði hann og benti á þéttvaxið arfabeð fyrir aftan sig. Fyrir framan blöstu síðan við rækt- arlegar raðir steinselju, púrrulauks og hinna margvíslegustu salattegunda. „Annars er ég bara með annan fótinn hérna megin því það er nóg að gera í hinu gróðurhúsinu líka.“ Það reyndust vera orð að sönnu því þar var fólk önnum kafið við að setja kryddsultu á krukkur. Í kertasmiðjunni var ekki síður mikið um að vera. Hunangsilminn lagði þar af býsvaxperl- um sem steypa skyldi í kerti. Og unnið var af krafti við að skafa ysta lagið af þeim fjölda kertaafganga sem Sólheimum berast og öðlast eiga nýtt líf sem útikerti. annaei@mbl.is Arfinn skal burt Morgunblaðið/Jakob Fannar Reynir Pétur Átti mikið verk fyrir höndum við að hreinsa arfann. Morgunblaðið/Jakob Fannar Endurvinnsla Ysta lagið er hreinsað af kertunum og þau endurunnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.