Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl
UMRÆÐAN um fjárhagsvandræði
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
hefur náð eyrum alþingismanna.
Eftir helgi verður farið yfir málið á
fundi eða fundum nefndarinnar.
Dómsmálaráðherra, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi frá
Landssambandi lögreglumanna
verða kallaðir til og munu lýsa stöðu
mála. Óvíst er með næstu skref í
kjölfarið en víst er að ýmsar hug-
myndir eru uppi í dómsmálaráðu-
neytinu.
Viðmælendur Morgunblaðsins
voru sammála um að einhverra
breytinga er þörf. Embættið hafi
þanist óeðlilega út eftir skipulags-
breytingarnar fyrir tveimur árum
og lögreglumenn sem gætu sinnt
lögreglustörfum sitji sem fastast
bakvið skrifborðið. Þá hafi embættið
verið komið í vandræði löngu fyrir
hrunið í haust og eigi sér ekki við-
reisnar von í sama búningi.
Áður en 6. október rann upp voru
uppi hugmyndir innan dómsmála-
ráðuneytisins um frekari samein-
ingu embætta, enda hafði hagræð-
ingin með tilkomu embættis lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins ekki
skilað nægilegum árangri. Þær hug-
myndir – líkt og margar aðrar –
duttu hins vegar úr brennideplinum
þegar bankarnir hrundu.
Í niðurskurðaráætlunum fyrri rík-
isstjórnar, Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar, var kveðið á um þrjár
grunnstoðir sem bæri að hlífa: vel-
ferðarkerfinu, menntakerfinu og
löggæslunni. Niðurstaða velferðar-
stjórnarinnar varð hins vegar sú að
láta eitt yfir alla ganga fyrir utan
mennta- og velferðarkerfið. Sú for-
gangsröðun endurspeglar pólitískar
áherslur ríkisstjórnarflokkanna.
Engar töfralausnir í boði
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra komst svo að orði í Morg-
unblaðinu að hún teldi nægt fjár-
magn til að halda úti „viðunandi“
löggæslustigi. Hvort forsíðufrétt
Morgunblaðsins í gær hafi lýst því
stigi skal ósagt látið, en í henni var
greint frá fjórum tilkynningum sem
lögregla komst ekki í að sinna að-
faranótt fimmtudags, þar á meðal
var eitt innbrot.
Óvíst er hversu miklar fjárveit-
ingar lögreglan þarf en viðmælandi
Morgunblaðsins innan lögreglunnar
sagði það afskaplega lítið, s.s. til að
geta haldið sjó svo vel sé, raunar
„fjárhæðir sem hljóma eins og klink
í samanburði við ýmislegt annað.“
Í samtali við fréttavef Morgun-
blaðsins í gær sagði lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, Stefán Ei-
ríksson, engar töfralausnir í boði en
hann bindi vonir við viðbrögð Al-
þingismanna.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for-
maður allsherjarnefndar, sagði í
gær óvíst hver næstu skref yrðu eft-
ir fundina í næstu viku, útilokaði
ekki frekari fjárveitingar og lýsti
sjálf sínu sjónarmiði, að taka ætti
upp hverfislöggæsluna líkt og gafst
svo vel upp úr aldamótum. Birgir
Ármannsson, fulltrúi í nefndinni,
sagði allar hugmyndir um niðurlagn-
ingu ríkislögreglustjóra eða samein-
ingu við aðrar stofnanir byggðar á
misskilningi. Hann vildi að öðru leyti
lítið tjá sig áður en hann fengi gögn
frá lögreglunni.
Frekari sameiningar eða fjárveiting?
Var lögregla höfuðborgarsvæðisins
komin í vandræði löngu fyrir hrun?
Málefni lögreglunnar verða tekin
fyrir í allsherjarnefnd Alþingis
eftir helgi. Hugmyndir um frekari
sameiningu embætta voru rædd-
ar í dómsmálaráðuneytinu á
liðnu hausti.
!"
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
„ÉG TALA bara fyrir hönd lögreglu-
manna. Þetta er það sem við ræðum á
göngunum og á kaffistofunni,“ segir
lögreglumaður sem hefur sent tvö
nafnlaus bréf til Morgunblaðsins í
vikunni. Þar segir hann frá slæmu
ástandi og aðbúnaði lögreglunnar.
Hann segir þetta hafa byggst upp
innra með sér í nokkurn tíma. Fyrra
bréfið átti að vera einföld ábending,
um það að diska hafi vantað í lög-
reglubíla til að skrásetja atburði, eins
og ofsaakstur í Hvalfirði síðasta
sunnudag.
„Þá áttaði ég mig á því að það var
svo margt sem þurfti að segja. LR og
LL [Lögreglufélag Reykjavíkur og
Landsamband lögreglumanna] hafa
gert góða hluti, skrifað bréf og talað
opinberlega um ástandið í lögregl-
unni. Þeir geta hins vegar ekki bent á
einstök mál vegna þagnarskyldu. Svo
virðist ekkert vera hlustað á þá.“
Blöskraði ummæli ráðherra
Hann segir gríðarleg vonbrigði
vera meðal lögreglumanna um við-
brögð dómsmálaráðherra við öllum
aðvörunum um svelti lögreglunnar.
„Það er eins og dómsmálaráðherra
sé í öðrum heimi og viti ekkert hvað
er að gerast hjá okkur. Okkur blöskr-
aði þegar við sáum hana segja í sjón-
varpinu að hægt væri að komast af
með þetta fjármagn. Við héldum að
hún myndi berjast fyrir okkar mál-
stað og höfum alltaf haldið að hún
myndi gera það.“ Hann segir þó já-
kvætt að þingmenn hafi sýnt við-
brögð og að málið eigi að fara fyrir
allsherjarnefnd.
„Þetta er allt að fara til fjandans og
álagið hefur aukist jafnt og þétt,
rannsóknarmál hlaðast upp. Menn
eru komnir með tugi mála á sitt borð
og hafa enga yfirsýn yfir þau. Þegar
bunkinn með málunum stækkar og
stækkar, og enginn möguleiki er á því
að saxist á hann fer svo að lokum að
kannski helmingur af málunum endar
ofan í skúffu.“
Lögreglumaðurinn tekur undir þá
gagnrýni sem hefur komið fram á
nýtt fyrirkomulag LRH, þar sem al-
mennu deildinni hefur verið skipt á
fimm hverfastöðvar og lagðar hafa
verið niður sérhæfðar deildir.
„Til dæmis innbrotadeildin, sem
var virkilega að skila árangri og náði
að endurheimta þýfi. Núna, ef það er
brotist inn til þín, eru litlar líkur á að
fá þýfið til baka. Áður voru þetta fáir
hópar fólks sem voru að brjótast inn
sem að nokkru leyti var hægt að
ganga að vísum, en nú hefur þeim
fjölgað.“ Þá megi ekki gleyma fyrir-
huguðum breytingum á vaktakerfinu
sem eiga að verða í haust. Þá verði
tekinn upp svokallaður frjáls vinnu-
tími, sem muni „sundra vöktunum,
sem er það eina sem heldur okkur
saman. Okkur þykir þetta einfaldlega
ömurlegt fyrirkomulag“.
Tilfærslur duga ekki til
Hann segir að sér sýnist vera í
vændum einhvers konar breytingar
hjá RLS og LRH, sameiningar eða
tilfærslur til að spara. „Ég sé bara
ekki að það dugi til. Við þurfum þess-
ar deildir, alþjóðadeild Ríkislögreglu-
stjóra og fjarskiptamiðstöðina, sem
sér um samskipti neyðarlínu og lög-
reglu.“ Þá megi alls ekki svelta sér-
sveitina. „Hún er Íslands eina von, þó
sérsveitarmenn séu reyndar ekki
bara viðbót lengur, því þeir eru nán-
ast orðnir hluti af lágmarkslöggæslu
og bjarga henni alveg á höfuðborg-
arsvæðinu. Sérsveitarbíll í vesturbæ
Reykjavíkur var til dæmis næsti lausi
bíll þegar tilkynnt var um innbrot við
Höfðabakka í fyrrinótt.“ Helst dettur
honum í hug að hægt væri að sameina
greiningardeild RLS við upplýsinga-
og áætlanadeild LRH, sem og efna-
hagsbrotadeild við fjársvikadeild.
„Þar gæti mögulega verið sparnaður
en ég hugsa að margir séu mér ósam-
mála þar.“
Ljóst er af vangaveltum sem þess-
um að lögreglumenn eru algjörlega í
lausu lofti um það hvernig á í raun og
veru að framfylgja fyrirhuguðum nið-
urskurði. Þeim hefur lítið sem ekkert
verið sagt um hvað verði, annað en að
skera þarf niður um 10%. Lögreglu-
maðurinn, bréfritarinn, segist ekki
vita hvernig hann eigi að bregðast
við.
Hugsjónin uppurin
„Ég er bara einn af nokkur hundr-
uð lögreglumönnum og ég veit ekki
um allt sem gerist eða fer úrskeiðis.
Það eina sem ég get gert er að tjá
mig. Við hjá lögreglunni megum ekki
fara í verkfall og það er mjög erfitt að
berjast fyrir okkar réttindum, líka því
við erum bundin af þagnarskyldu.“
Árum saman hefur verið ljóst að lög-
reglustarfið trekkir ekki að vegna
launanna, það er hugsjónastarf. „Mér
líkar mjög vel í starfinu mínu, en ef
mér byðist eitthvað betra þá myndi
ég taka því. Hugsjónin er nánast upp-
urin vegna þreytu.“ Erfiðara er að
skipta um starf um þessar mundir en
oft áður. Þess gætu þó einhverjir
þurft, því margir lögreglumenn eru
nú aðeins ráðnir til áramóta, enda
þarf að skera niður sem svarar til
launa 50 lögreglumanna, bara á höf-
uðborgarsvæðinu. Samkvæmt mati
RLS fyrir árið 2010 þarf 351 lög-
reglumann á höfuðborgarsvæðið. Nú
eru þeir 310 og þeim verður líklega
fækkað ef niðurskurðurinn gengur
eftir.
„Ef maður horfir yfir bílastæðið
hjá lögreglustöðvum þá er það næst-
um tómt. Aldrei vandamál að fá
stæði. Eins þarf aldrei að bíða lengur
eftir tölvu til að útbúa skýrslur, svo
mikið hefur fækkað. Sumir sjá þetta
sem kost, en ég sé það ekki þannig.“
Svo áþreifanleg er fækkunin. Hún
kemur auðvitað líka niður á öryggi
borgaranna og öryggi lögreglumanna
í starfi, eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu.
Lögreglumaðurinn segir það svíða
að skera eigi niður í þessari grunn-
þjónustu samfélagsins á meðan ríkið
hyggst taka lán til að standa undir
auknum fjárveitingum til listamanna-
launa. „Af hverju er þá ekki eins hægt
að taka lán vegna lögreglunnar?“
Svo margt sem þarf að segja
Lögreglumaður sem hefur ritað nafnlaus bréf um stöðu lögreglunnar segir viðbrögð ráðherra mikil
vonbrigði Tilfærslur duga ekki ef skorið verður niður um sem svarar til launa 50 lögreglumanna
Lögreglan Heimurinn er harðari en áður fyrr. Ekki má spara í kaupum á skjöldum eða hnífavestum.
Morgunblaðið/Júlíus
„Ég veit um marga lögreglumenn
sem leggja ekki í það að fara einir á
skemmtistaði í miðbæ Reykjavík-
ur,“ segir lögreglumaðurinn. „Við
þurfum að fara í húsleitir og eiga
samskipti við alls konar fólk sem
þekkir okkur úti á götu. Þrír félagar
mínir í lögreglunni fóru á skemmti-
stað á fimmtudagskvöldi til að fá
sér öl. Þar var maður sem reyndi að
eggja þrjá vini sína til að ráðast á
lögreglumennina og það munaði
litlu að illa færi.“
Þetta eigi sérstaklega við um þá
sem eru óeinkennisklæddir í sínum
daglegu störfum. Auðveldara sé að
slíta sig frá starfinu með því að fara
úr búningnum.
„Svona aðstæður geta líka kom-
ið upp ef maður fer í sund. Mönnum
finnst ekki þægilegt að fara í heita
pottinn með krakkana ef þar er ein-
hver sem hefur lent upp á kant við
mann í starfinu.“
Hann segir miklu meiri hörku í
samfélaginu núna en áður. Lítið
dæmi um það sé að þrátt fyrir fjár-
svelti og sparnað hafi embættið
keypt hnífavesti fyrir lögreglu-
menn. „Á síðustu vikum hafa komið
upp þrjú tilvik þar sem ég var feg-
inn að vera í hnífavesti. Sum útköll
virðast sakleysisleg í fyrstu en taka
svo óvænta stefnu. Einn félagi
minn fór í útkall vegna farþega sem
neita að borga fyrir leigubíl. Hann
bankaði upp á og til dyra kom
„venjuleg“ kona á miðjum aldri sem
lagði til hans með stórum hníf. Að
mörgu leyti finnst mér ég öruggari í
kringum afbrotamenn, því ég veit
hvernig þeir hegða sér. Þegar mað-
ur er á ferli í miðbænum er aldrei
að vita hvaðan árás getur komið.“
Árásir á skemmtistöðum og í heimahúsum
Morgunblaðið/Júlíus