Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 19
Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is DAVÍÐ Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, rituðu Björgvini G. Sigurðs- syni, þáverandi við- skiptaráðherra, bréf hinn 16. desember 2008 þar sem þeir greindu við- skiptaráðuneytinu frá því að Seðlabanki Íslands væri sjálf- stæð stofnun, sem stjórnsýslulega félli að forsætisráðuneyt- inu. Með lögum nr. 134/2008 hefði Seðlabankanum verið falið að setja reglur um gjaldeyrismál og fara með undanþágur frá þeim. Starfsmönnum gefin fyrirmæli Orðrétt segir í bréfi þeirra Dav- íðs og Ingimundar: „Óviðeigandi er að embættismenn bankans séu kallaðir í viðskiptaráðuneytið án samráðs við stjórnendur bankans til að fara yfir mögulegar und- anþágur með þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem með forstjóra Vífilfells sl. föstudag. Hafa starfsmönnum bankans verið gefin fyrirmæli um að sinna ekki slíkum boðum af hálfu við- skiptaráðuneytisins, þar sem jafn- ræðisreglu stjórnsýslulaga er ekki fylgt við slíkan málatilbúnað. Beiðnum og fyrirspurnum um und- anþágu skal beina til Seðlabankans í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál.“ Undir bréfið rita þeir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og af- rit var sent til Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi banka- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málsatvik hefðu ekki verið eins og lýst er í bréfi Seðlabank- ans. Ekki leitað að undanþágum „Það voru nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir útskýringum á gjald- eyrishöftunum, hvað þau þýddu fyrir þeirra fjárfestingar og inn- komu erlendra fjárfesta,“ sagði Björgvin. Fyrirtækin hefðu verið Norðurál, Vífilfell, Werner Hold- ing og eitt eða tvö fyrirtæki í við- bót. Björgvin sagði að viðskiptaráðu- neytið hefði milligengið fundi full- trúa allra fyrirtækjanna, fulltrúa ráðuneytisins og Seðlabanka, til að fara yfir áhrifin af gjaldeyrishöft- unum á stöðu þessara félaga. Björgvin var spurður hvað hann segði um hið hvassyrta bréf frá Seðlabankanum, sem hann hefði fengið í kjölfar slíkra fundahalda: „Ég man eftir þessu bréfi. Það var enginn kallaður eitt eða neitt. Starfsmenn mínir í viðskiptaráðu- neytinu óskuðu eftir því við sér- fræðinga í Seðlabankanum að þeir kæmu til slíkra funda, því útfærsla þessara laga var sameiginlegt verkefni ráðuneytisins og Seðla- bankans. Ég veit ekkert við hvern var tal- að af þessu tilefni eða hvort ósk- irnar fóru í gegnum bankastjórana eða ekki. Það voru einfaldlega mínir sérfræðingar sem höfðu samband við sérfræðinga bankans og ekkert óeðlilegt við það.“ Björgvin sagði að hugmyndin hefði alls ekki verið að leita að mögulegum undanþágum frá gjald- eyrishöftunum. „Það er náttúrlega alrangt og þetta eru eins og hverj- ar aðrar dylgjur seðlabanka- stjóra,“ sagði Björgvin. „Ég hafði aldrei á ævinni hitt forstjóra Vífilfells og þekki hann ekki neitt. Vífilfell óskaði formlega eftir svona fundi, rétt eins og hin félögin gerðu. Það mætti alveg eins segja að við hefðum verið að ganga erinda Norðuráls. Þetta er bara della og ljótar ávirðingar,“ sagði Björgvin. Rituðu ráðherra harðort bréf  Davíð Oddsson og Ingimundur Friðriksson sögðu í bréfi að viðskiptaráðuneytið hefði ekki fylgt jafn- ræðisreglu stjórnsýslulaga  Björgvin vísar gagnrýni á bug og segir málsatvik önnur en lýst er í bréfinu Davíð Oddsson Ingimundur Friðriksson Björgvin G. Sigurðsson Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is SUMARHÓPUR á vegum ÍTR kynnti í gær niðurstöður úr könnun á viðhorfi ungmenna til kennslu í lífsleikni. Hjá ungmennaráði, sem er lýðræðislegur vettvangur ung- menna til að viðra skoðanir sínar, hefur verið nokkur umræða og gagnrýni á kennslu í lífsleikni í grunnskólum. Því var ráðist í að kanna hugmyndir ungmenna um kennsluna. Metnaðarfull rannsókn Þrettán ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára unnu í sumar könnun eða rannsókn á vegum ÍTR og Vinnu- skólans. Þau byrjuðu á að lesa gaumgæfilega námskrá og náms- bækur í lífleikni sem þau eru sam- mála um að sé metnaðaðarfyllri en kennslan almennt. Eftir að hafa kynnt sér rannsóknaraðferðir sömdu þau ýtarlega spurningalista. Hópnum var skipt í tveggja til þriggja manna teymi sem heim- sóttu vinnuhópa á vegum Vinnu- skólans. Til að skapa góða stemmn- ingu og traust fóru þau í ýmsa leiki áður en rætt var við hvern og einn nemanda. Úrtakið var nokkuð stórt eða 355 unglingar á aldrinum 13– 16 ára og var kynjahlutfall jafnt. Könnunin leiðir í ljós að almennt eru unglingar nokkuð ánægðir með eða hlutlausir um kennslu í lífs- leikni. Meirihluti nemanda er með fasta tíma í lífsleikni og er algeng- ast að umsjónarkennari sjái um kennsluna. Fjármálafræðslu ábótavant Fæstir könnuðust við að hafa fengið bóklega kennslu í lífsleikn- inni þrátt fyrir að til séu náms- bækur á þessu sviði. Umræður eru algengasta kennsluaðferðin. Vett- vangsferðir og utanaðkomandi heimsóknir eru ekki stór hluti námsins og sakna margir þess. Þá finnst flestum að fjármálafræðslu sé ábótavant. Forvörnum er vel sinnt en fáir segjast hafa fengið kennslu í námstækni; þá er kennsla lítil í samfélags- og menningar- málum. Unglingarnir voru beðnir að meta gagnsemi, skemmtun og fræðslugildi kennslunnar á skal- anum 1 upp í tíu. Fræðslugildi og gagnsemi fengu að meðaltali um 6 í einkunn. Áberandi fleiri voru á því að kennslan væri skemmtileg og var meðaleinkunnagjöfin tæplega 7. Meðalmat á leiðinlegheitum var bara 3,5 og tilgangsleysið hlaut lága meðaleinkunn eða 1,3. Lífsleiknin rannsökuð  Skoðuðu viðhorf unglinga til kennslu í lífsleikni  Niður- staðan er að námið sé þarft og skemmtilegt en stefnulaust Morgunblaðið/Arnaldur Lífsleiknir? Unglingar virðast sammála um að kennsla í lífsleikni sé skemmtileg og þörf þótt ýmsu sé ábótavant í kennslunni. Það var samdóma álit hópsins, sem að könnuninni stóð, að ákveðna formfestu og metnað vanti í kennsluna. Það sé ekki nógu gott að einhverjir virðist líta á lífsleikni- tímana sem tíma til að spila ólsen ólsen, slaka á eða fíflast. Vissulega geti leikir verið kennsluform en ekki sé mikil dýpt í ólsen. Nokkur þeirra hafa lokið fyrsta ári í menntaskóla og segja kennsluna þar markvissari og árangursríkari. Þau leggja áherslu á mikilvægi þess að huga betur að ýmsum þáttum kennslunnar, s.s. fjármálafræðslu og námstækni. Stökkið úr grunn- skóla yfir í framhaldsskóla sé mikið og námstækni sé oft ábótavant. Fjármálafræðsluna segja þau góða í lífsleiknitímum menntaskólanna en staðreyndin sé sú að ekki fari allir í framhaldsnám. Sá hópur fái því litla sem enga kennslu á þessu sviði. Þá hefur hópurinn áhyggjur af ákörðun lögreglu og Reykjavík- urborgar að skera niður samstarf í forvörnum sem þau hafi verið í ásamt Samhjálp. Það gæti reynst dýrkeyptur niðurskurður. Hópurinn hyggst fylgja könnuninni eftir með haustinu. Þau ætla að halda áfram vinnu í haust og leggja fram til- lögur til úrbóta fyrir menntaráð og menntamálaráðherra. Skoðanir hópsins Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FJÓRIR þátttakendur sömdu ljóð um þátttökuna í Snorraverkefninu, nokkrir skrifuðu sögur um reynsl- una og aðrir lýstu áhrifum verkefn- isins á þá, en krakkarnir skiluðu frásögnum sínum við útskriftina í fyrrakvöld. Tólf ungmenni af íslenskum ætt- um í Norður-Ameríku tóku þátt í verkefninu að þessu sinni og hafa alls 159 manns sóttt það síðan það byrjaði sumarið 1999. Um er að ræða samstarfsverkefni Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Ís- lendinga og heitir það eftir Snorra Þorfinnssyni, fyrsta Evrópubúan- um sem fæddist í Norður-Ameríku, hugsanlega á Nýfundnalandi, fyrir rúmlega 1.000 árum, en foreldrar hans voru Guðríður Þorbjarnar- dóttir og Þorfinnur karlsefni, sem síðar settust að í Skagafirði. Þátttakendur létu vel af sex vikna dvölinni. Sumir sögðu að þeir hefðu öðlast nýja sýn á lífið og til- veruna, aðrir að þátttakan hefði breytt þeim og hugsunarhætti þeirra mikið. „Ég vil ekki gera upp á milli hópanna, þeir hafa allir ver- ið góðir, en þessi er sérstaklega góður,“ segir Ásta Sól Kristjáns- dóttir verkefnisstjóri. Útskriftin fór fram á hótelinu Northern Light Inn við Bláa lónið og héldu þátttakendur til síns heima í gær. Tvö urðu samt eftir og í öðru tilfellinu kom fimm manna fjölskylda frá Alberta í Kanada til að eyða nokkrum dög- um með „Snorranum“ sínum á Ís- landi. Morgunblaðið/Steinþór Hópurinn Þátttakendur í Snorraverkefninu ásamt aðstandendum þess eftir útskriftina. Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélagsins, er lengst til vinstri, Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri situr á hækjum sér til hægri og Hrafnhildur Sigmarsdóttir er lengst til hægri. Sömdu ljóð og sög- ur um reynsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.