Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 HÚN hljómar eins og vísindaskáld- skapur en gæti engu að síður senn orðið að veruleika nýja rafsendi- tæknin sem fyrirtækið Witricity hef- ur þróað og kynnt var á ráðstefnunni TED Global, árlegri ráðstefnu hugs- uða, sem fram fór í Oxford. Eric Giler, forstjóri fyrirtækisins, segir notkunarmöguleikana marga. Flatskjáir munu ekki þurfa að vera tengdir við raftengi né heldur rafbílar sem nóg verði aka yfir eins- konar rafmottu sem hlaði geyminn. Aðspurður um tæknina segir Árni Benediktsson, rafmagnsverkfræð- ingur hjá Landsvirkjun, hana snúast um að ná eigintíðni á rafmagnsrás. „Þetta er svipuð tækni og útvarp byggist á. Útvarpsbylgjur eru raf- segulbylgjur og þegar stillt er inn á rás í tækinu er verið að stilla inn á sömu tíðni og útvarpið sendir út á. Það er þá eigintíðni rafmagnsrás- arinnar. Það er hægt að senda lítið afl í loftinu án þess að nota víra. En það hefur aldrei tekist að senda meira en það í loftinu,“ segir Árni. „Tækni Witricity hljómar sann- færandi en enn sem komið er tapast um helmingur orkunnar sem skiptir ekki miklu máli fyrir tölvur og far- síma. Þetta yrði hins vegar ekki hag- stætt fyrir ryksugu, svo dæmi sé tekið.“ baldura@mbl.is Rafmagnið í loftið Ný tækni gerir kleift að hlaða raf- bíla án innstungu Úrelt? Chevrolet Volt rafbíllinn er settur í samband við raftengi. BRESK heilbrigðisyfirvöld áætla að 100.000 ný tilvik af svínaflensu hafi komið upp í síðustu viku, eða nærri tvöfalt fleiri en vikuna áður. Flensan herjar einkum á börn 14 ára og yngri en hefur minni áhrif á 65 ára og eldri. Flest tilfellin eru væg en mikill minnihluti alvarleg. Nokkur ótti hefur gripið um sig í Bretlandi og hafa milljónir manna nýtt sér upplýsingavefsíðu um flensuna sem 30 Bretar hafa nú lát- ist úr. Þá liggja 64 á gjörgæslu. Hefur greinst í 160 ríkjum Á sama tíma greindi Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) frá því að flensunnar hefði orðið vart í 160 af 193 aðildarríkjum stofnunarinnar og óvissa ríkti um hvernig flensan myndi þróast á norðurhveli í vetur. Á Nýja-Sjálandi er vandinn tek- inn að skýrast en vísindamenn þar áætla nú að flensan muni herja á allt að 79% landsmanna, þótt ein- kenna verði aðeins vart hjá um tveim af hverjum þremur. Veiruræktun í tengslum við fyrirhugaða framleiðslu bóluefnis gengur hægt í Þýskalandi en fram kemur á vef Die Zeit að það sé talið gagnast 60% 65 ára og eldri, en 80 til 90% fólks á aldrinum 15 til 60 ára. Rætt er við veirufræðinginn Stephan Becker sem reiknar með að hægt verði að hefja framleiðslu bóluefnisins fyrir árslok. Banvæn 800 hafa látist úr flensunni. Svínaflensa breiðist út GEIMFARINN Christopher Cassidy fer í þriðju geimgönguna sem lagt er í frá geimferjunni En- deavour að þessu sinni en stefnt er að fimm göngum í leiðangrinum. Búist var við að geim- ganga Cassidy og félaga hans Thomasar Marsh- burn í gær myndi taka sjö og hálfan tíma en verkefnið var að koma fyrir nýjum sólarsellum. Endeavour lagði að alþjóðlegu geimstöðinni föstudaginn 17. júlí og flutti þá til hennar nýja japanska rannsóknarstofu, nokkur tonn af birgðum og nýjan geimfara í stöðina. Með hon- um eru geimfararnir orðnir 13 en aldrei fyrr hafa jafn margir verið í geimnum á sama stað á sama tíma. Í baksýn varpar jörðin, „bláa plán- etan“ svonefnda, bláum ljóma út í geiminn. Fumlaus handtök í geimgöngu frá Endeavour Reuters Dyttað að geimtækjum yfir bláu plánetunni Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi klerka- stjórnarinnar í Íran, hefur fyrirskipað að nýskip- aður varaforseti landsins, Asfandiar Rahim Mashaie, verði vikið úr embætti. Sú ákvörðun Mahmouds Ahmadinejads forseta að skipa Masha- ie í varaforsetaembættið hafði sætt harðri gagn- rýni stuðningsmanna forsetans úr röðum aftur- haldssamra klerka. Mashaie, sem er tengdafaðir sonar Ahmadine- jads, reitti marga íranska ráðamenn til reiði í fyrra þegar hann sagði að Íranar væru „vinir ísraelsku þjóðarinnar“. Khamenei erkiklerkur var á meðal þeirra sem gagnrýndu um- mælin. Hatrömm valdabarátta Khamenei hefur stutt Ah- madinejad í deilunni um for- setakosningarnar 12. júní og fordæmt mótmæli andstæðinga forsetans sem saka yfirvöld um kosningasvik til að tryggja hon- um endurkjör. Deilan hefur valdið hatrammasta klofningi í klerkastjórninni frá íslömsku byltingunni árið 1979. Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, hefur sagt að klerkastjórnin hafi glatað trausti þjóðarinnar. Khamenei skipar forsetanum að víkja varaforsetanum frá Erkiklerkurinn hafnar vali Ahmadinejads á varaforseta eftir hörð mótmæli Í HNOTSKURN » Khamenei erkiklerkur sagði í bréfi tilAhmadinejads forseta að val hans á varaforseta stangaðist á við hagsmuni landsins, ylli klofningi og mikilli óánægju meðal stuðningsmanna forsetans. » Ahmadinejad hefur ekki sýnt neinmerki um að hann sé tilbúinn til að falla frá þeirri ákvörðun að skipa vin sinn í emb- ætti varaforseta þrátt fyrir hörð mótmæli, m.a. margra stuðningsmanna forsetans. Ali Khamenei EFTIR linnu- lausa ríkisvæð- ingu á einkafyr- irtækjum og bújörðum, yfir- töku á verkalýðs- félögum og of- sóknir og málaferli gegn pólitískum and- stæðingum stjórnarinnar eru tugir þúsunda menntamanna í Venesúela búnir að fá sig full sadda af sósíalistabylt- ingu Hugo Chavez forseta og hafa ákveðið að freista gæfunnar í frjálsari samfélögum. Fjallað er um atgervisflóttann í nýjasta hefti tímaritsins Newsweek en þar segir að listamenn, lögfræð- ingar, læknar, stjórnendur og verk- fræðingar flykkist á brott, á sama tíma og þeir sem búi erlendis hafi hætt við að snúa aftur. Um milljón manna hafi yfirgefið landið frá því Chavez komst til valda fyrir áratug. Greinarhöfundur, Mac Margolis, tekur sterkt til orða og segir fólks- flóttann leggja lamandi hönd á há- skóla og iðnaðinn. Niðurstaðan sé að helsta útflutningsvara ríkisins sé atgervi brottfluttra, ekki olían, gas- ið eða jarðefnin sem þetta eitt rík- asta land heimshlutans búi yfir. Á mörkum aðskilnaðarstefnu Margolis rifjar upp söguna og hvernig nágrannaríkin hafi á 8. og 9. áratugnum mörg hver rennt öf- undaraugum til Venesúela sem hafi þá verið álitið auðugt lýðræðisríki. „Við vorum tiltölulega ríkt land sem bauð upp á tækifæri […] Eng- um datt í hug að fara. Núna er glæpatíðnin há, stjórnkerfið undir- okandi og á mörkum aðskiln- aðarstefnu,“ hefur hann eftir Diego Arria, fyrrverandi sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóð- unum, sem býr nú í New York. Atgervisflótti frá Venesúela Hugo Chavez Rætist spár Witricity verður eftir 12 til 18 mánuði kominn á markað far- sími sem hægt verður að hlaða með rafsendingum í loftinu. Það hvimleiða vandamál að leita logandi ljósi að hleðslu- tæki mun þá heyra sögunni til, að minnsta kosti ef raftengi, eða rafsendir, sem svo má ef til vill kalla, er nærri. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá árdögum farsímans þegar rafhlaðan var á stærð við símaskrá. Witricity er stytting á ensku orðunum „wireless electricity“. Hlaðinn í vasanum BARACK Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann sæi eftir um- mælum sínum um hvítan lögreglu- mann sem handtók virtan prófessor við Harvard-háskóla, blökkumann- inn Henry Louis Gates, við heimili hans vegna gruns um að hann væri innbrotsþjófur. Lögreglumaðurinn krafðist þess að forsetinn bæðist afsökunar á ummælum um að handtakan hefði verið „heimskuleg“. Obama við- urkenndi að orðaval hans hefði ver- ið „óheppilegt“ og gæfi til kynna að hann hefði „rægt lögregluna“. Obama iðrar ummælanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.