Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 28

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þ að var erfitt að vera litrík- ur persónuleiki þegar ég var að alast upp. Það hef- ur breyst mikið á þeim árum sem ég hef verið í burtu. Austurland hefur breyst. Hér er fjöldi fólks af erlendum uppruna og menningin öflugri,“ segir Hákon Guðröðarson, 21 árs veitingamaður á Norðfirði. Hann kom eins og storm- sveipur inn í mannlífið í sínum gamla heimabæ sl. vetur, opnaði veitinga- stað með nýju sniði og hefur látið til sín taka á fleiri sviðum. Hákon lauk stúdentsprófi 17 ára og nam við hótel- og veitingaskóla í Sviss. Hann átti eitt ár eftir en leist ekki á efnahagsástandið og ákvað að fresta því að ljúka náminu. Hann var að vinna á Hilton-hótelinu í Reykja- vík þegar honum var boðið að taka á leigu gamalt og virðulegt hús sem vinafólk foreldra hans hafði gert upp sem kaffihús á Norðfirði. Hann tók það á leigu í þrjú ár. Hákoni fannst hæfa þessu húsi að koma þar upp heimilislegum veitingastað. Safnaði notuðum húsgögnum og áhöldum í Góða hirðinum og innréttaði hús- næðið. Þarna var Frú LúLú opnuð í febrúar. Var með aðrar hugmyndir „Ég ætlaði að gera þetta þegar ég lyki náminu – annars staðar og stærra. En þetta er yndilegt. Ég nýti tímann hér til fullnustu. Ég er með mörg járn í eldinum og kannski gefast svo mörgt tækifæri að ég verði hér áfram,“ segir Hákon. Hann segir að námið hafi nýst sér vel. „Ég lít á þetta sem „meist- aranámið“ mitt. Ég hef lært mikið enda jafnast ekkert á við skóla lífs- ins,“ segir Hákon. Veitingar eru seldar á fimm stöð- um á Norðfirði. Hákon hefur reynt að marka sínum stað ákveðna sér- stöðu. „Við leggjum áherslu á menn- inguna og erum meira en kaffihús. Hér er góð dagskrá í sumar, mynd- listarsýningar og tónleikar. Við komum upp stórsveit sem leikur jass og blús og erum því með fimmtán manna húsband,“ segir Hákon. Hann notar íslenskt hráefni af fremsta megni. Út úr því hafa komið sérstæðar veitingar sem sumar hafa orðið vinsælar. Einn vinsælasti rétturinn á mat- seðlinum er íslenskt tabas. Það er óvissuferð með íslenskum réttum. Þótt Frú LúLú sé flaggskipið hef- ur Hákon skipt sér af fleiri málum. Þannig stóð hann fyrir því að gam- alli vélsmiðju í elstu byggðinni í Nes- kaupstað var bjargað frá niðurrifi, í bili að minnsta kosti. Fékk hann leyfi bæjaryfirvalda til að nýta húsið fyrir listastarfsemi í sumar gegn því að taka til og mála húsið að utan. Fyrirtæki í bænum styrktu fram- takið og margir sjálfboðaliðar hjálp- uðu til. Þar voru listsýningar helgina sem tónlistarhátíðin Eistnaflug var haldin og það verður einnig nýtt á Neistaflugi um verslunarmanna- helgina. Framtíð hússins ræðst í haust. Hákon hefur sínar hugmyndir um það. Hann vill gera vélsmiðjuna að listamiðstöð. Þá hvetur hann bæj- aryfirvöld til að nýta það sem ung- mennahús með áherslu á baráttuna gegn sjálfsvígum ungra drengja. „Ég er búinn að gera mitt, sýna að hægt er að gera þetta án útgjalda fyrir bæjaryfirvöld. Ég tel að það sé hægt að halda þarna áfram með litlum tilkostnaði,“ segir Hákon. Hann er bjartsýnn á reksturinn. Norðfjörður er endastöð og þangað koma ekki nærri allir sem leið eiga um Austfirði. Hákon segir að ferða- fólki hafi fjölgað í sumar. Telur að staðurinn njóti þess að fólk gefi sér meiri tíma í ferðalög um eigið land og fari þá kannski á staði sem það hafi alltaf langað að heimsækja. Get verið hvar sem er „Ég hugsa að þetta hafi komið við einhverja, ég kom með nokkrum lát- um. En flestir hafa tekið mér vel og því sem ég er að gera. Ég er ekki að þessu til að verða ríkur, nema af reynslu og ánægju, og flest verk- efnin eru unnin af hugsjón,“ segir Hákon. „Ég er að vinna að nokkrum málum sem ég vona að verði til framfara. Ég vil skilja eitthvað áþreifanlegt eftir mig sem hægt verður að hugsa til. Ég vonast til að vélsmiðjan verði slíkt verkefni, flott fjölnotahús með margvíslega lista- og menningarstarfsemi,“ segir hann. Litríkir persónuleikar hafa oft átt erfiðara með að blómstra á smærri stöðum á landsbyggðinni en í höf- uðborginni eða erlendum stór- borgum. „Áður var menningin í Reykjavík – eða hvergi. Þetta hefur breyst mikið og hér er fínt sam- félag,“ segir Hákon. Hann viðurkennir að veturinn geti verið erfiður. „Norðfjörður er tveir mismunandi staðir, bærinn á vet- urna og bærinn á sumrin. Ég tel að þetta verði ekki vandamál. Ég get verið hvar sem er í heiminum, ef ég hef nóg að gera,“ segir Hákon Guð- röðarson. Stormsveipur á Norðfirði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Driffjöður Hákon Guðröðarson er 21 árs þegar hann stofnar sinn fyrsta veitingastað. Hann lætur sig dreyma um annað og meira.  Hákon Guðröðarson kemur með nokkrum látum heim til Norðfjarðar  Stofnar veitingastað með nýju sniði og vinnur að hugsjónamálum  „Austurland hefur breyst,“ segir ungi athafnamaðurinn Fíflakaffi er vinsæll drykkur á Frú LúLú. Uppáhalds drykkur Hákons er latté með hálfri te- skeið af hunangi. Hann er óspar á uppskriftina: Stingið upp rót og skolið vel með hreinum bursta undir renn- andi vatni. Skerið í teninga og stráið í ofnskúffu. Bakið á 180 gráðum þar til kominn er kaffi- brúnn litur á teningana. Kælið og malið. Duftið er notað eins og kaffi nema í eilítið minni skömmtun þar sem það er bragðsterkara. Fíflakaffi á Frú LúLú Tannálfurinn og jólasveinninneiga það sameiginlegt að til-vera þeirra er ekki öllum ljós, sumir trúa því, sérstaklega börn, að þessar tvær ævintýraverur séu af holdi og blóði. Hefð er fyrir því að kynna börn fyrir persónum ævintýranna – segja þeim sögur um góðvilja þeirra og af- rek. Sumir foreldrar fá þó sam- viskubit – því vissulega er fátt sem staðfestir beinlínis tilveru kynjaver- anna. Og er þá í lagi að segja börn- unum að álfurinn hafi tekið tenn- urnar eða að jólasveinninn hafi fært þeim gjöf? Og eiga foreldrar að játa allar sínar syndir þegar börnin spyrja? Hverju myndir þú svara þeg- ar barnið spyr: „Hvenær byrjaðir þú að sofa hjá, pabbi“ eða „hvenær byrj- aðir þú að drekka, mamma?“  Sannleikurinn ávallt sagna bestur Uppeldissérfræðingar segja að besti leiðarvísirinn sé að segja sann- leikann en engu að síður sé ýmislegt sem betra sé að halda fyrir sig – það sé barninu ekki alltaf fyrir bestu að vita allt sem á daga foreldranna hef- ur drifið. „Hlutverk foreldra er að vernda börn og þroska,“ segir Robin Altman, barnageðlæknir. „Stundum getur það þýtt að bregða fyrir sig smávegis hvítri lygi eða halda fyrir sig hluta sannleikans, sérstaklega ef börnin hafa enn ekki þann þroska sem þarf til að skilja hvað í upplýs- ingunum felst.“  Hvítar lygar fyrir jólasveininn Trúi ung börn á jólasveininn eða tannálfinn er lítil ástæða til að setja hnefann í borðið og segja að aldrei hafi raunverulega sést til þeirra. „Börn á aldrinum þriggja til sex ára lifa í miklum ævintýraheimi og þeim finnst æðislegt þegar foreldrarnir spila með,“ segir Adele Brodkin barnasálfræðingur. Að því gæti komið að eldri systkini vilji leiðrétta „misskilninginn“ og þá gætu spurningar á borð við „er jóla- sveinninn til?“ komið fram. „Ef fimm ára barnið þitt kemur útgrátið til þín og spyr hvort það sé satt sem skóla- félaginn á leikskólanum segir um að jólasveinninn sé ekki til, er barnið ekki tilbúið að koma út úr æv- intýraheiminum,“ segir Victoria Talwar, aðstoðarprófessor við McGill-háskóla. „Í staðinn fyrir að leggja öll spilin á borðið er gott ráð að segja barninu að allir hafi mis- jafna trú og skoðanir á hlutunum.“ Málið vandast hins vegar þegar börnin eldast og spyrja: „Hvernig getur tannálfurinn heimsótt ÖLL börn í landinu?“ Gott getur þá verið að svara með spurningu. „Hvað held- ur þú?“ Sé svarið: „Mamma, ég held að það sért þú sem setjir peninginn undir koddann“ þá er tímabært að játa – og svara: „Sko þig! Þú hefur áttað þig á þessu!“  Að fela vandamál Foreldrar velta því margir fyrir sér hvort segja eigi börnum frá veik- indum eða öðrum erfiðleikum vina og fjölskyldumeðlima. Sumir taka þann pólinn í hæðina að vilja ekki valda börnum sínum óþarfa áhyggjum og hlífa þeim því við erfiðum upplýs- ingum. En sé börn farið að gruna að eitthvað ami að geti þau dregið þá ályktun að erfiðleikarnir séu þeim sjálfum að kenna. Til að forðast slík- an misskilning er best að gefa sér góðan tíma, setjast svo niður með barninu og útskýra staðreyndir málsins. Nauðsynlegt er að bjóða barninu að spyrja allra þeirra spurn- inga sem því dettur í hug.  Að ljúga til að vernda einkalífið Þegar fólk eignast börn er ekki þar með sagt að það afsali sér öllum rétti á einkalífi. „Þegar ég fór með kærastanum í helgarferð síðasta sumar sagði ég táningsdætrum mín- um að ég væri að fara í ferðalag með vinkonunum,“ segir 44 ára einstæð móðir. Hvort sem málið snýst um ást- arlífið eða rifrildi við systkini er allt í góðu að sleppa því að segja börn- unum frá því. Ef barnið spyr um smáatriði segðu þá að um „fullorð- ins“ mál sé að ræða. Lúti spurningarnar að fortíð for- eldranna vandast málið. „Pabbi, hef- ur þú prófað fíkniefni?“ er líkleg spurning frá táningi. Í stað þess að svara beint er hægt að grípa tæki- færið og ræða almennt við börnin um eiturlyf. Svaraðu með spurningu. „Af hverju ertu að spyrja, eru einhverjir í kringum þig að prófa þetta eða tala um að prófa?“  Litlu hvítu lygarnar Langflestir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni viðhaft hvítar lygar til að fá börn til að gera eitthvað, t.d. segja að veitingastaðurinn með óhollu hamborgarana sé lokaður til að fá börnin til að borða hollari mat. Þessar lygar virka saklausar og not- aðar í hófi ættu þær að vera í lagi, segir Talwar barnasálfræðingur. En ekki ofnota þær. Þess í stað er heppilegra að nota erfiðu leiðina – að segja sannleikann. Sé um ung börn að ræða er oft hægt að dreifa huga þeirra á einfaldan hátt: Ef það virkar ekki segðu barninu að hamborgarar séu ekki í boði í kvöld. Hins vegar standi valið á milli kjúklings og pasta. Þetta gæti haft í för með sér að barnið gargi og góli en á endanum mun það sam- þykkja aðferðina og það sem meira er, þú hefur komist í gegnum málið án þess að ljúga sem getur eingöngu haft góðar afleiðingar að lokum. Er sannleikurinn ávallt sagna bestur? Byggt á grein úr tímaritinu Good Housekeeping. Morgunblaðið/hag Er tannálfurinn til? Yfirleitt er best að leyfa börnum að dvelja í æv- intýraheimi sínum þar til þau hafa þroska til að heyra hið sanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.