Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 29
Pétur Stefánsson orti við andlátgóðs vinar og vinnufélaga:
Enda flestir ævi sína
að óskum skaparans.
– Ennþá vilja tölu týna,
tryggir vinir manns.
Lífsins vegur liggur beinn,
– lítið er þar tafið.
Vinir hverfa einn og einn
yfir dauðahafið.
Rúnar Kristjánsson orti um dag-
inn „eftir tiltekið mál“:
Þingið brást nú enn og aftur,
enga trú á því ég reisi.
Það er eins og opinn kj......,
uppfullur af glóruleysi !
Skírnir Garðarsson yrkir öf-
ugmælavísu:
Æseif málið er oss kært
allri þjóð til sóma
blessun hefir börnum fært
og brögnum dýrðarljóma.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af vinum og
lífsins vegi
Daglegt líf 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
38
59
8
Það er
Kynntu þér dreifikerfi Símans á siminn.is
3G netlykill
á 0 kr.
Með því að gera 6 mánaða samning við Símann fæst 3G netlykil á 0 kr.
Valin er áskriftarleið við hæfi og ef farið er yfir innifalið gagnamagn er
greitt fyrir umfram gagnamagn. Fullt verð fyrir 3G netlykil er 17.900 kr.
Sól og blíða alla daga, það má segja
að veðrið hafi leikið við Suðurnesja-
menn það sem af er sumri, ferða-
menn sem leggja leið sína á Suður-
nesin hafa margt að skoða. Má þar
nefna það nýjasta sem eru Víkinga-
heimar í Reykjanesbæ. Fyrir ferða-
menn sem langar að skoða Suður-
nesin er tilvalið að koma við á
Markaðsstofu Suðurnesja þar sem
einnig er upplýsingamiðstöð. Þar er
hægt að fá allar upplýsingar um
hvað Suðurnesin hafa uppá að bjóða
til afþreyingar fyrir fjölskylduna og
ferðamenn.
Tjaldsvæði hefur nú verið tekið í
notkun, hið fyrsta sinnar tegundar, í
Sandgerði. Byggt hefur verið þjón-
ustuhús á tjaldsvæðinu. Í því er sal-
ernis- og sturtuaðstaða, auk þvotta-
vélar og þurrkara til notkunar fyrir
gesti. Rafmagnstengingar fyrir hús-
bíla og fellihýsi eru á svæðinu. Tjald-
svæðið er staðsett við Byggðaveg, á
gamla íþróttavellinum. Svæðið er
skjólgott og miðsvæðis í Sandgerði.
Það verða frí afnot af svæðinu á
þessu sumri.
Elsta hús Sandgerðis sem heitir
Efra Sandgerði og var byggt árið
1883. Það hefur að undanförnu feng-
ið andlitsupplyftingu en félagar í
Lionsklúbbi Sandgerðis hafa unnið
við að mála húsið og sinna viðhaldi
þess. Lionsklúbburinn er eigandi
hússins og hafa Lionsfélagar end-
urbyggt húsið á undanförnum árum
og er húsið mikill bæjarprýði og
Lionsklúbbi Sandgerðis til sóma.
Senn líður að bæjarhátíðinni Sand-
gerðisdögum. Undirbúningur er
þegar hafinn og íbúar í hverfunum
sem hafa hvert sinn lit eru farnir að
leggja drög að því hvernig skreyt-
ingum verði háttað. Segja má að
frumleikanum í skreytingum séu
engin takmörk sett, að þessu sinni
verður tekið mið af stöðu fjármála
þjóðarinnar, og eru Sandgerðingar
hvattir til að koma með hugmyndir
um atriði á dögunum, sér og öðrum
til skemmtunar, enda er þema dag-
anna skemmtum okkur sjálf.
Það hefur verið gott gengi hjá meist-
araflokki Reynis í annarri deild Ís-
landsmótsins í knattspyrnu. Liðið er
efst í deildinni og hefur verið það
sem af er keppnistímabilsins og ef
fram fer sem horfir koma þeir vænt-
anlega til með að spila til úrslita um
sæti í 1 deild, en keppnistímabilið er
nú ekki búið og það getur allt skeð í
fótbolta.
Púlsinn hefur opnað aðstöðu í hús-
næði við Vitatorg, milli Listatorgs
og Fræðaseturs. Þar er hægt að
sækja allskonar námskeið til að efla
hugann og styrkja líkamann. Mörg
og fjölbreytt námskeið eru í boði fyr-
ir fólk á öllum aldri, en það er Marta
Eiríksdóttir sem rekur Púlsinn og
leiðbeinir fólki sem sækir námskeið
hjá henni. Allir ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi, sjálfum sér og
öðrum til hressingar, bæði á sál og
líkama. Hægt er að sjá hvað er í boði
á www púlsinn.is
Átak í umhverfismálum stendur nú
yfir í Sandgerði. Fjöldi manna hefur
unnið við að þekja manir og græn
svæði við Byggðaveg sem er nýr
vegur ofan við byggðina í Sandgerði.
Malbikaðir hafa verið göngustígar
með veginum sem hefur létt á um-
ferð um íbúahverfi. Þessar fram-
kvæmdir koma til með að gera að-
komuna til bæjarins snyrtilega, en
sól og blíða hafa gert það að verkum
að mikið hefur þurft að vökva svæðið
og hefur verið leitað til slökkviliðsins
til að koma í veg fyrir að svæðið
skrælni upp í þurrkunum sem hafa
verið undanfarið.
SANDGERÐI
Reynir Sveinsson fréttaritari
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Tjaldsvæði Nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu í Sandgerði.
UMHVERFIÐ skiptir líka máli þeg-
ar staður fyrir tískusýningu er val-
inn. Á nýafstaðinni tískuviku í Róm
voru kastalar valdir til að hýsa
stærstu sýningarnar.
Meðal þeirra sem þar sýndu
hönnun sína var líbanski hönnuður-
inn Abed Mahfouz. Vöktu síðkjól-
arnir hans sérstaka athygli.
Reuters
Kjólar sýndir í kastala